haustönn 2007 í stuttu máli

Jæja, hvað get ég annað sagt en jæja. Ég hef víst ekki bloggað neitt í óratíma, tvo mánuði, svo ég sé  nákvæm.

Ég er búin að vera í skólanum. Hann er barasta betri en mig minnti.  Ég er búin að lesa Pride and Prejudice í ensku. Það var nú gaman, og svo er ég líka búin að horfa á fræbæru þáttaröðina frá BBC.
Eins og fram kom í síðasta bloggi, þá er ég í dönskum kvikmyndaáfanga þar sem við horfum á danskar bíómyndir. Ég er núna búin að sjá svo danskar myndir. Ég verð samt að viðurkenna, að bráðlega verð ég búin að fá nóg af Mads Mikkelsen. Annars gengur mér ofsa vel í dönsku, ég held ég sé sko miklu betri en flestir. Í síðustu viku vorum við með munnlegar kynningar. Við áttum að velja eina danska mynd og kynna hana fyrir hópnum. Ég valdi að tala um myndina Barböru. Það er dönsk mynd gerð eftir færeyskri sögu eftir Jørgen Frantz Jacobsen. Ég er búin að sjá myndina það oft að ég þekki hana næstum alla í gegn. Ég gróf líka bókina upp á bókasafni og las hana. Ég held ég hafi skorað þónokkur stig hjá kennaranum fyrir að hafa valið mynd sem enginn þekkti. Ég held ég hafði líka fengið plúsa fyrir að hafa talað um myndina, án þess að hafa blað til stuðning, en ekki verið með nefið ofan í blaði og lesið upp það sem stóð á blaðinu (margir gerðu það). Ég held ég hafi líka fengið stig fyrir það að vita "allt" um Barböru og geta svarað nánari spurningum um efnið. ....híhí

Ég er með félagsfræði kennara sem fer oft í taugarnar á mér. Hann talar svo vitlaust, hver málvillan á fætur annarri. Síðan blaðrar hann líka um það hvað vesturbærinn sé besti hluti Reykjavíkur, KR sé besta íþróttaliðið. Og hvað Vestmannaeyjar eru frábærar.  Síðan er eins og það hvarfli ekki að honum að það sitji fólk þarna inni sem stefnir ekki á félagsfræði í háskólanum. Ég held að það hvarfli varla að honum að ekki eru, allir í hópnum á félagsfræðibraut. Ég er á málabraut og stefni ekki á félagsfræði í háskólanum. En ég geri mitt besta við að leiða þetta hjá mér, það gengur reyndar bara mjög vel.

Næsta umfjöllunarefni er saga. Það er búið að breyta þessum söguáfanga mjög mikið síðan ég var í honum síðast. Í fyrsta lagi er búið að minnka kennsluefnið til muna. Það er bara ekki raunhæft að ætla sér að kenna sögu frá 4 milljónum fyrir Krist til 1800 eftir Krist, á einni önn. Kennarinn sem ég er núna með er líka miklu skemmtilegri, hann er sætur og talar við okkur og spjallar um námsefnið. Tímabilin sem eru tekin fyrir eru lok Miðalda og byrjun Nýaldar. Ef ég á að segja satt þá finnst mér gaman í sögu núna, eins og ég var búin að kvíða þessum áfanga. Kennarinn hann er líka sérfræðingum í sögu Suður-Ameríku og Kúbu. Hann veit allt um Che Guevara og Fiedel Castro. Síðan er hann líka guide. Hann ferð með fólk í ferðir um Kúbu. 

Það er líka fínt að vera í þýsku, það er frekar auðvelt, ekki mikið vesen. Ég var í þýsku tíma í gær, og það vildi svo til að ég fékk allt í einu hiksta. Ég var að reyna að halda niðri í mér andanum til að losna við hikstann. Stelpurnar sem sitja með mér fóru að hlægja út af því. Síðan stoppaði kennarinn, hún Vala, að segja frá því sem hún var að segja frá um Berlin, og spurði hvort einhver væri með hiksta. Það varð alger þögn inni í stofunni, mér kom þetta svo á óvart að hiksta hikstinn hvarf, en ég gaf mig fram. Hún sagði þá að það væri ekkert fyndið við það að vera með hiksta, það væri alveg eðlilegt að fólk fái stundum hiksta. Síðan sagði hún mér að mætti alveg hiksta. Mér fannst þetta hálf vandræðalegt en samt fyndið.

Í síðustu viku var ég að velja þá áfanga sem ég vil vera í á næstu önn. Ég valdi heilan helling, ég er sko farin að huga að því að klára þetta dæmi.  Ég vona að ég komist í allt það sem ég valdi. Ég valdi þrjá skylduáfanga, íslenskuáfanga með aðeins nýrri bókmenntum en Njálu, þýsku og eðlisfræði fyrir málabraut og félagsfræðibraut. Síðan valdi ég kjörsviðsáfanga. Ég valdi danskan taláfanga, ég verð mjög pirruð ef ég kemst ekki í hann, ég er búin að hlakka til að komast í hann síðan held ég á fyrstu önninni. Hann er heldur ekki kenndur á hverri önn. Síðan valdi ég yndislestur í ensku, þar eru lesnar venjulegar bækur og síðan segir maður kennaranum frá þeim, eða eitthvað þannig. Ég valdi líka enskan orðaforða áfanga. Ég er nokkuð viss um að ég hafi ekki neitt að gera í þann áfanga. Mig vantar bara auka einingar. Mér er eiginlega búið að leiðast í ensku í MH hingað til. Áfangarnir hafa verið heldur léttir fyrir mig. Ég sá auglýsingu með lýsingu á þessum orðaforðaáfanga, þar voru sýnd dæmi  um orð sem verða tekin fyrir, sum þeirra voru orð sem ég var sko með á hreinu í tíunda bekk eða í fyrsta enskuáfanganum.  Ég hef ekki miklar væntingar til þess að læra margt nýtt í þessum áfanga, frekar en í öðrum áföngum í ensku sem ég hef verið í.
Síðan valdi ég svona varaval til að hafa til vara ef ég kemst ekki inn í eitthvað af ofantöldu. Þar valdi ég skylduáfanga í sögu(ég vonast til að fá sama kennara aftur). En síðan valdi ég nokkuð merkilegt, sem mig langar í, ég vissi ekki að þessi áfangi væri til, það er yndislestur í dönsku. Ég hef velt því fyrir mér hverslags fólk velur eiginlega þannig áfanga, mig langar til að komast að því, ef ekki á næstu önn þá einhvern tíman seinna..

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ sæta. Gaman að lesa um skólapælingar. Mér finnst ekki svo langt síðan ég var í MH þegar ég les þetta, en það er víst lengra en mig langar að muna. Mikið fannst mér alltaf leiðinlegt í sögu, alveg hræðilega leiðinleg kennsla í því fagi. En ég var einmitt með einn sætan og skemmtilegan kennara eina önnina og það gerði gæfumuninn. Mér fannst félagsfræðin hinsvegar alveg ótrúlega skemmtileg, enda hef ég óendanlegan áhuga á mismunandi menningarsamfélögum heimsins.

Ég hlakka síðan til að sjá hvað þú gerir með alla þessa góðu tungumálakunnáttu.

KNÚS frá blíðviðrinu í Boston,

Ímsí (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 18:41

2 identicon

Hej søde!

En gaman að finna nýlegt blogg. skemmtilegar pælingar og athyglisvert val. Mér finnst gaman hvað MH er farinn að bjóða upp á skemmtilega kúrsa. Efter brylluppet er æðisleg mynd. ég hágrét yfir henni og Mads Mikkelsen og Sidse Babett Knudsen og ekki síst svíinn Rolf Lassgård eru frábærir leikarar. Auðvitað koma alltaf myndaseríur með sömu leikurum í svolítinn tíma og svo breytist það og gamlir koma aftur meira inn og þá nýjar breytingar með ungum og ferskum leikurum...en athugaðu að t.d. Githa Nörby hefur leikið sleitulaust frá því á sjötta áratugnum. Ég verð að sýna þér Peters Baby, sem ég er með hér heima - ótrúlega fyndin og eðal dönsk mynd. Hún er á hundgamalli spólu.

Jæja besta að athuga koddann aftur - er búin að liggja andvaka í tvær klst.

Gúdd næt

Ó.

Ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 03:17

3 identicon

Heil og sæl sætust

Sakna þess enn að sjá ekki nýtt blogg

Vona að þú hafir ekki verið stungin af ro-stungi. ; )

Ó.

Ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband