Heimurinn

Jæja, núna finnst mér ég hafa eitthvað að segja. Ég ætla að tileinka þessa bloggfærslu Jamie Oliver. Ég var að horfa á hann í danska sjónvarpinu í gærkvöldi og o my god, ég á ekki til orð. Það er reyndar ekki satt því ég á sko orð.  Hann var í Bandaríkjunum og ætlaði að taka til í skólaeldhúsunum eins og hann gerði svo listilega í Bretlandi um árið. Það er sko ekki vanþörf á því að endurskoða matarvenjur fólksins í bænum sem hann fór til og í grunnskólanum í bænum. Ég stóð á öndinni allan tímann! Krakkarnir fengu tvær máltíðir á dag í skólanum, morgunmat og hádegismat. Í morgunmat fengu krakkarnir pizzu, jógúrt og mjólk. Þeir fengu val um þrennskonar mjólk, venjulega mjólk, mjólk með jarðarberjabragði og og mjólk með súkkulaðibragði. Flestir fengu sér súkkulaðimjólkina en enginn venjulega! Ég veit ekki hvort mér var meira brugðið við að sjá krakkana borða pizzu í morgunmat í skólanum eða hafa val um bragðtegundir í mjólkinni! Það þarf vart að segja frá því að margir krakkanna hentu jógúrtinu. Í hádeginu voru síðan kjúklinganaggar, steiktir nota bene, kartöflumús sem innihélt ekki snefil af kartöflum, ávöxt og heimabakað brauð. Enginn snerti við brauðinu og flestir ávextirnir fóru ósnertir í ruslið. Svo kom í ljós að krakkarnir borðuðu gjarnan sama ruslið heima hjá sér í kvöldmat. Ég bara á ekki til orð. Ef barnið mitt þyrfti að fara í svona skóla mundi ég senda það með nesti í skólann á hverjum degi, ekki spurning.  Jamie Oliver fór síðan í heimsókn til einnar fjölskyldu þar sem allir eiga við offituvandamál að stríða. Það var nú reyndar ekki furða þar sem mest notaða eldhústækið var djúpsteikingarpotturinn. Frystirinn var stútfullur af frosnum instant pizzum sem allir fjölskyldumeðlimir borðuðu víst mikið af.  Þau hentu nú samt djúpsteikingargræjunni og Jamie ætlar að hjálpa þeim að elda hollari mat, sem er líka góður. Það verður framhald í næstu viku bæði frá heimilinu og skólanum. Það versta var samt viðmótið sem Jamie fékk af íbúum þessa bæjar. Það var ótrúlegt. Hann fór í viðtal á útvarpsrás og útvarpsmaðurinn var svo dónalegur. Honum fannst Jamie vera hrokafullur að vilja hjálpa íbúunum að auka lífsgæði og fyrst og fremst lífslíkur. Því það kom fram að þessi tiltekni bær er sá feitasti í öllum Bandaríkjunum og algengasta dánarorsök eru hjartasjúkdómar vegna offitu. Jamie mætti þvílíkri mótstöðu, það varð einskonar fjölmiðlafár í bænum yfir nærveru hans. Viðhorfið var svo lítið "Why fix something that ain't broke". Þetta var í raun sama mál og Al Gore og An Inconveniant Truth og málið með Dixie Chicks, Bush og stríðið í Írak. Mörgum Bandaríkjamönnum finnst, held ég, að eigi að útskúfa fólki sem hefur óheppilegar skoðanir, eða staðreyndir sem gagnrýna besta og ríkasta land í heimi þar sem allt má, elskulega US of A. Jamie Oliver fann samt einn mann í bænum sem tók honum opnum örmum á sá að matarræði fólksins og offita er alvöru vandamál og var það einn prestur í bænum. Samband Bandaríkjamanna við Guð er náttúrlega kapítuli útaf fyrir sig, sem ég mun held ég aldrei skilja, bendi aftur á Dixie Chicks, Bush og írak máilið. Það virðist vera að það séu Bandaríkjamenn sem eru í svo góðu sambandi við Guð að þeir gera allt sem þeir gera í nafni hans (hvort sem þær gerðir geti svo talist réttar eða ekki).

"Sunday morning, heard the preacher say: Thou shall not kill. I don't wanna hear nothing else about killing and that it's God's will" Dixie Chicks - I hope

En hvað um það presturinn segir að það sé vilji Guðs að Jamie Oliver sé þarna kominn til að bjarga fólkinu, og ætlar að predika nýjan lífsstíl yfir sóknarbörnunum sínum. Ég vona að það heppnist.  Jamie benti líka á það að Bandaríkin er ekki eina landið sem á við þessa öfugsnúnu samfélagsþróun. Þetta er vandamál í vestrænu ríkjunum almennt. Vandamálið er bara svo stórt í Bandaríkjunum og ég held að Bretland komi þar á eftir, ég er samt ekki viss. Og svo litla elskulega Ísland, við þurfum að passa okkur, því þessi offituvandamál og matarræðis vandamál fara víst ört aukandi. Ég gæti svo sem haldið langa fyrirlestra um skoðanir mínar á málum vestrænnar menningar sem lúta að heilsu og líferni. Ég kippi því bara í liðinn vikuna sem ég ætla að vera forsætisráðherra og laga hina og þessa kvilla landsins. Sá listi lengist og lengist hjá mér að ég held ég verði að endurskoða það hvort ein vika dugi mér til að lækna Íslands mein!

 

En nú vík ég að aðeins léttari málum. Ég hef algjörlega fundið nýtt áhugamál. Vídeógerð, það er barasta gaman.  Hér eru nokkur sem ég nefndi í síðustu viku þar sem ég tala ensku

 

Link: What's in my bag

Link: 25 questions - Tag

Link: Let's bake a cheese cake

og hér er það nýjasta, ég tók það upp í dag

Link: This or that? - tag

Síðan er hægt að finna nokkur fleiri á þessari síðu hér. Og ef þið, lesendur góðir, eruð með einhverjar uppástungur um eitthvað sem ég gæti talað um eða gert í videói, þá eru þær velkomnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband