Útilega í Houens Odde

Sunnudagurinn var frekar undarlegur. Dagurinn byrjaði með nánast engu í morgunmat, Torben hafði útbúið morgunmat aftur. Allir kvörtuðu. Ég vaskaði upp eftir morgunmatinn en þegar ég kom aftur upp í herbergið mitt þá var rafmagnið farið. Þetta var svo skrítið því það var rafmagn á ganginum, það var mitt hergbergi herbergið við hliðina á, klósettin og sturtan. Ég hafði ætlað bara að hangsa og gera ekkert, en af því að það var ekkert rafmagn þá ákvað ég að púla bara aftur á þrekhjólinu. Þegar það var búið var rafmagnið ekki enn komið á. Ég ætlaði í sturtuna en það var ekkert ljós í sturtunni minni þannig að ég ákvað að fara í hina sturtuna fyrir ganginn minn. Ég verð að segja það að þetta var besta sturta sem ég hef farið í síðan heima á Íslandi um jólin. Ég var búin að gleyma því hvernig það er að þurfa ekki að halda sturtuhausnum uppi sjálfur og hvernig það er að hafa allmennilegan styrk. Þetta var hápunktur dagsinns. Síðan fór ég að velta því fyrir mér hvað ég ætti að gera. Fékk þá þá hugmynd að setja tölvunu mína í samband fram á gangi. Ég gerði það og sat síðan með tölvuna á gólfinu í herberginu mínu, því snúran náði ekki að skrifborðinu. Mér fannst þetta ansi skrítið þarna um kvöldið ég sat við tölvuna í rafmagnsleysi með nokkur stór kerti í kringum mig. Það gerðist eitt á sunnudagskvöldið í kvöldmatnum. Gitte hafði komið til að elda fyrir mannskapinn. Allt sem hafði verið sett á borðið kláraðist. Það held ég að hafi aldrei gerst áður. Gitte undraði sig á þessari sjón, fannst þetta furðulegt og spurði hvað hefði gert það að verkum að allt hefði klárast bara svona einn tveir og þrír. Ástæðan var morgunmaturinn fyrr um daginn. Allir voru bara glorhungraðir.

Ég byrjaði gærdaginn í danstíma, meiri ballet. Ballet spor eru ekki auðveld! Cheri er samt rosalega þolinmóð þegar við þurfuð að endurtaka aftur og aftur. Síðan var komið að hádegismat. Við Íslendingarnir erum í uppvaski þessa viku. En við vorum þvílíkt óheppin í gær. Við áttum að leggja af stað í útileguna klukkan eitt. Það var svo mikið uppvask í gær að það er ekki eðlilegt. Við báðum stelpur af söngleikjabrautinni að hjálpa okkur, svo við gætum haft okkur til, en þær sögðust þurfa að syngja. Þær voru ekki að gera neitt. Það var bara ein þeirra sem var í söngtíma. Þannig að þær hjálpuðu okkur ekki. En klukkan um klukkan rúmlega eitt vorum við búin og áttum þá eftir að hafa okkur til. En eftir það var brunað með okkur af stað. Þetta var samt alveg í lagi. Rikke átti að keyra okkur en bíllinn hennar vildi ekki fara í gang þannig að Torben þurfti að fara fleira en eina ferð. Við þurftum semsagt að bíða eftir honum á meðan hann keyrði annað holl. Þeir sem báðu voru ég, Berglind, Sonia, Monika, Rasmus og Mairden. ÞEgar við vorum komin á útilegusvæðið sem er eitthvað skátasvæði sme er 20 kílómetra héðan, þá fórum við strax af stað í leiki. okkur var skipt í lið eftir línum. Ég var í appelsínugulu liði með Berglindi, Dömlu, Moniku og síðan kínverska stráknum Mairden hann þurfti að vera með okkur til að það væri jafnt í öllum liðunum. Síðan var media liðið og explorer liðið. Við byrjuðum á því að keppa í því að skjóta með boga og örvum. Það var einhvernvegin auðveldara en ég bjóst við. Ég hitti allaveganna spjaldið öll þau 6 skipti sem ég skaut. Mitt lið tapaði samt í þessu. Síðan var komið að því að kasta öx. Við áttum að reyna að hitta viðardrumb með exinni. Það er hinnsvegar hryllilega erfitt ég prófaði tíu sinnum og öxin snerti drumbin einu sinni. Mitt lið tapaði líka í þessu. Þetta var utandyra og það var rigning en það skipti engu máli. Eftir þetta hélt gamin áfram. Við áttum næst að hífa upp stóran trjábol upp hæð, með reipi og talíu. Við áttum að finna sjálf út hvernig við ættum að fara að þessu. Þetta var ekki auðvelt því það var svo mikil drulla og leðja útaf rigningunni og auðvitað rann maður til og datt. Þetta var nokkuð sem mitt lið gat auðveldlega og fljótlega. Síðan var komið að því að ganga á reipi yfir smá tjörn. Það var búið að strengja tvö reipi yfir vatnið. Eitt til að ganga á og annað til að halda í. Það að ganga yfir átti að vera það erfiða. En það erfiða fyrir mig að var að komast upp á reipið en þega það var komið ver þetta ekkert mál... Eftir þessa þraut var mitt lið búið. Við söfnuðumst þá saman á plani þarna á staðnum. Það biðu flestir eftir því að Jesper og explorer liðið kæmu til baka eftir að hafa tekið niður reipin. Það tók svona hálftíma. Joan media kennarinn sem skipulagði þetta.( Hver segir að tölvunörd geti ekki líka verið útivistarfólk?) Hún spurði þarna hvort enginn kynni neina söngleiki, það er leiki þar sem er sungið og hreyfingar með. Enginn sagðist kunna neitt. En það er gott að hafa Íslendi með í för því við redduðum þessu. Bara Hókí-pókí. Við kenndum þeim Hókí-pókí en sungum það ensku. Öllum fannst þetta rosalega gaman. Danirnir þekktu leikin en í dönksu heitir hann Búgí-vúgi. Ungverjarnir og Pólverjarnir höfðu aldrei heyrt um þennan leik áður og þeim fannst held ég skemmitilegast og í klukkutíma eftir á voru Damla og Sonia enn sönglandi lagið "...You put your left foot in, you put your left foot out, in, out, in, out and shake it all about. We do the hokey pokey and turn ourselves around. That's what it's all about.." Eftir hókí-póki kenndum við þeim höfuð, herðar, hné og tær. Allir skemmtu sér vel í líkjum í boði Íslendinganna. Hvar væri heimurinn staddur ef það væru ekki Íslendingar :) Við gengum svo aftur á útilegu svæðið. Kveiktum eld og biðum svo eftir því að Torben kæmi færandi hendi með kvöldmat. Það var súpa. Öllum fannst súpan mjög góð. Ég heyrði einhvern segja að þetta væri besta súpa sem hann hefði nokkurntíma fengið. En ég held að megin ástæða þess að allir elskuðu súpuna svona rosalega hafi verið sú að hún var heit og þeim var kalt. Um kvöldið sátum við í kringum eldinn. Bökuðum flétturbauð yfir eldinum og spjölluðum. Mér tókst að bræða gat á utanyfirbuxurnar sem Joan lánaði mér. Ég var ekki það nálægt eldinum, þær bara ofhitnuðu. En það var allt í lagi. Við sátum þarna í kringum eldinn, sögðum draugasögur, ræddum fram og til baka draugana í Snoghøj. Síðan tók himininn upp á þvi að fara að snjóa. Af einhverri ástæðu fórum við að syngja jólalög. Ég fór í háttinn snemma rétt fyrir 11 held ég. Flestir fóru þá. Við vorum ekki í tjöldum heldur voru skýli þarna og við vorum í þeim. Skýli með þaki og þreimur veggjum. Ég svaf ekki vel, var stöðugt vaknandi. Gólfið, það var ekki beint gólf því það var ekki hægt að standa í skílinu, botn er kannski betra orð, var svo harðt og óðægilegt. Það var erfitt að finna góða stellingu. Flestir vöknuðu um sjö leitið en ég vaknaði rétt fyrir það. Ég sat í svefnpokanum mínum( Gamli svefnpokinn minn, sem hún mamma mín á reyndar er þúsund sinnum betri en þessir nútíma svefnpokar, hlýrri og maður þarf ekki að vakna til þess að skipta um stellingu) þegar ég heyrði Gabor segja í öðru skýli að þetta hafi verið versta nótt sem hann hafi nokkurntíma upplifað. Allir Þeir sem heyrðu til hans voru sammála. Í morgun kveiktum við svo aftur smá bál hituðum hafragraut, fórum síðan í tvo leiki. og tókum síðan saman og fórum af svæðinu klukkan 11 þegar þrír bílar komu og sóttu okkur. Þegar við komum í skólan var það fyrsta sem flestir gerðu að fara í heita sturtu, en ég beið með þangað til eftir hádegi. Mér veitti nú samt ekkert af sturtu þar sem ég var eins og ég hefði vísvitandi lagst ofan í leðjubing og velt mér uppúr honum. Maturinn hvarf af matarborðinu á sama hátt og hann hafði á sunnudagskvöldið. Ferðalagarnir voru svangir. Eftir hádegismat vöskuðum við Íslendingarnir svo upp. Eftir það fór ég í góðu sturtuna og síðan svaf ég í tæpa 3 tíma á milli þrjú og sex. Þetta eru búinir að vera tveri mjög langir dagar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband