16.1.2007 | 15:46
Ji minn!! Eitt skref á mínútu
ég ætla að byrja á gærdeginum eða öllu heldur gærkvöldinu og síðan ætla ég að útskýra "ji minn-ið" þarna í fyrirsögninni. Í gærkvöldi vorum við á línunni minni með spurningakeppni fyrir skólann. Við höfðum skipulagt keppnina. Ég var með þvílíkan sviðskrekk í svona um 2 tíma áður en keppnin átti að byrja. Keppnin átti að byrja klukkan 9 og ég átti að byrja að tala. Útskýra leikinn og reglurnar og síðan að byrja á spurningum og síðan tóku stelpurnar við. En um leið og ég stóð fyrir framan allt fólkið þá hvarf sviðskrekkurinn allveg. Gufaði bara upp á sekúndubroti. Þetta var bara minnsta mál. Ég kom textanum frá mér á ensku og íslensku. kennarinn leyfði okkur að sleppa þýskunni því þetta var fyrsta skiptið. Mér fannst rosalega skrítið að standa og segja eitthvað á íslensku fyrir bara eina manneskju. Sérstaklega þar sem ég veit að Haraldur skilur fullkomlega ensku. Ég tók eftir því að ef ég sagði fyrst eitthvað á ensku fyrst og síðan á íslensku var hann hvort eð farinn að ræði svarið við spurningunni við liðsfélaga sína. Þá bara tók ég upp á því að byrja á íslensku og síðan ensku. Fólki fannst hryllilega fyndið að heyra íslensku. Það er bara eitthvað Dönunum hér finnst það bara fyndið þegar þeir heyra íslensku. Það var extra fyndið í gærkvöldi að því Haraldur var eina manneskjan sem skildi hvað ég var að segja. Það var næstum þvi það sama þegar Damla var að segja spurningar á ungversku þar sem Gabor var einni aðilinn sem skildi. Þetta var ekki svona fyrir Moniku þegar hún talaði á pólsku enda voru 3 aðrir Pólverjar viðstaddir. En sama sagan með íslenskuna endurtók sig náttúrulega þegar röðin var komin að Berglindi. Spurningakeppnin gekk bara mjög vel, tók bara um klukkutíma og þá var það búið. Og þar sem við vorum bara með 4 hópa þá tók það ekki langan tíma að fara yfir svar blöðin.
Það hefur heyrst að önnur íslensk stelpa sé á leiðinni og muni koma hingað. Einhver ókunnug stelpa sendi Haraldi sms um daginn segjandi hæ og það að hún ætli að koma hingar og vera nemandi frá mars byrjun. Ekkert okkar þekkir hana að veit nein deili á henni nema það að hún heitir Þórunn Hlín. Mikið held ég að Danirnir muni stynja yfir nafninu Þórunn.
En nú er komið að útskýringu á fyrirsögninni. Dagurinn byrjaði klukkan níu eins og venjulega en í dag vorum með þýsku með Torben klukkan níu til tíu. Klukkan tíu var svo danstími í tvo tíma. ó boj ó boj. Það voru fyrst uphitunaræfingar magaæfingar og bakæfingar. Eftir þetta fannst mér þetta vera orðið komið gott. En þá var dansinn eftir. Við dönsum við Thriller lagið með Michael Jackson. En þetta er samt ekki dansinn hanns. Kennarinn kallar þennan dans skrímsladansinn. Kennarinn er ung kona sem er kennarin í Söngleikja akademíunni í Fredericia, svo það er ekki amalegt. Við lærðum sporin og endurtókum rútínuna aftur og aftur. Ég átti erfiðleikum með sama partinn aftur og aftur. Fór út af sporinu alltaf á sama stað. En kennarinn er rosagóð og hefur þolinmæði og virkilega kennir manni. Hún bara benti mér á hvað ég var að gera vitlaust og gerði þetta nokkrum sinnum með mér. þangað til ég náði þessu. Ég ætla samt að æfa þetta, kannski í kvöld og örrugglega á morgun. Hún hjálpaði Berglindi líka sem átti í erfiðleikum með annað spor.
Nú þessi tími var þangað til rétt fyrir tólf. Klukkan tólf var hádegismatur og síðan var húsfundur. Á húsfundinum var hitt og þetta mikilvægt rætt eins og venjulega. Torben byrjar alltaf að tala á fundunum hann er alltaf með punkta sem hann þarf að ræða. Eitt sem hann sagði í dag. Að hann er ekki ánægður með partíheit á sumufólki. Hann var vaktkennari núna um helgina. Það hafði verið drykkjupartí á föstudeginum og aðeins rólegra partý á laugardeginum. Hann vill ekki að fólk drekki sig svona pissfullt í skólanum(Sjálfur drekkur hann ekki áfengi). Hann sagði að það hefði ekki verið fögur sjón þegar hann kom inn í skólann á laugardaginn til að útbúa morgunmat og svona. Hann sagði að það hefði verið búið að æla víðsvegar, sérstaklega samt í blómapottana. Hann þurfti að þrífa þetta allt. Hann bað fólk um að gjöra svo vel haga sér betur og hafa hemil á sér. Annað mál sem kom upp um helgina. Það er einhver sem "notar" klósettið í ganginum mínum. Notar er innan gæsalappa, því aðilinn notar vissulega baðherbergið en ekki klósettið. Og það er ógeðslegt. Það er búið að setja upp stórt merki á baðherberginu. Það stendur að það eigi að pissa í klósettið en ekki á gólfið og að síðan eigi maður að sturta niður. Torben sagði að hann hefði haldið að þetta væri ekki mikið mál. En það er bara fólk sem virðist vera ófært um að sturta niður. Þetta eru ekki skemmtileg málefni til að ræða um. En það er nauðsynlegt til að stöðva þetta.
Það var líka margt annað rætt á fundinum eins og það að Torben er búinn að kaupa nýja rátera þannig að kemur líklegast þráðlaust internet í herbergið mitt seinna í dag, eða í fyrramálið, það verður nú fint. Haraldur á afmæli í dag. Einhver hafði fundið íslenskt lag í söngbókinni, sem ég hafði ekki séð áður. Það kom í ljós að það var Sofðu unga ástin mín, en textinn var náttúrulega á dönsku. En af tilefni að afmælinu var þetta lag sungið Torben byrjaði á því að spila lagið á píanóið til að prófa, hann hafði aldrei heyrt þetta lag áður. um leið og ég og Berglind höfðum áttað okkur þá byrjuðum við að syngja á íslensku sungum fyrstu tvö erindin. Fólki fannst þetta ótrúlegt. En síðan þegar Torben var búinn með þessa littlu æfingu sína þá var byrjað aftur á laginu, sungið á dönsku. Danirnir fengu loksinns að finna hvernig okkur útlendingum líður á hverjum einasta húsfundi þegar það eru lög sem við höfum aldrei á æfinni heyrt áður.
Eftir húsfundinn var svo íþróttatími fyrir okkur á minni línu, eða það er að segja bolta leikir. Þetta var um klukkan eitt. Gitte lét okkur fyrst hita upp og síðan spiluðum við badminton, jeij íþrótt sem ég er góð í. Og aftur voru upphitunaræfingarnar það erfiðasta. Gitte sagði bara hreint og beint út að við værum ekki í nógu formi. Hún vill að við komum í tímana hennar Body-Balance, sem er held ég mest styrktaræfingar, sérstaklega ég og Berglind. Venjulegar íslenskar stelpur sem eru grannar en gætu vel misst smá af maganum. En núna vantar klukkuna tuttugu mínútur í fimm og ég er dauð uppgefin, eða eins og Monika orðar það algjörlega flöt. Hún segir flöt af því að það sem maður vill gera að leggjast út af. Ég ætla að reyna að gera núna maga og bakæfingar í herberginu mínu á morgnanna áður en ég fer í sturtu og niður í morgunmat. Ég er nokkuð viss um að ég vakni með harðsperrur á morgun. En í augnablikinu finn ég ekki fyrir neinu nema þreytu og ég hreyfði mig hægt. um það bil eitt skref á mínútu held ég. Ég bara get ekki meira. Og ég hlakka til að borða kvöldmat, ég vona að það verði eitthvað gott. Torben og Mikael hafa mikið verið að elda kvöldmat upp á síðkastið. Þeir eru hrifnir af spagetti bolognese uppskriftinni frá ítölsku ömmu Mikaels. Það er gott en ekki svona oft. Reyndar gerði Torben smá breytingar á uppskriftinni um daginn og setti eitthvað svakalega sterkt í.
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mamma þín sagði að þú gætir ekki skrifað athugasemdir við færslur. Sannreyni það hér.
Ólafur Örn Nielsen, 17.1.2007 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.