Sætur, Jafnsætur, Þriðji

Þegar Gangleri kom til Valhallar hitti hann þar fyrir Háan, Jafnhán og Þriðja sem voru í raun hinn eini og sanni Óðinn. Ég hef hitt Sætan, Jafnsætan og Þriðja en sá er reyndar ekki nefndur Alföður, heldur Zorba.

Ég stend mig engan veginn í bloggfærslum. Síðasta önn í skólanum endaði vel. Prófin fóru að mestu eins og ég hafði búist við. Sá þáttur námsins sem gekk best var mælskulistin sem er einnig mitt uppáhald. Ég held áfram í skólanum á nýja árinu og er nú þegar búin að vera í tæpar þrjár vikur. Ég hef samt mætt mismikið þessar vikur. Ég mæti bara eins og orkan leyfir, ég er ansi þreytt þess dagana og verð útkeyrð við minnsta álag. Álag telst til að mynda að lesa heila síðu í bók, en eftir slíkt afrek finnst mér ég þurfa að leggja mig. Einbeitingin er líka frekar lítil. En ég mæti nú samt í skólan þó ég sé að mestu óundurbúin fyrir tímana, það er að segja, allveg ólesin. En kennararnir sem ég hef talað við ætla að taka tillit til þessa orkuleysis míns. Mér finnst bara allveg nauðsynlegt að fara í skólan þó ég sé að miklu leyti úti á þekju í tímunum. Samt tókst mér að skila inn verkefni í beygingar- og orðmyndunarfræði um daginn og fá fullt hús fyrir, en ég veit satt að segja ekki hvernig mér tókst það. 

Svo ég víki nú ekki langt frá mínu eigin íslenskunámi, þá er ég komin í smá vinnu við að kenna útlendingum íslensku í háskólanum. Ég er aðstoðarkennari. Það kom þannig til að fyrir jól var auglýst eftir aðstoðakennara í násmkeið í hagnýtri íslensku fyrir útlendinga og ég sótti um. Jólin og áramótin liðu og ég hafði ekki heyrt neitt og bjóst í raun ekki við að fá svar einu sinni, þar sem ég hafði enga reynslu af kennslu. En svo kom allt í einu tölvupóstur í byrjun janúar, 4. jan., og í honum var ég beðin um að koma í viðtal daginn eftir, sem ég og gerði og fékk vinnuna. Ég fer einu sinni í viku að aðstoða við kennslu. Ég er svo þakklát fyrir að fá þetta tækifæri, ég var án efa ekki hæfasta manneskjan í starfið, rétt að byrja í BA námi og engin reynsla af kennslu. Ég er líka stolt að hafa verið valin. Ég held að þó að ég sé ekki allveg með sjálfri mér þessa dagana, þá hafi þetta tækifæri verið akkúrat það sem ég þurfti í byrjun ársins. Ég er búin að mæta til kennslu þrjá miðvikudagsmorgna í röð, og ég verð að segja að það hefur verið frábært! Þó að það hafi verið spenna og stress í byrjun þá er svo mikil hvíld fyrir mig að vera þarna. Mér finnst ég eiginlega bara allveg vera endurnærð eftir hvern tíma. Þetta eru nokkrar af þeim fáu klukkustundum sem ég er ég sjálf, öll vandamál og áhyggjur, og magnleysi á bak og braut í einn og hálfan tíma í röð. Það er bara svo upplífgandi. Ég held líka að mér gangi bara vel, ég er búin að fara yfir verkefni frá nemendum og allt saman.

Í augnablikinu á meðan ég skrifa þessa bloggfærslu, sofa Sætur, Jafnsætur og Þriðji á maganum á mér með loppur á vinstri framhandlegg mínum. Svoleiðis er hann Zorba, honum finnst gott að kúra þegar hann er þreyttur, en þess á milli er hann mikill fjörkálfur og leikur sér mikið. Hann gefur stóra frænda sínum Blettatígurnum líka lítið eftir, því hann er úrvals spretthlaupari!

Smá mynd af dýrinu að skoða nýju klórustöngina sína. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Úlsí

Mér finnst frábært að þú fékkst starf aðstoðarkennara í HÍ og skólinn ekki síður heppinn að fá þig í starfið! Njóttu þessara tíma á miðvikudögum - þetta er svo gaman! Ég held líka að þú hafir gott af að fara í skólann og mér þykir vænt um hvernig kennarar þínir hafa tekið á málunum. Aukin orka kemur - vittu til! Satt best að segja hef ég verið svo stolt af þér, elsku ástin mín.

Ég elska krúttið hann Zorba. Hann er svo skemmtilegur og ótrúlega góður við gömlu frænku sína :o) Ég sé að þú hefur aldeilis dekrað hann með þessari klórustöng sem er líka með húsi!! Er hann búinn að éta allar mýsnar sem ég gaf honum?

knús,

Ólöf

Ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 00:50

2 Smámynd: Úlfhildur Flosadóttir

Hann elskar að leika sér með mýsnar, ein músin er komin á felustað sem ég veit ekki enn hver er, hann fær bara að hafa eina af músunum þínum í gangi í einu, þannig að fyrir utan þessa földu hefur hann eina á gólfinu sem hann eltir tíminum saman! Hann er samt ekki alveg búinn að fatta klóristöngina. Ég er búin að sína honum hana, setja uppáhaldsdótið hanns inn í húsið og ofan á. Hann sækir samt ekki dótið, hann virðist vera eitthvað hræddur við þennan nýja "aðskotahlut", enda er líka mun skemmtilegra að leggjast á lyklaborðið á tölvunni minni og senda allskonar óskiljanleg skilaboð fyrir mína hönd á Facebook!

Úlfhildur Flosadóttir, 4.2.2011 kl. 10:58

3 identicon

Óskar og Íma búin að horfa, tja ... svona tuttugu sinnum á Zorba, og værum til í fleiri svona vídeó. Hlökkum rosalega til að hitta hann, veit að Óskar mun ekki ráða sér fyrir kæti. Svo væri ég líka til í að lesa óskiljanleg skilaboð frá Zorba á FB : )

Hvíldu þig vel elsku Úlsa púlsa. Dáist svo að þér og myndi vilja senda David í íslenskutíma til þín. Spurning hvort við getum ráðið þig til heimilisins einn góðan veðurdag til að kenna manninum móðurmálið. knús xxxx

Íma Þöll (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 17:15

4 identicon

Gaman að heyra að þú ert orðin aðstoðarkennari kæra frænka, þú stendur þig vel eins og alltaf, Kisi þinn flottur, gangi þér allt í haginn.

kveðja

Jóhanna

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband