10.1.2007 | 20:27
Ný önn í Snoghøj er byrjuð
Jæjæ, þetta blogg mun ekki ekki eingöngu vera um Ísland og Íslendinga. Það eru bara nokkrir nýjir nemendur og þar af er bara ein stelpa það er hún Berglind. En af því það eru nýjir nemendur byrjar nýtt spurningaflóð um Ísland. Og við þurfum að svara þeim. Allir strákarnir nema einn eru Danir. Sá sem er ekki Dani er Nepali.
Mánudagurinn var mjög afslappaður. Fyrir hádegi var bara smá fundur með Torben, síðan var frír tími til að gera hvað sem er. En eftir hádegi þá átti leiklistarkennarinn að sjá um okkur. Hann var með okkur í leikjum svo við mundum kynnast eitthvað. Torben hafði sagt á fundinum fyrr um daginn að hann sæi hvernig hópurinn skiptist. Gamlir nemendur sátu á einum stað og nýjir nemendur á einum stað. En þarna seinni partinn þurftum við að vinna saman. Samt hefði verið gaman ef það hefði verið fleiri en tvær stelpur á svæðinu. Það vorum bara ég og Berglind. Monika þurfti að fara í bankann í Fredericia. Við gerðum látbragðsatriði, fórum í myndastyttuleik og margt annað. við áttum að vera tvö og tvö og binda fyrir augun á öðrum aðilanum og leiða hann um skólann. Og síðan var okkur skipt í tvo hópa og við áttum að labba í kringum skólan í hópnum blindandi. Það var erfitt. Minn hópur tapaði því hinn hópurinn svindlaði. þetta var frá klukkan hálf tvö til klukkan fimm.
Í gær var fyrsti dagurinn á línunni með venjulegum tímum. Maður ætti kannski að setja venjulegum innan gæsalappa. Það er takmarkað hvað þetta getur verið venjulegt. Alla veganna finnst mér ekki mjög venjulegt að hafa bara tvo aðra nemendur á sömu línunni. Það erum bara ég Berglind og Monika. Damla kemur hinnsvegar á morgun. Hún ætlar víst að vera með okkur. Kennarinn heitir Jesper en hann er ekki úr Kardemommubænum. Þetta er annar Jesper. Hann byrjaði á því bara að spjalla við okkur og síðan fór hann að tala um línuna og hvað við værum að fara að gera. Mér finnst þetta bara hljóma spennandi. Við eigum að skipuleggja þema daga fyrir krakka á hótelum. Finna upp á leikjum og þannig. Þetta var fyrir hádegi. Eftir hádegi vorum við í íþróttasalnum. Þar var okkur kenndar reglurnar í blaki. Engin okkar er fyrir íþróttir, en það var bara fínt að gera þetta svona rólega. Og kennarinn Gitte er góð, hún kennir okkur leikinn. Þannig að ég hef ekki áhyggjur af þessu.
Í dag er miðvikudagur og það er valfagsdagur. Ég valdi ljósmyndun. Jesper sér um það líka. Það er held ég bara spennandi. Í morgun talaði hann um mismunandi myndavélagerðir. Síðan talaði hann um ljósop og þannig. Síðan lét hann okkur gera verkefni um uppbyggingu mynda. Monika hafði komið með Rússneska myndavél með sér. Gamla rússneska myndavél, ég man ekki hvað hún heitir. En ég hef heyrt nafnið aftur.
Ég ætla að láta þetta nægja í bili, ég skrifa kannski eitthvað meira á morgun
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.