Lata stelpan sem er ekki nógu dugleg og þarf að leggja harðar að sér

 

Kastljós kvöldsins hefur komið mér til hugsunar. Umfjöllun um stöðu drengja í grunnskólum, 80% þeirra nemenda sem þurfa séraðstoð eru drengir. Hvers vegna þurfa færri stúlkur á séraðstoð að halda? Ég hef ekki kannað það né lesið mér sérstaklega til um það, en ég leyfi mér samt að draga ályktanir af eigin reynslu. Ég er sannfærð um að það séu allveg jafn margar stúlkur sem þurfi á séraðstoð að halda í grunnskólunum og drengir. Ég tel mig vera eina af þeim stúlkum sem hefði átt að fá séraðstoð en fékk hana ekki. Og ég er sannfærð um að ég hafi ekki fengið aðstoð vegna þess að ég hef rangt" kyn, og á ég ekki við líffræðilegan mun. Vandamálið var í raun ekki skólans heldur samfélagsins.

Það byrjaði á fæðingadeildinni vorið 1988, þegar jafnréttissinnaðri móður minni fannst minn grátur vera fegurri en hinna barnanna (sem er náttúrulega mjög eðlilegt þar sem ég var hennar barn), en á sama tíma fannst henni að drengirnir á deildinni öskra bara, ekki gráta. Þessa daga vorið árið 1988 var ég sett inn í bleikt kynjamunstur. Bleikt plast merki, sem á stendur dóttir, var sett annaðhvort um handlegginn eða fótlegginn á mér svo það færi nú örugglega ekki á milli mála hvernig fólk ætti að koma fram við og hegða sér gagnvart þessari nýju manneskju. Fólk átti að geta gert sér væntingar til mín útfrá þessu bleika merki. Um leið og móðir mín hugsaði um að börnin með bláu merkin öskruðu en grétu ekki pent, var hún búin setja samfélagslegt merki á börnin, sem síðan helst á þeim út allt lífið. Drengir eiga að vera meira áberandi, þeir öskra á fæðingadeildinni, á meðan stúlkur gráta. Ýmis önnur kynbundin einkenni eru sett á ungabörnin, stúlkubörn eru lítil og sæt, drengirnir, stórir, sterkir og myndarlegir. Stelpur eiga að vera prúðar, stiltar, samviskusamar og umfram allt duglegar. Strákar eiga að leika sér aktívt,hlaupa um og hafa hátt, stafla legókubbunum upp í háan turn til þess eins að fella hann niður meið eins miklum hljóðum og hægt er. Ég er nokkuð viss um að sama er upp á teningnum í grunnskólunum, bara í nokkuð annarri mynd. Strákur sem á tildæmis erfitt með lestur, gæti tekið upp á því að fara að láta meira fyrir sér fara og það þykir bara allt í lagi, hann er jú drengurinn sem öskraði á fæðingadeildinni. Strákar eru og verða strákar. En stelpa sem á við sama lestrarvandamál að stírða, hvað gerir hún? Það er jú ótækt að hún fari að vera með læti, ég stórefast um að hún kæmist upp með það í skólastofu. Hún á jú að vera stillt og þæg og hegða sér eins og stúlku ber. 

Nú tala ég útfrá minni reynslu og dreg ályktanir útfrá henni.  Ég greindist lesblind og með talnablindu á hærra stigi þegar ég var 18 ára, það þykir frekar seint. Út allan grunnskólan fékk ég að heyra að ég skrifaði ekki nógu vel, las ekki nógu mikið, gat ekki reiknað einföld dæmi (allt þetta getur verið einkenni námsörðuleika). Ég var svo viss um að eitthvað væri að mér og þegar ég stakk upp á því að ég gæti átt við lestrarörðuleika að stríða, var ekki hlustað á mig. Því þægar stelpur eiga ekki geta verið svona ófullkomnar og átt við svona stráka" vandamál að stríða. Ég átti bara gjöra svo vel að vera duglegri og leggja harðar að mér. Og þar sem ég var góð stelpa og samviskusöm, potaði ég mér í gegnum skólann á samviskunni. Þetta gekk líka svona í framhaldsskólanum. Þar fékk ég að heyra að ég væri ekki nógu dugleg, að ég væri löt og ætti bara að leggja harðar að mér. Það grunar engan þægu stelpuna sem hefur haft það hlutskipti að vera róleg, þæg og dugleg, síðan hún fékk bleika miðann sinn á fæðingadeildinni.             

Í mörg ár áður en ég fékk greininguna mína, grét ég mig í svefn yfir ófullkomnun minni, að vera svona hryllilega löt og ódugleg! Stelpur eru líka lesblindar. Hlustið á stelpurnar, grunið þær, ekki láta umbúðirnar og samviskusemina blekkja!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband