„ Sittu rétt annars verður hryggurinn á þér hryggur“

Miðvikudagur og mér finnst ég vera búin að vera. Það er hollt, gott og gaman að hreyfa sig, það er bara það að eftir 2-3 klukkutíma á dag, þá er ég úrvinda. Það ætti náttúrulega ekki að vera þannig. Maður getur haft þol á mörgum mismunandi sviðum. Til dæmis gæti ég hjólað um 50 kílómertra á dag og ekkert mál. En ég veit ég gæti ekki hlaupið svo langa vegalend. Síðan eru styrkaræfingar enn annað.  Í dansi, dönsum við, en við þurfuð að hita vel upp áður og þá hoppum við og skoppum og gerum styrkaræfingar.

Mánudagurinn byrjaði með fundi með Torben. Við ræddum breytingar á entertainerlínunni. Hans hugmynd er að blanda entertainer og „life expander“ brautunum saman í mars. Við erum allar sáttar við þá hugmynd enda margt á listanum okkar yfir hluti sem okkur langar til að gera, líka á þessari „life expander“ braut. Eftir þennan litla fund þá var dans tími. Það var bara frekar auðvelt á mánudaginn. Hopp og skopp eins og venjulega. Það erfiðasta þá var ballet spor sem við lærðum það er að snúa sér rétt eins og ballerína. Svona að byrja á plíe og fara svo upp á tærnar og snúa og missa ekki jafnvægið. Þetta er erfitt. En þetta er að koma. Ég verð bara að passa að loka ekki augunum á meðan ég sný mér. Annars flýgur jafnvægið beinustu leið útum dyrnar.
Eftir hádegi vorum við(entertainer-stelpurnar) með Jesper að lesa um sögu Fredericiu. Ég er búin að komast að svo mörgu um þennan bæ sem við fyrstu sýn virðist ekki vera neitt sérsteklega spennandi. Reyndar á fyrstu mánuðunum hér var ég farin að að uppgötva spennandi hluti á svæðinu. En núna er ég búin að vera lesa söguna um Frederica og búin að komast að einu og öðru. Við áttum að lesa okkur til um hluti sem væri gaman að skoða í bænum, því við erum í einskonar fararstjórn núna. Monika og Damla voru líka að undirbúa með mér. Berglind var veik á mánudaginn.

Þriðjudagurinn byrjaði snemma. Ég vaknaði klukkan sjö því við ætluðum útúr húsinu klukkan hálf níu. Við ætluðum að fara með strætó svo að ef við hefðum farið klukkan hálf tíu þá hefðum við bara fengið klukkutíma í bænum áður en við þyrftum að fara með strætó tilbaka. En Jesper hafði fengið bíl foreldra sinna lánaðann(hans bíll tekur víst bara 2 farþega). Þannig að hann keyrði bara með okkur klukkan hálf níu. En í gær voru Monika og Damla báðar veikar, kvef og hálsbólga og þannig. Við hittumst öll við morgunverðarborðið. Ég var með lýsisflöskuna á borðinu. Vekur alltaf athyggli þessi undarlegi siður. Damla sagði við mig í gær „Ég ætti kannski að taka þessa fiskolíu þína á hverjum degi.“ Fólki finnst lýsi ógeðslegt. En ég mæli nú samt með því. Hvað um það það vorum bara ég  og Berglind sem fórum í bæinn með kennaranum. Berglind hafði ekki undirbúið neitt þar sem hún var veik daginn áður og ég vissi ekkert um það sem Damla og Monika höfðu undirbúið. Þannig að ég var bara ein að guida. Við gengum um bæinn, ég sagði þeim frá sögu bæjarinns, tilgangi bæjarinns og öðru sem ég vissi. Mér fannst þetta bara gaman. Og kennarinn, Jesper, sagði að þetta hefðu verið vel undirbúið hjá mér. Ég talaði á enski, því ég hafði undirbúið mig á ensku, en ég talaði dönsku inná milli. Ég talaði þá náttúrulega um Jutland en ekki Jylland. Berglind er að detta í djúpa grifju sem ég og Haraldur vorum næstum dottin í haust. Hún talar nánast alltaf ensku við Danina, sem er ekki gott. En það eru nokkrir Danir sem tala alltaf dönsku við hana og bara neita að tala ensku við hana, hennar vegna. 

Saga Fredericia í mjög stuttu máli

Fredericia er bær með um 40 þúsund íbúa,í suðaustur hluta Jótlands.
Það var eftir 30 ára stríðið að Fredericia varð til. Christian fjórða Danakonungi fannst Jótland ekki vera nógu vel varið gegn óvinum.  Hann vildi byggja upp varnarvirki. Kónginum fanns þetta frábært tækifæri til að skapa stórborg á Jótlandi. Hann lét byggja stóran virkisgarð. Bygging virkisins hófst 1650, tveimur árum eftir að Christian IV hafði dáið og sonur hans Frederik þriðju hafði tekið við. En síðan gerðist það árið 1657,áður en lokið var við byggingu virkisins, að Jótlandsstríðið braust út og Svíar réðust inn. Virkið gat ekki haldið Svíunum frá og þeir eyðilögðu allt. Þá hófst endurbygging á virkinu bænum sem var mjög strembin. En þetta ástand í bænum varð til þess að mikið frelsi fyrir fólk var í Fredericia. Fólk sem stundaði ólík trúarbrögð hafði sest að í bænum. Þar á meðal hópur giðinga. Bærinn var fyrst nefndur Frederiksodde eftir Frederik III. En hann breytti nafninu á bænum síðarmeir árið 1664 sjálfur þegar hann var undir latneskum áhrifum. Og nefndi bæinn Fredericia. En árið 1848 þá var gerð önnur árás á Fredericiu. Þá var það  Slésvík-Holstein. Það stríð er gjarnan kallað baráttan yfir Fredericiu. En virkið gerði gagn í þetta skipti og Danir unnu þessa orustu. Virkið stendur enn þá en notkun á því var lögð af árið 1909. Virkið er elsta og best varðveittasta virki í norður Evrópu.

Jæja og svo áfram. Í gær, þriðjudag, eftir hádegi var svo tími með Gitte. Við gerðum æfingar á svona stórum boltum. Ji minn það tekur á.  Hafi maga og bakæfingar einhvertíman verið erfiðar þá er það miskilningur. Á boltunum þarf maður líka að halda jafnvægi. Hún byrjaði á því að kenna okkur að sitja rétt. Það minnti mig á það sem Hafliði enskukennari sagði alltaf þegar maður sat öfugt á stólnum. Hann sagði „Sittu rétt annars verður hryggurinn á þér hryggur“. Gitte kenndi okkur semsagt að sitja rétt. Hún sagði okkur að sitja eins og okkur finnst vera eðlilegast. Það sem okkur finnst eðlilegt seta er bara ekki rétt. En nú á meðan ég er að skrifa þetta blogg þá er ég að æfa mig í því að sitja rétt. Það er bara ekki hægt að sitja rétt á þennan hátt lengi í einu það er bara ekki þægilegt. Það er erfitt að slaka á. Það sem Hafliði meinti með því að sitja rétt er samt ekki þetta. Hann meinti bara að snúa rétt á stólnum og snúa  fram. Gitte ætlar að æfa í okkur magavöðvana, svo þeir verði eins og stál í vor. Ég hef fulla trú á því að það sé möguleiki á því. Allaveganna fann ég til í magavöðvunum í morgun þegar ég fór á fætur. Það var nú samt ekki mikið.

Í morgun var síðan valfag, ég er í ljósmyndun og það er bara gaman. Í dag var ég á skrifstofunni með Elisabeth og Mette að taka myndir. Við tókum óvenjulegar myndir. Það voru tannlæknar með fund hér í dag. Það voru held ég um 40 tannlæknar. Þeir fengu vínarbrauð með kaffinu sínu á meðan við fengum bara gulrætur. Mér finnst þetta ósanngjarnt. Hví fáum við bara eintómar rúsínur og gulrætur með kaffinu?
Seinni partinn í dag eða klukkan 4 var svo danstími. Og ó boj, það voru átök. Í dag voru æfingar í aðalhlutverki. Ótal tegundir af magaæfingum. Ein æfingin var sársuakafull. En rosalega góð. Við gerðum líka armbeygjur og bakæfingar, ótal af þeim líka. Ég vissi strax eftir æfingarnar að ég mun vakna á morgun með verki í magavöðvunum. Klukkan er nú hálf tíu og ég finn að ég er að fá harðsperrur. Ég verð bara að endurtaka þetta í fyrramálið.

Ég held ég láti þetta nægja í bili. Ég set kannski inn nokkrar nýjar myndir á eftir...sé til 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband