Jólafrí

Nú er ég opinberlaga komin í jólafrí, þó svo að tæknilega hafi ég verið í fríi síðan á miðvikudaginn í síðustu viku.  Mér gekk mjög vel í prófunum. Ég féll ekki í neinu í þetta skiptið. Það var líka það markmið sem ég setti mér í haust. Að ég mundi ekki falla í neinu á þessari önn. Lægsta einkunn sem ég fékk var 7 og sú hæsta 9.  Ég fékk 7 í félagsfræði, 7 í þýsku(búin að hækka mig um einn heilan þar), ég fékk 8 í ensku, 8 í jóga, 8 í íslensku(búin að hækka mig um 5 heila), 8 í sögu(líka búin að hækka mig um 5 heila þar) og síðan fékk ég 9 í dönsku. Ég er bara ofsa ánægð. Mest er ég ánægð með íslenskuna og söguna. Ég er búin að kvíða þessum blessaða sögu áfanga síðan ég féll í honum haustið 2004. En síðan núna er þetta ekkert mál. Mér finnst eins og ég hafi gert þetta án fyrirhafnar. Ég held ég hafi bara tekið upp skriffæri hæst tvisvar á önninni. Ég þakka árangur minn í sögu, breyttum sögu áfanga og betri kennara.  Ég bjóst nú við 8 og og 9 í ensku og dönsku. Þetta eru fög sem ég þarf nánast ekkert að hafa fyrir. Ég held stundum að ég sé með náðargáfu á þessu sviði, en ég held reyndar að staðreyndin sé sú að ég hef bara góða tilfinningu fyrir þessum tveimur tungumálum.  Ég er núna búin með alla skylduáfangana í ensku fyrir málabraut, þeir eru fimm. Og ef ég á að segja satt, þá er mér búið að leiðast í þeim öllum.  Það eina sem ég þarf að gera að lesa bækurnar sem eru í áfanganum og skrifa síðan smá tímaritgerð, það er ekkert mál. Var reyndar smá mál með Catcher in the Rye. Mér fannst hún bara svo hryllilega óspennandi og leiðinleg. Orðaforðaæfingar sem eru helmingur allra áfanganna hafa alltaf verið of auðveldar fyrir mig.   Ég held mér gangi svona vel í ensku af því Hafliði ensku kennari í Hvassó er góður kennari. Ég held það veitti ekkert af einu eintaki af honum í alla grunnskóla landsins. 

Ég fór í klippingu á föstudaginn. Ég stytti það um það bil um helming. Hárið á mér vex hratt, það var orðið ansi sítt, enda er langur tími síðan eitthvað var gert við það síðast. Ég fékk líka perm. Ég fékk stærri krullur núna en ég hef fengið áður þannig að það er meira bara liðað en krullað. Ég held ég fái mér samt frekar aðeins meiri krullur næst þegar ég fæ mér perm. Ég sat við vaskinn á hárgreiðslustofunni þegar kona var að setja festinn í hárið á mér, sagði að það væri sérstakt að fá svona unga stúlku í perm. Ég held hún hafi haldið að þetta væri fyrsta skiptið sem ég geri þetta. Ég sagði henni nú bara að ég hefði fengið perm nokkrum sinnum áður. Ég held það hafi komið henni á óvart. Málið er bara það stelpur á Íslandi í dag vilja hafa slétt hár. Þær mega ekki sjá eina bugðu í eigin hári og eru um leið komnar með sléttujárnið á loft. Nema ég, hárið á mér er svo slétt að mér finnst það óþolandi.  Spennur tolla t.d. ekki í því og mjúkar teygjur renna líka úr því.  Mér finnst bara betra að hafa krullað eða liðað hár, mín skoðun. Og núna á morgun er ég að fara í skol, svo það komi meiri litur í hárið. Ég er samt fegin þvi að minn náttúrulegi háralitur tók upp á því að dökkna af sjálfu sér fyrir nokkrum árum. 

Það var í fréttunum í dag að það væru menn komnir með kenningu um það að hið heilaga gral sé falið á Íslandi. Hversvegna í ósköpunum ætti það að vera hér. Ég á mjög bágt með að trúa þessu, en ég vil samt heldur ekki trúa kenningunni sem var t.d. borin fram í bók Dans Brown Da Vinci lykilinn. Það var líka þáttur á stöð 2 í kvöld um þetta mál. Ég horfði nú á þetta. Það er Ítali og Íslendingur sem hafa rannsakað þetta. Þeir segja að það séu dulkóðar í verkum Dantes, Da Vincis og Botticellis sem benda beint á miðhálendi Íslands.  Þeir tengja þetta líka Snorra Sturlusyni. Hann fór með flota skjaldaðra Austmanna í bardaga á Odda. Þessir tilteknu austmenn eiga víst að hafa verið musteris riddarar, sem voru hér til að planta kaleiknum/hinu heilaga grali. Þessi bardagi var víst sviðsettur. Riddararnir höfðu komist í samband við Snorra í gegnum Oddverja sem voru í París. Á svæði nálægt Kerlingafjöllum á víst að vera stór hvelfing þar sem góðsið er falið. Ég verð að segja að trúi ekki orði af þessu. Það á víst að bora þarna næsta sumar til að komast að sannleikanum. Ég meina af hverju hefðu musterisriddararnir átt að leggja það á sig að koma hingað til að fela kaleikinn?? Æ, er þetta ekki bara rugl.

Jæja ég held ég sé búin að blaðra nóg um skólann, hárið á mér og skrítna kenningu um hinn heilaga kaleik. Það verður samt að segjast að ég get vaðið úr einu yfir í annað í svona bloggi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með prófin, átti ekki von á öðru þú, ert örugleg mjög dugleg í öllu sem þú tekur þér fyrir,gott hjá þér að hafa sjálfstæða skoðun og fá þér perm... haltu áfram að vera bara þú sjálf, óska þér og mömmu þínn gleðilegra jóla og hafið það alltaf sem allra best.

Jóhanna frænka (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 12:27

2 identicon

Hæ sæta.

Gott að þú ert komin í frí. Þá hefurðu nægan tíma til að kíkja á borðskraut í föndurbókum og æfa þig fyrir jólin; ) Það væri nú fyndið ef Kaleikurinn væri nú eftir allt saman á Kerlingafjallasvæðinu... hmm!? Þú ert sæt nýklippt og með perm og ég gæti alveg trúað að það væri mjög flott og klæddi þig vel að fá meiri krullur. Þú athugar það bara næst. Best að drífa sig í morgunmatinn...sí jú

Ó.

olofjonsdottir (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 07:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband