Ný byrjun

Þá er ég aftur komin á einskonar byrjunarreit. Í þetta sinn er ég að hefja háskólaævintýri í annað sinn. Fyrr á þessu ári hóf ég dönsku nám en ákvað að láta eina önn í þeim fræðum nægja í bili. Á morgun byrja ég í íslenskum fræðum. Á föstudaginn fór ég í skólann á kynningarfund. Á þeim kynntu kennararnir sig og sín fög, nemendafélag íslenskudeildarinnar, Mímir, kynnti sig einnig og gekk ég í félagið á staðnum að sjálfssögðu. Strákur sem var með mér í MH er líka að byrja í íslensku. Hann heitir Vignir og fékk held ég viðurkenningu fyrir ástundun í íslensku í skólanum við útskriftina í desember.  Ég held að hann sé einn af fáum strákum í þessari íslensku deild. Á föstudaginn leit það út fyrir að það væru aðallega stelpur að byrja í íslensku. Ef svo er í raun kemur mér það ekki á óvart. Mín reynsla í MH á málabraut að það voru iðulega fleiri stelpur í tungumálunum en strákar.

Ég hlakka rosalega til að byrja í skólanum þó það fylgi smá kvíði því að hefja eitthvað nýtt. Eftir sumarið verður gott að hafa eitthvað ákveðið plan út vikuna, annað en líkamsrækt. Ég eiginlega barasta hlakka til að þurfa að fara á fætur klukkan sjö á þriðjudagsmorgnum. Það er reyndar eini dagurinn sem ég þarf að vakna snemma. Nú fram að jólum mun ég leggja stund á aðferðafræði(ritun og frágang), inngang að málfræði og bókmenntafræði. Það sem heillar mig mest af þessu þrennu er málfræðin, þó svo að ég sé viss um að bókmenntafræði verði fín líka þótt það sé enging bein bókmenntasaga í áfanganum, en bókmenntasagan er það sem mér finnst skemmtilegast í bókmenntafræðinni.

Síðan fyrir utan íslenskuna skráði ég mig líka í þýskunámskeið sem ég er mjög spennt yfir en líka kvíðin. Það er að mestu fjarnám, en með þessu námskeiði á mér að gefast tækifæri til að bæta við þá þýskukunnáttu sem ég hef nú þegar. Námskeiðið er þannig skipulagt að nemendur fá að stjórna ferðinni að miklu leiti og hver fyrir sig fær að ákveða námsvægi. Ég ætla að reyna að láta tal vega mest, en síðan ritun, hlustun og lestur og með í þessu er auðvitað orðaforði líka sem ég vil auka. Ég hef velt því fyrir mér af hverju ég ætti að fara í svona þýskunámskeið. Niðurstaðan sem ég komst að er sú að það er tilgangslaust að verja tveimur og hálfu ári í að læra eitthvað tungumál ef maður ætlar sér síðan ekkert að gera við það. Mér þætti það alla veganna súrt að vera búin að verja svona miklum tíma í þetta og halda því svo ekki við og bæta við þekkinguna. Ég er meira að segja svo bjartsýn að "þegar" ég verð komin með þýskuna alveg á hreint þá ætla ég aftur að rifja upp frönskuna sem ég lærði víst eitthvað í í MH, það var nú samt mun minna en ég lærði í þýsku. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Gaman að sjá að þú ert komin á blogg-rólið aftur.

knús

Bergþóra Jónsdóttir, 30.8.2010 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband