ái maginn minn...

Jæja, það er kominn þriðjudagur. Við byrjuðum daginn í dag í tíma með Jesper. Við horfðum á Farenheit 9/11 myndina hans Michaels Moore. Ég bara skil ekki af hverju ég hef ekki séð hana áður. Mér fannst hún mjög góð.  Hann segir í myndinni frá því hvernig bandaríska þjóðin og heimurinn hefur verið blektur í samandi við Íraksstríðið. Og hvernig amerísk ungmenni eru göbbuð inn í herinn. Alveg hreint hræðilegt.

Eftir hádegismat var húsfundur. Um leið og við vorum búin að syngja lag dagsinns og Torben var búinn að spyrja hvort það væru einhver skilaboð þá rétti Berglind strax upp hönd. Henni lá mikið á hjarta. Hún vildi ræða klósettmálið sem er í ganginum okkar. Við ræddum þetta held í allavegnna 10 mínútur þarna og Torben sagði bara hreint út að hann vissi ekki hvað hann ætti að gera í þessu máli. Hann sagði að fjögurra ára dóttir hans ætti ekki einusinni í vandræðum með klósettferðir. Svona vandamál hefur ekki komið upp í skólanum áður. Við vorum að reyna að finna lausn á málinu. Læsa baðherbergjunum á gangingum. En þá mótmæltu íbúar hinns gangsinns og sögðu að þá mundi vandamálið bara færast yfir á þeirra gang. Þannig að það var afskrifað. Ein hugmyndin var að læsa öllum baðherbergjunum. Sú hugmynd féll heldur ekki í kramið. Þetta gekk svona þangað til hugsanleg lausn fannst. Torben fer með alla strákana í skólanum og útskýrir málið fyrir þeim. Þetta er bara erfitt mál, sem erfitt er að finna lausn á eða sætta sig við. En hvað um það. Málin sem eru tekin fyrir á hverjum fundi. "Mamma ykkar er ekki hér til að taka til og þrífa eftir ykkur" Glösin eru bara til að drekka drykki úr. Jógúrt teljast ekki til drykkja. Og ef maður er með jógúrt í hvaða íláti sem er þá að skola strax úr ílátinu þegar maður er búinn að borða í stað þess að skilja ílátið eftir svo allt storkni í því. Þetta er aðal málið núna. Og síðan það klassíska að ganga frá hlutum á sína staði eftir notkun á þeim. Og að fikta ekki í tengingum í sjónvarpherberginu. Það hefur ekki verið hægt að horfa á neitt í lit þar inni síðan á laugardaginn.  Hell Can Wait a While tekur á þessum málum. Síðan var það líka rætt að morgunmatur er bara til klukkan 8:45 og allir sem ætla sér að borða morgunmat eiga að vera búin þá. Ég veit þetta af reynslu þvi ég var nokkrum sinnum rekin út ásamt öðrum þegar við vorum bara að spjalla og drekka te eða kaffi eftir að hafa borðað morgunmat. Það var semsagt verið að minna okkur á þessa reglu. Ég skil reyndar ekki hvað munar svona rosalega um eitt korter en það er greinilega eitthvað.

Eftir fundinn var svo tími með Gitte og hvað get ég sagt annað en "á maginn í mér".  Við héldum áfram í æfingunum. Hún lætur okkur sko finna til í öllum vöðvum líkamans. Við gerðum svakalegar magaæfingar fyrir öll svæðin í maganum sem gerði það að verkum að ég fann til í enda tímanns. Mér líður eins og hluti af maganum á mér sé léttari en hinn. Mér kæmi það ekki á óvart ef ég vaknaði með harðsperrur á morgun. Annars er ég eiginlega alveg hætt að fá harðsperrur eftir þessar æfingar. Merki þess að ég er að komast í betra form held ég.

Ég fékk síðan líka að vita það að ég er að fara í útilegu næsta mánudag. Fegin að þetta er núna á mánudaginn en ekki vikuna þar á eftir. Því á þriðjudeginum eftir tvær vikur þá er ég að fara á tónleika. Jæja en við förum á mánudaginn, lærum að skjóta með boga og sleggjukast og ýmislegt annað spennandi. Við komum síðan til baka á þriðjudaginn. Við förum með Media línunni og Explorer línunni. Þetta verður ábyggilega gaman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband