ný vika

loka undirbúningurokey það er mánudagur og maður er rétt búinn að jafna sig á síðustu viku þegar nýja vikan kemur. Úff. "Ætlar Torben að gera útaf við okkur?" er spurning sem hefur komið upp á línunni. Svarið er samt auðvitað nei. Síðasta þriðjudagur var erfiður eins og fram kom í síðasta bloggi. Á fimmtudaginn var síðan danstími númer tvö. Þá var það ekki kennarinn frá akademíunni heldur bara hún Cheri. Torben ætlar að borga henni fyrir að vera danskennarinn okkar. Cheri er sko nemandi á söngleikjabrautinni. Kennarinn frá akademíunni kemur ekki meir. En það er allt í fínasta lagi. Cheri er alveg jafn frábær. hún hefur verið meira og minna dansandi síðan hún var smákrakki. Cheri er líka alveg jafn miskunarlaus hvað varðar magaæfingar. En það er bara fínt. okkur veitir ekkert af þeim. Ég er reyndar farin að gera þær á morgnanna áður en ég fer í sturtu, ég ætla að láta þessar æfingar verða ekki jafn erfiðar og þær voru á þriðjudaginn og það hefur barasta gengið. En síðasta vika var ekki harðsperrulaus fyrir entertainment stelpurnar. Við vorum allar með harðsperrur alla vikuna. síðan kom helgin og ég jafnaði mig og síðan kom bara allt í einu mánudagur og allt byrjaði aftur. Ég er ekki viss um að ég fái Keppnin byrjarharðsperrur á morgun, en gæti samt vel gerst.

Ég horfði á Söngvakeppni Sjónvarpsinns á netunu um helgina. Og verð að segja að ég fann til í eyrunum að hlusta á sumt af þessu. Ái Ji minn...Ef lögin sem verða flutt næstu tvo laugardaga verða ekki betri, þá á Ísland ákaflega lítinn sjens í Júróvisíon á þessu ári. Ég held að keppnin sé að verða tilbúin fyrir að íslensku feðginin rústi þessu. 

Í morgun var semsagt dans aftur með Cheri. Og já, dansinn sem við lærum hjá henni er Grease dans. Það er Hand-djæf. Dansinn flotti sem Sandy og Danny og allir hinir dönsuðu í danskeppninni á skóladansleiknum í bíómyndinni. Stelpunum finnst nú frekar hallærislegt að vera að dansa Grease dansa. En ég verð að viðurkenna að ég fila það. Ég er bara manneskja sem fíla Grease. og mér finnst Grease ekki úreltur söngleikur, bíómyndin er ekki úrelt heldur.æfingar í salnum

Eftir hádegi var síðan tími með Jesper. Við vorum bara að tala um framhal línunnar, þar sem komið er í ljós að engin okkar hefur áhuga á að fara til Spánar að vinna frá maí og út október, frá 10 til miðnættis sex daga vikunnar. Þannig að við þurfum ekki að fara eftir kennslubókinni og getum nokkurnvegin gert það sem okkur dettur í hug. Við byrjuðum á því að tala um hvað okkur langar til að gera. Það komu auðvitað hinir og þessir útúrdúrar, þar á meðal fórum við að tala um rafmagn. Og allt í einu fanns mér ég vera eitthvað rafmagnsnörd eða allaveganna innstungusérfræðingur. Rafmagnsumræðan var upphaflega hvaða straumur er í Danmörku og hvort hann væri annar en í Póllandi. Síðan einhvernvegin færðist umræðan yfir í innstungur. Ég sagði að það væri engin jarðtenging í dönskum innstungum. Jarðtenging!! Stelpurnar göptu, þeim datt ekki í hug að ég vissi eitthvað um jarðtengingar. Þær höfðu allaveganna aldrei haft neina vitneskju um þennan hlut. En hvað mHvað eru kýr með marga maga?eð það Jesper vissi um jarðtengingar og við fórum að útskýra. Danksar innstungur bjóða reyndar margar upp á eina tegun jarðtengingar en engar eða allveganna fáar hafa jarðtengingu. ólíkt því sem er á Íslandi. Þetta er bara einn af furðulegum hlutum sem ég bara tek eftir án þess beint að taka eftir því. Jæja útúrdúr. Við töluðum um hvað okkur langar að gera. Við töldum upp hina og þessa og þessa hluti sem komu í hug okkar.Listinn er langur en á honum er meðal annars: kvikmyndagerð(hugmynd frá Jesper), meiri dans, söngur, almannatengsl, þýska, leiklist, fara í stuttar ferðir um Danmörku, nudd, læra á gítar eða á eitthvað annað hljóðfæri.(Það kom í ljós að Dömlu langar eins mikið að læra á gítar og mig, þannig að ég vona að það verði valið), pilates, ljósmyndun, sálfræði/uppeldis og kennslufræði. Við getum náttúrulega ekki gert þetta allt. En á morgun þá munum við ræða málin betur og fara yfir hvert atriði á listanum og velja hvað leið við förum. Ég er spennt að sjá hvað gerist. Ein uppástunga sem kom líka upp í dag, sæfingar í salnumem er öllu mikilfenglegri og það er að fara í skólaferð með línunni okkar til Íslands, af því að meiri hluti þeirra sem á línunni eru, eru Íslendingar. Explorer-línan fór í svona ferð til Póllands núna fyrir jólin þar sem meiri hluti fólksins á línunni var þá Pólverjar. Monika sagðist ekki vera viss um hvort hún væri tilbúin til að fara til Íslands. Eftir smá tíma var loksing hægt að toga ástæðuna uppúr henni. Hún hafði áhyggjur af því að Íslendingar mundu ekki geta talað ensku við hana ef hún færi til Ísland. Við Berglind vorum nú fljótar að leiðrétta þennan misskilning um landið okkar. Hugmyndinni um nokkurra daga ferð til Íslands var vel tekið og ákveðið var að íhuga málið. Það er það sem ég segi Íslendingar eru að ná yfirvöldum hér.

Reyndar er öllu verra að það koma tvær íslenskar stelpur í byrjun mars. Stelpan sem ég nefndi um daginn heitir ekki Þórunn heldur Þórdís, fyrir utan hana kemur svo önnur stelpa en ég man ekki hvað hún heitir. Maður ætlar sér að fara eitthvað í burtu frá Íslendingum en síðan fyllist bara allt af Íslendingum. hvað á þetta að þýða? 

Ég er búin að bæta við nýju albúmi með myndum frá Entertainer-brautinni 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Úllan mín!

Það er gaman og gott að dansa!!! Er í pásu frá lestri og Jón Bragi í leikskólanum. Það gengur vel hjá honum en ég þarf lengri tíma í aðlögun. Það eru margar ranghugmyndir sem fólk hefur um Ísland eins og við höfum ranghugmyndir um annað fólk. Ekki missa af handboltanum! Afi og amma eru að tapa sér í öllum spenningnum.

ást, Sigga

Sigga (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband