Fullkominn ferðamáti....

Ég bara má til með að tjá mig um hjólreiðamennsku í Reykjavík. Hugsanir mínar koma hér í belg og biðu.
Ég fer flestra minna ferða á hjóli eða á tveimur jafn fljótum. Mér finnst frábært að hjóla og ganga og hvet alla til að gera það daglega. En á ferðum mínum um Reykjavík hef ég séð og komist að ýmsu.  Ég geng allan ársins hring, hvort sem það er sólskin, rok, rigning eða sjónkoma af einhverju tagi. Ég hef tekið eftir því að sumu fólki finnst það stórskrítið að maður gangi sjálfviljugur í vinnu eða skóla, eins og í mínu tilviki. Fólki finnst 0°C vera of kalt til að ganga eða hjóla. Það þarf ekkert að vera, manni hlýnar jú við það að hreyfa sig, og síðan er líka hægt að klæða veðrið af sér.
Annað sem ég hef tekið eftir er að fólk gónir rosalega á mann þegar maður er með reiðhjólahjálm. Ekki svo mikið þegar maður er að hjóla,  heldur frekar ef maður er einhverstaðar, nýkominn út úr húsi og er að setja á sig hjálminn til að taka af stað. Ég skil ekki af hverju fólk þarf að glápa svona. Mér dettur bara ekki annað til hugar en að nota hjálm í Reykjavík. Ég treysti ekki íslenskum bílstjórum til að keyra ekki á mig.
Mitt persónulega álit er að fólk ber almennt ekki tillit til gangandi vegfarenda og hjólreiðafólks í umferðinni.  Ég hef lent í því að vera að fara yfir á gönguljósum á gatnamótum.  Græni karlinn var kominn og ég var við það að fara yfir þegar bíll kemur úr sömu átt og ég, bara af götunni,það var líka grænt á hann,(gangandi fá ekkert forskot á þessum ljósum) og i þann mund sem hann er að keyra beint í veg fyrir mig,  þá gefur hann mér fingurinn og flautar og gefur í.  Mér hefði verið bara nokkuð sama þótt hann hefði bara keyrt í veg fyrir mig, það gerist nokkurn veginn daglega, en mér finnst full mikið að gefa manni fingurinn. 

Það þarf nauðsynlega að breyta viðhorfi fólks til hjólreiðafólks og gangandi vegfarenda. Við erum líka vegfarendur og ættum að njóta okkar réttinda til að vera í umferðinni. Það sárvantar betri gangstéttir sumstaðar í borginni. 50 ára gangstéttir sem eru útúr sprungnar og úr sér gengnar eru bara ekki að gera sig. En ég held samt að þó svo að stígar/akreinar fyrir hjólreiðafól meðfram götum, svona eins og er búið að gera í Lönguhlíð, væru fínir, þá held ég að þeir mundi ekki gagnast sem skildi, fyrr en fólk fer að hugsa um það fólk sem velur að keyra ekki. Eins og ég sé hlutina í dag, þá finnst mér að það væri rugl að fjölga svona stígum. Ég hef séð fólk leggja bílum þarna eins og þetta séu bílastæði.  Ég mundi frekar vilja bæta gangstéttir og breikka þær eins mikið og mögulegt er þannig að þær gætu nýts öllum. Helst þannig að hjólreiðamaður og manneskja með barnavagn gætu mæst á stéttinni án þess að nokkur þurfi að vera í þrengslum eða þurfa að fara út á götu.


mbl.is Keyrð niður á merktri gangbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Heyr, heyr.  Mjög gott að rödd fleira sem hjóla og ganga heyrist.  Mér sýnist þessi færsla vera ágætis efni í aðsenda grein í blaði.

Það stórvantar að auka áróður fyrir rétt gangandi og hjólandi, gagnsemi, persónulegur hagur  og raunsæi.  Síst ekki minnst eru margir sem njóta þess að nota líkamann að eiga það frelsi og öðlast þann ferskleika og snertingu við umhverfinu sem ganga og hjólreiðar veita.

En ég og margir sérfræðingar í  samgöngum hjólreiðamanna eru reyndar ekki alveg sammála öllu sem þú setur fram. Auðvitað er mjög gott og nauðsýnlegt að vera með breiða, góða og vel við haldna gangstéttir og stígar.  Sumir sérfræðingar eru á því að góðir hjólreiðareinar  efla hjólreiðar og þar með lýðheilsu, umhverfi borgarbrag, umferðaröryggi  og bæta efnahag heimila og landsins.   En aðrir  benda á aukandi vísbendingar byggða á rannsóknum, sem segja að hjólareinar (og hjólreiðar eftir gangstétt) veita minna öryggi á gatnamótum. Lang flestu og alvarlegustu slysin gerast einmitt á gatnamótum.  Skýringin liggur sennilegast í því að bílstjórar leita með augum fyrst og fremst eftir hættum gegn sjálfum sér, sem sagt aðrir bílar.  Aðrir sjá þeir hreinlega ekki, eða réttara minni likur er á því. Nema maður staðsetji sig í umferðina, á akbrautunum.

Landssamtök hjólreiðamanna og Íslenski fjallahjólaklúbburinn eru með verkefni sem heitir Hjólafærni og fáum breskan kennara til landsins 18.maí, með styrki frá meðal annars Menntamálaráðuneytinu.  Byggt er á breskum staðli um hjólakennslu og þeirri sýn að vanir hjólreiðamenn vegni best á götum, sérstaklega  þar sem hraðinn er ekki mikil. Meira um þetta á vefsíðu fjallahjólaklúbbsins (fjallahjolaklubbur.is )   og til dæmis í viðtali við varaformann mín í Landssamtök hjólreiðamanna Sesselja Traustadóttur. 

Við segjum ekki að allir eiga alltaf að hjóla á götu. Þetta fer eftir aðstæðum (m.a hversu þétt og hröð umferðin er) ,  færni hjólreiðamannsins,  þægindi og fleira. En þessi möguleiki að hjóla á götunni og færnin sem til þarf verðskuldar svo sannarlega að lyftast upp í vitund hjólreiðamanna, bílstjóra og stjórnmálamanna.

Og svo sprengjan : Ekki er allt sem sýnist varðandi hjólreiðahjálma.  Lesið til dæmis á Wikipedia eða leitið að "Bicycle helmet faq" ) Má ég þá frekar biðja um að menn efli markvisst þekkingu til að forðast slysin...  

Morten Lange, 9.5.2008 kl. 00:34

2 identicon

Hæ Úlfhildur.

Gaman að heyra í þér aftur, alltaf gaman að lesa bloggið þitt, þú ert svo góður penni.Sammála þér með hjálma ég nota alltaf hjálm þegar ég hjóla. Það þarf mikið að bæta umferðarmenninguna hér í henni Reykjavík,t.d. finnst mörgum  í lagi að leggja upp á gangstéttir og hefta för gangandi manna og hjólandi svo ég tali nú ekki fólk sem er í hjólastólum.Ég hitti pabba þinn í gærkvöldi hann var að sjálfsögðu  með hjálm. Við mættum taka okkur Dani til fyrirmyndar, þar er hjólamenning.

bestu kveðjur

Jóhanna frænka (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 11:44

3 Smámynd: Úlfhildur Flosadóttir

Takk Jóhanna fyrir að kíkja inn á bloggið mitt og gera athugasemdir, og gaman að heyra að þú hafir gaman af að lesa það.

Í sambandi við bíla sem lagt er á gangstéttum finnst mér verst að sjá fólk með barnavagna þurfa að fara út af gangstéttinni og út á götu. Báðir foreldra mínir hafa alltaf verið dugleg að nota hjálminn. Ég man fyrir svona 10 árum að einhver krakki sagði "Oj, mamma hennar Úlfhildar er með hjálm."  Þessi orð sitja enn föst í mér, því mér fannst svo sjálfsagt að hún notaði hjálm þegar hún hjólaði.

Úlfhildur Flosadóttir, 14.5.2008 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband