Jæja

jæja já, er kominn tími fyrir blogg?
Það er nú bara þannig að nánast ekkert markvert gerist hér á Íslandi, í öllum hversdagsleikanum.
Ég er byrjuð á fullu í skólanum.  Ég er í íslensku, ensku, þýsku, félagsfræði, sögu, dönskum kvikmyndaáfanga og jóga.

Margt hefur breyst í MH síðan ég var þar síðast. Heil ný bygging, sem ég kynnist smátt og smátt. Það er komið nýtt bókasafn og um daginn átti ég í erfiðleikum með að rata út af bókasafninu. Í dag kynnti ég mér líka einn af fjölmörgum íþróttasölum skólans. Já skólinn sem er búinn að vera án íþróttahús í fjölda ára er kominn með 4 íþróttasali mismunandi stóra auðvitað. Ég var í jóga í fyrsta sinn í dag. jóga er í íþróttasal 2, lítill salur. Það eru náttúrulega líka búningsklefar með skápum og sturtum. Ég bjóst við að jógað yrði erfiðara. Jóga er nú bara eins og að sofa í samanburði við Body balance. Það var bara ein stelling sem tók á og var erfið í dag. annað var bara easy peasy. Eða kannski er ég bara i ágætis formi.

Í ensku erum við að lesa leikritið Amadeus eftir Peter Shafer um Mozart. Það er bara fínt. En dönskuáfanginn menn er samt sá sem ég er hrifnust af á þessari önn. Þar horfum við á danskar bíómyndir. Við erum nú þegar búin að sjá 3 myndir. Ledsaget, Lotto og Den gode strømer. Mis góðar. Sú sem mér fannst best af þessum var Lotto.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ! Ég var einmitt að hugsa um hvers vegna Þú ekki var að skrifa. ;) Läser hellre din blogg än t.ex. mbl.is - lättare att förstå. Börjar inte min kurs i isländska förrän i oktober och för tillfället kämpar jag med nationalekonomin. Du får gärna skriva några rader om du har lust ... Du har ju min mailadress och så.

Tore frá Svíþjóð (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 19:45

2 identicon

Hæ elskan, gaman að lesa blogg frá Íslandi. Ég trúi því ekki að MH sé kominn með fjóra íþróttasali, það er magnað. Það var alltaf alger kvöl og pína að þurfa að slagast inní Valsheimili í hvaða veðri sem var. Það voru margir sem skrópuðu í leikfimi í þá daga, og ef það hefði nú verið boðið upp á jóga þá hefði ég nú verið glöð. Annars voru leikfimiskennararnir mjög góðir í MH, ekkert út á þá að setja.

knús

ímsí (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband