Dixie Chicks eru æði!

Dixie ChicksÉg verð bara að segja eins og er Dixie Chicks eru bara hreint æði. (Alla veganna að mínu mati) Ég horfði á myndina þeirra Shut Up and Sing tvisvar í dag. Ég hafði nægan tíma. Frí eftir hádegi á miðvikudögum. Reyndar erum við með dans núna seinni partinn á miðvikudögum en tíminn féll niður. Fyrir þá sem ekki vita, þá er Dixie Chicks amerísk hljómsveit sem var ein vinsælasta kántrí bandið þangað til árið 2003. Sumarið 2003 voru píurnar í Dixie Chick á tónleikaferðalagi um heiminn. Og á tilteknum tónleikum í London sagði aðal söngkonan, sem heitir Natalie Mains, að hún skammaðist sín fyrir að vera frá Texas ríki eins og George Bush.  Þessi orð hennar voru höfð eftir henni í breskum fjölmiðlum og svo náði fréttin til Bandaríkjanna. Orðin féllu ekki eins vel í kramið vestanhafs eins og þau höfðu í Bretlandi. Ef satt skal segja þá var fólk bálreitt út í hljómsveitina. A fyrir það að segja það að þær styðji ekki forsetann og B fyrir það að segja þetta á erlendri grund. Það var fólk sem brenndi geisladiska með Dixie Chicks og sagðist aldrei geta hlustað á tónlistana þeirra aftur. Útvarprásir hættu að spila tónlistina þeirra nánast um leið. Fólkið túlkaði þesa einu setningu sem það að Dixie Chicks væru á móti forsetanum, móti stríðinu sem var ný hafið í Írak, móti Bandaríkjunum  og á móti hermönnunum sem voru sendir til Íraks, meðal annars. Þegar þessi viðbrögð komu fram sendu þær frá sér yfirlýsingu sem sagði að þær væru bara ósammála forsetanum og á móti stríði almennt. En að þær höfðu ekkert á móti hermönnunum sjálfum, þær báðu Bush meira að segja afsökunar. En þetta gerða bara illt verra. Morðhótunum ringdi yfir þær og fólk sagði að það ætti að gera þær brottrækar frá Bandaríkjunum og að þær ættu aldrei að fá að koma til baka. Þetta gekk svona áfram alla tónleikaferðina. Þær spiluðu fyrir nokkrum hálf tómum sölum í sumum bæjum, sérstaklega í suðurríkjunum. En þær létu það ekki stöðva sig. En eftir að tónleikaferðinn lauk drógu þær sig í hlé. Tónlistin þeirra var þá bara spiluð í þremur borgum í Bandaríkjunum. Knoxville, ég man því miður ekki hverjar hinar tvær voru. Ferill þeirra leit nokkurnveginn út fyrir að vera að enda kominn. Árið 2005 voru Dixie Chicks svo tilbúnar til að koma aftur fram og settust niður og fóru að semja tónlist fyrir nýja plötu. Þær höfðu aldrei sent frá sér plötu áður þar sem þær höfðu samið öll lögin sjálfar. Platan kom síðan út vorið 2006. Enn var kántrí heimurinn ekki alveg tilbúin fyrir þær og útvarpstöðvar neituðu enn að spila tónlistina þeitta. En platast seldist samt. Ekki nándanærri því eins og fyrri plötur þeirra höfðu gert. En það eru ekki miklar líkur á því að það muni verða þannig aftur. Jafnvel þó að útvarpstöðvar neiti að spila plötuna þá sópaði platan sem heitir Taking the Long Way og Dixie Chicks að sér Grammy verðlaunum nú fyrr í febrúar.
Myndin Shut Up and Sing fjallar um þetta og útskýrir margt. Mér finnst þetta góð mynd. Lýsir þessu ástandi vel og hvað hljómsveitin er búin að ganga í gegnum síðustu 3 árin.. Áfram Dixie Chicks segi ég. Áfram Dixie Chicks!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég er algerlega sammál þér, ég elska Dixie Chicks.  Þær eru inspirerandi, enda er ég að skrifa verk fyrir tríóið mitt núna sem heitir Dixie Fix, þeim til heiðurs.  Vissi ekki að þessi mynd væri komin út, ætla að reyna að nálgast hana.  Nú svo eru þær bara svo frábærir tónlistarmenn.  

 knús

xxxxx 

Ímsí (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 02:12

2 identicon

ÉG ÆTLA AÐ FINNA ÞÆR Á NETINU OG MÁTA. Mér líst nú ekkert illa á að þær mótmæli forsetanum! Svo getur maður fundið Dollý fiðringinn í þér Úlsí! Get ekki beðið að heyra frá þeim tónleikum. Ætli þeir verði ekki bara sendir út á Rás2? Nei segi svona í gríni. Hættu svo að stanga fólk hrúturinn minn.

endalaust knús, Ólöf

Ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband