14.1.2007 | 14:27
Sunnudagur í leti
Ég nenni ekki að gera neitt i dag. Það er bara einhvernveginn þannig dagur í dag. Það er brjálað veður úti núna. Það var ágætt í morgun en það hefur versnað verulega.
Ég hef verið að reyna að læra utanað spurningakeppni sem við á línunni minni eigum að halda hér í skólanum á morgun. Við eigum að geta sagt allar spurningar á 3 tungumálum. Fyrir mig og Berglindi er það á ensku, þýsku og íslensku. Monika á að geta sagt þetta allt á ensku, þýsku og pólsku og Damla hefur þetta á ensku frönsku og ungversku... Fyrir mig erfiðast að læra textann og spurningarnar á þýsku. Ég er samt komin með þetta svona nokkurn veginn. In welchem Land ist La Stampa eine nationale Zeitung?
Annars snýst línan mín um hótel skemmtun. Við erum í uppeldis og kennslufræði á föstudögum og smá sálfræði er með inní því. Annars erum við að læra að skipuleggja allskonar leiki. Læra að skipuleggja íþróttakeppnir. Við lærum hin og þessi leikjakerfi og leikjaplön. Það er bara ágætt.
Ég bara veit ekki allveg hvað ég að gera við mig í dag. Ég er vön að fara í langa hjólatúra á sunnudögum en get það ekki í dag vegna veðurs. Ég bara sit hér í tölvuherberginu með fartölvuna mína og er að gera ekki neitt. Það er ekki enn komið netsamand í herbergið mitt. þannig að ef ég vil tölva þá verð ég að gera það hér. Það er samt bara fínt að vera í návist aðra þó að allir séu þögglir með nefið ofan í tölvuskjám.
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.