íslenska er okkar mál

Nú er kominn tími fyrir nýtt blogg. Í Kilju Egils Helgasonar í sjónvarpinu nú í vikunni var fjallað um rafbækur, framtíð þeirra á Íslandi og áhrif þeirra á íslensku. Ég finn mig nú tilknúna til að láta nokkur orð um það falla. Ég hef prófað að lesa rafbækur á skjánum á tölvunni hjá mér og alltaf fundist það óþægilegt. Ég hef bæði prófað skáldsögur og námsbækur og greinar. Ég velti því oft fyrir mér hvort mér þætti betra að lesa raftexta ef ég hefði tæki eins og amazon kindle eða apple ipad en þar sem ég hef aldrei séð svoleiðis tæki með berum augum er erfitt fyrir mig að segja til um það. En eitt veit ég fyrir víst að slíkt tæki mundi varla borga sig fyrir verðandi íslenskufræðing sem er þeirrar skoðunar að sem Íslendingur ætti maður að geta lesið um langflest á móðurmálinu. En staðreyndin er sú að það er enn mjög langt í land með að verða þannig. Oftar en ekki er vitagagnslaust að slá einhverju upp á íslensku inn í leitarvélar eins og Google, því miklar líkur eru á því að enginn hafi haft fyrir því að skrifa eitthvað um viðkomandi efni á netið þar sem málsvæði íslensku er mjög lítið. Ýmislegt annað í tækninni og tölvuheiminum er ekki til á íslensku. Til dæmis hefur áðurnefnd spjaldtölva ipad ekki stuðning til að skrifa íslenskt stafróf þó að sjálfsögðu sé hægt að lesa á íslensku á græjunni. Hitt er svo annað mál að Íslendingar hafa ekki löglegan aðgang að itunes og ibooks netverslunum Apple og fá íslensk rit til fyrir almenning til notkunar á slíkum tækjum. Ekki má samt gleyma allri þróuninni sem orðið hefur á síðustu árum á íslensku í tækniheimi. Vafrinn Firefox er til fyrirmyndar, hann býður upp á viðmótið á íslensku og notar orð sem virðist hafa verið lögð hugsun við að skapa eða gefa nýja merkingu. Mér er sama þótt fólki finnist fyndið eða skrítið að ég skuli segja "að opna nýjan flipa í vafranum" í stað þess að tala um "opna nýjan tab í browsernum". Ég nota líka Office pakkann og Windows á íslensku. Margir farsímar hafa notendaviðmót á íslensku, misgott samt. En ekki allir bjóða upp á að rita íslenskt stafróf. En þess má geta að bloggfærsla þessi er skrifuð á farsíma. Hann er með einhverskonar orðabók sem hefur það hlutverk að klára orðin fyrir mig. Hún er langt frá því að vera fullkomin því ég hef rekið mig á það að hún býr ekki yfir öllum beygingarmyndum orða í öllum kynjum. Þetta er samt í rétta átt.
Ég verð að segja að það getur verið hamlandi pirrandi að vita að það eru til tæki, tól, tækni og þjónusta sem maður getur ekki nýtt sér til fullnustu eða jafnvel alls ekki því málsvæðið manns er smátt, þjóðin manns er fámenn eða landið manns er úr alfaraleið í heimsálfunni sem það tilheyrir. Ég held að það sé mikil framtíð í því að koma þessu öllu í lag. Ef það væri lögð áhersla á þessi mál í landinu og ef jafn mikill áróður væri á tungumálum og á raungeinum þyrfti ekki að hafa áhyggjur af íslenskri tungu á tæknöld. Því ef fleiri hefðu betri kunnáttu á málinu og hefðu áhuga (sem kannski gæti náðst með áróðri) þá gætu fleiri unnið við að íslenska tæknina. Það er ekkert sem segir að tæknin þurfi að ógna íslensku máli bara ef við höldum rétt á spöðunum. Íslenskan á ekki bara að vera til heimabrúks!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 502

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband