vika í Snoghøj

Ekkert neitt svakalega merkilegt hefur gerst síðan á mánudaginn og þess vegna hef ég ekki bloggað.
Á þriðjudaginn upgötvaði ég hvað ég sakna þess rosalega að vera í  badmintoni. Ég skil ekki hvers vegna eina íþróttin sem mér líkar við þarf endilega að vera svona óvinsæl. Ég möl burstaði Berglindi 13-0. Við spiluðum einliða leik. Svo frábær hugmynd hjá Gitte að láta okkur spila badminton í boltaleikjatímanum. Ég velti fyrir því mér hvort hún geti lesið hugsanir. Hinar stelpurnar hafa samt enga eða litla reynslu af badmintoni. Sem mér finnst vera synd...svona góð íþrótt. Allaveganna er þetta góð íþrótt að mínu mati. Gitte sagði samt að við munum gera eitthvað í næstu viku. Ég er samt að pæla í því að biðja hana um að hafa badminton oftar. Það verður hinsvegar einhverntíma í næsta mánuði hugsanalega, badminton keppni. Gitte nefnilega skoraði á hina kennarana á kennarafundi á miðvikudaginn að spila badminton, hún sagði að hún gæti léttilega malað þá. Kennararnir tóku allir áskorunninni. Nemendur mega líke vera með. Ég hugsa að ég taki þátt í þessu og láti Claus taka myndir af þessum íþrótta atburði sem ég held að geta orðið stórkostlegur....

Nú á fimmtudaginn,í gær, þá er frí samkvæmt nýju stundatöflunni okkar. Við fáum frí á fimmtudagsmorgnum á minni línu af því að við erum í dansi á eftir hádegi á miðvikudögum þegar á að vera frí. Þannig að í gær morgun labbaði ég til Erritsø og kom síðan til baka. Þetta er alltaf jafn góður labbitúr. Það gerðist eitt athygglisvert núna í vikunni, það fór að snjóa. Ég vaknaði á þriðjudaginn og sá bara hvíta jörð. Það voru allir voðalega glaðir að fá snjó. En þetta var nú ekki neitt neitt. bara smá og var farið á miðvikudaginn. Annars ef ég vissi ekki betur þá gæti alveg eins verið sumar hér. Grasið er enn sumargrænt. Það eina sem fullvissir mig um að það sé vetur er dagatalið og það að laufin eru ekki á lauftrjánum. Annars er þetta verður sem er búið að vera, eins og venjulegt íslenskt rigningarsumar. Það var bara þarna á þriðjudaginn, nú er aftur farið að rigna og grasið er grænt. Það ætti kannski að vera blátt eins og segir í bluegrass lagi með Dolly Parton þar sem hún er að fullvissa sig um það að hún sé ekki óhamingjusöm, fossar renni upp í móti, dalir séu háir, það sé gaman að gráta, að lygi sé sannleikur, að það sé snjór í hitabeltinu og heitt á norðurheimskautinu, að himininn sé grænn og að grasið sé blátt.
Culture Club tíminn í gær var góður eins og oft áður. Það er bara sorglegt að það séu svo margir sem ekki mæta. En Torben hefur brugðið á það ráð að bara sækja fólk og draga það niður. Í gær kom blúsmaður. Bara einn maður, hann kom með gítara og dóbró...Fyrsta sinn sem ég man eftir að hafa séð dóbró, hann söng líka.  Hann heitir Ole Bech. Hann mætti auðvitað í kúrekastígvélunum sínum. næstum hvaða manneskja sem er á möguleika á að fá auka plús hjá mér fyrir það. Hann sagði okkur frá sögu blues tónlistarinnar. Kynnti fyrir okkur Robert Johnson sem hélt að Chicago væri í Californiu. Hann spilaði og söng lög eftir hann síðan talaði hann meira um sögu tónlistarinnar. Og spilaði meira. Hann talaði líka um hvernig blús tengist rokk og róli, rokki og kántríi.  Mér fanns hann góður. Síðan eftir að tónleikarnir voru búnir þá fengum við að spyrja spurninga. Hann svaraði einni spurningu sem Torben spurði. Spurningin var, hvernig er að vera blústónlistarmaður í Danmörku? Svarið var hreint og beint ómögulegt. Ole sagði að ef maður er Dani sem er blústónlistarmaður og vilji afla sé peninga fyrir það, þá væri Danmörk vitlausasti staður sem maður gæti verið á. Maður ætti að íhuga að fara til Svíþjóðar eða Noregs þar sem svona tónlist er vinsæl. Hann hefur alltaf verið hrifnastur af blús af öllum flokkum tónlistar, allveg síðan hann var tíu ára. Hann sagði líka frá því þegar hann var yngri og var að fíla blús mest af öllu og hvað það hafi verið erfitt. Fólk skildi ekkert í þessu og þótti þetta nánast ekki vera tónlist til að hlusta á. Fólki fannst hann bara vera einhver furðufugl fyrir að hafa svona undarlegt áhugamál. Að heyra þessa setningu var hápunktur dagsinns hjá mér. Því ég skil þetta svo vel, því mér líður oftast eins með að vera svon kántrí furðufugl. Og ég veit að littla Ísland er ekki tilbúið fyrir kántrítónlist. Og ég efa að það muni gerast á næstunni.

Síðan í dag var tími með Gitte, þetta á að vera einhverskonar sálfræði eða kennslufræði(pædagogik). Hún lætur alltaf gera æfingar og hugsa. Eins og um daginn þá áttum við að segja hverju við erum góðar í og hvað er sérstakt við okkur. Í dag var verkefnið að segja hvað við viljum breyta í fari okkar og lífstíl. Það kom í ljós að við eigum allar eitt sameginlegt. Það að vilja fara snemma að sofa. Við kynnumst hvorri annarri í þessum tímum. Ég vissi til dæmis ekki að alvöru pabbi hennar Dömlu dó þegar hún var sex ára og að tyrkneska fjölskyldan vildi svo ekkert með hana gera því hún er stelpa. En sá síðan að sér ári seinna. Síðan gerðum við annað verkefni sem var öðruvísi en samt flókið. Það hafði með samvinnu að gera. Það var bundið fyrir augun á okkur svo við sáum ekkert. Við fengum síðan reipi og fötu. Við áttum að mynda ferning með reipinu á gólfinu og láta síðan fötuna í miðjan hyrninginn. Við máttum ekki sleppa reipinu og Gitte mátti ekki segja okkur til. Þarna stóðum við fjórar með reipið í höndunum og vissum ekkert hvernig í veröldinni við ættum að geta þetta með bundið fyrir augun.  Við vissum að við þyrftum að vita hversu langt reipið væri. Damla stakk upp á því að við strekktum og færum eins langt að veggjunum í herberginu til að sjá hvort reipið næði alla leið. við prófuðum það Reipið náði akkúrat. við giskuðum á að það væri 10 metrar. En föttuðum síðan að það hjálpaði okkur ekkert að nota metrakerfið. Moniku datt þá í huga að mæla reipið í olnbogum, það er að segja í framhandleggjum. Hún mældi og kom í ljós að reipið var 16 olnbogar. Þá vissum við að hver hlið á ferningnum ætti að vera 4 olnbogar. Monika mældi þá bilið á milli okkar allra á reipinu þannig að það væri fjórir olnbogar. Ein okkar var með báða endana á reipinu. Svo strekktum við á reipinu og stoppuðum þegar við höfðum það á tilfinningunni að við stæðum á móti einhverjum. Þá létum við reipið niður. Fundum fötuna og fundum miðjuna. Á meða á þessu stóð sat Gitte og hló. En síðan þegar við vorum allar vissar um að við værum komnar með ferning þá tókum við klútana frá augunum og sáum að okkur hafði tekist það, svona nokkurnveginn. við vorum með ferning, fatan var samt ekki akkúrat í miðjunni. Við ákváðum að gera þetta aftur á húsfundi. eftir hádegismat. Við völdum fjögurra manna hóp. Við vorum allar sammála um að velja fólk sem talar venjulega ekki mikið saman. Við völdum Harald, Chen, Karin og Soniu.
Fólki tókst að pirra Torben á húsfundinum. Venjulega er aðal húsfundurinn þar sem allt þetta leiðinlega er rætt og á föstudögum er bara það allra mikilvægasta, eins og það að ganga frá eftir sjálfan sig. og síðan er venjulega kennari sem segir frá einhverju restina af hálftímanum. En í dag var svo hellingur af kvörtunum. Söngleikjastelpurnar enn og aftur. Nú er of kallt í salnum og þær eru að frjósa þegar þegar þær eru í dansi eða leiklist þar inni. Sem mér finnst skrítið þar sem það er ekki neitt sérstaklega kallt þar þegar við erum að dansa. Hin og þessi atriði tóku yfir hálftímann. En eftir það tilkynntum við þetta verkefni. röðuðum fólkinu í hring svo allir gætu nú örugglega séð og hlegið að Haraldi, Chen, Karin og Soniu. Þau gerðu þetta allt öðruvísi en við höfðum gert. Þau voru ekkert að mæla reipið. Chen sagði bara Soniu að taka báða endana á reipinu. Og svo bösluðu þau við að mynda ferning. Þetta var það fyndnasta sem ég hef séð óralengi. það voru allir skellihlæjandi. Þegar þau töldu sig hafa gert "ferning" setti Chen fötuna í "miðjuna". Haraldur var þá ósammála um staðsetninguna á miðjunni. Chen setti fötuna nálægt Haraldi en Haraldur sagði að það gengi ekki vegna þess að hann væri í horninu. Hvaða miðja, í hvaða horni í hvaða ferningi? verð ég að segja. Miðjan hans Chens var ekki í neinu horni þvi þessi ferningur þeirra hafði bara eitt horn og það var bara hvergi nálægt Haraldi. Siðan við að fá þessi mótmæli frá Haraldi fór Chen að laga ferninginn á gólfinu og guð minn góður það var fyndið. Hann gerði illt verra. En síðan voru þau sammála um að þetta væri komið hjá þeim. Við þurftum þá að segja þeim að þetta væri hvergi nálægt því að vera ferningur. Þá stóð Karin upp með uppástungu. að þau stæðu öll þar sem þau gætu fundið hvert annað og myndað þannig ferninginn og bakkað síðan öll jafnmörg skref aftur á bak. Þessi hugmynd hennar virkaði og þeim tókst að mynda ferning. Þessi tilraun er gerð til þess að sjá hvernig fólk hagar sér í hóp. Og til að sjá hverjir vilja stjóra og segja öðrum hvað á að gera og hverjir eru þeir sem vilja taka fyrirmælum. Ég hélt að Karin mundi byrja strax að stjórna hinum. Þannig er hún oftast, en ég held vegna þess að hún var í hóp með fólki sem hún talar ekki venjulega við þá hafi hún haldið aftur að sér. Það kom mér líka á óvart að Chen skuli hafa tekið fyrstu skrefin í verkefninu og farið að segja hinum hvað þau ættu að gera. Þetta er svo merkilegt og athygglisvert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Hmmm.... lítur út fyrir að það geti orðið mjög gaman í næsta fjölskylduboði...

 knús og kreist,

mamms

Bergþóra Jónsdóttir, 28.1.2007 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband