Maður þarf að gera fleira en gott þykir

Það er staðreynd að oft þarf maður að gera hluti sem maður annaðhvort hefur ekki áhuga á að gera, nennir ekki að gera eða hvort tveggja. Mig langar ekkert sérstaklega til að fara fram úr á morgnana, þegar ég veit að það verður kalt þegar ég fer fram á gang til að fara í sturtu. En ég geri það samt vegna þess að ég þarf þess. Fyrir mér er þetta einföld staðreynd, en fyrir mörgum öðrum virðist hún vera mun flóknari.
    Þannig er mál með vexti að entertainer línan er að breytast. Sumu er nú þegar búið að breyta. Jesper, aðalkennarinn okkar hafði spurt okkur hvað okkur langaði til að gera, við sögðum hvað okkur langaði til að gera á línunni. Okey það var gott og blessað og Jesper hélt fund með Torben til að fara yfir þessar hugmyndir og hvað væri hægt að gera. Eitt af því sem við höfðum allar samþykkt sem hugmynd var það að fara í ferðir og fararstjórn/leiðsögn(guide). Þannig að við byrjuðum í því. Jesper ákvað að við skildum byrja á ferð til Fredericiu. Við þurftum að undirbúa ferðina sjálfar og kynna okkur þá hluti og staði sem við ætluðum að sjá vel. Ókey þá var farið á netið. Nokkur neikvæði kom reyndar upp þegar Jesper sagði að við myndum fara til Fredericia. Monika og Damla sögðu að þær hefðu farið þangað svo oft að það væri ekkert gaman og þær hefðu séð allt. Jesper vissi vel að þær höfðu ekki séð allt í bænum. Aðallega bara göngugötuna og miðbæinn. Það voru samt valdir hlutir til að sjá. Monika hinsvegar nennti þessu ekki af því þetta var bara Fredericia og valdi bara einhverja hluti út í loftið. Þar á meðal var bókasafns og leikhúsbyggingin, sem er bara ekkert merkileg. Jæja nema hvað þetta var á föstudeginum fyrir viku og síðan á mánudaginn áttum við að leggja loka hönd á undirbúning, því við ætluðum að fara í ferðina á þriðjudaginn. Berglind var veik á mánudaginn og var í rúminu þannig að hún hafði ekki undirbúið neitt. Monika hafði ekki beint undirbúið neitt. Damla hafði undirbúið sig, en hún var með kvef og hálsbólgu. En þegar þriðjudagsmorguninn kom, þá var Monika veik, Damla veik(greinilega veik. Gat varla komið upp orði, og sí hóstandi). Berglind var enn slöpp en ákvað að drífa sig bara samt í ferðina. Þannig að eina manneskjan sem fór í bæinn og hafði undirbúið eitthvað var ég. Ókey við fórum þá bara þrjú eins og kom fram í síðasta bloggi. Ég hafði undirbúið mig, búin að ákveða nákvæmlega hvað ég ætlaði að segja og kynna mér allt. En þegar við vorum komin úr ferðinni vorum ég, Jesper og Berglind að tala saman. Jesper spurði Berglindi hvort hún hefði ekki lært eitthvað nýtt í ferðinni, en Berglind játaði þá að hún hefði ekki beint verið alltaf að hlusta á það sem ég sagði, svo hún lærði ekkert. Mér fannst það nú spæling en lét það bara vera að láta það pirra mig þá.
    En í dag vorum við í fyrsta skipti í tíma með Jesper eftir ferðina. Í tímanum voru ég, Damla og Monika, Berglind fór til Kaupmannahafnar í gær. Jesper hafði nokkur orð um þetta Fredericiu verkefni og línuna. Hann byrjaði á því að segja að ég hefði staðið mig vel í ferðinni og hefði verið mjög vel undirbúin og að hann gæti séð að ég hafði eytt tíma í undirbúninginn og unnið. Síðan fór hann tala um það að Damla hefði nú kannski ekki getað ráðið við kvefið. En tildæmis Monika var nú eiginlega ekkert veik þarna á þriðjudaginn, bara slöpp. Hann sagði að hún hefði bara notað þennan slappleika sinn sem afsökun fyrir að gera ekki eitthvað sem hún hafði ekki áhuga á. Og fundist það vera allt í lagi af því að við erum á "Snoghøj tíma". Snoghøj tími er víst hægari og afslappaðri en tíminn er almennt. Þetta var allveg rétt hjá honum. Við vorum inn í tölvuherberginu að tala saman í dag. Monika var með kveikt á tölvu bakvið sig og var bara eitthvað að senda tölvupósta á meðan Jesper var að tala. Hann benti síðan á það í hvert skipti sem við værum með tíma þarna inni væri hún alltaf með kveikt á tölvunni og væri að spjalla í spjallforriti eða senda tölvupósta, þegar hún ætti að vera að fylgjast með og hlusta. Þetta var líka alveg rétt hjá honum.
    Hér kemur smá útúrdúr sem tengist samt þessu efni.
Í morgun vorum við með tíma með Gitte, í dag lét hún okkur gera verkefni, ein átti að velja sér efni til að tala um í tvær til fimm mínútur og hinar tvær áttu að sitja fyrir framan hana. Ein átti að hlusta og hin átti að láta sér leiðast og hlusta ekki. Monika byrjaði að tala, ég átti ekki að hlusta en Damla hlustaði. Síðan talaði Damla og Monika átti að láta sér leiðast og ég átti að hlusta, síðan talaði ég og Damla lét sér leiðast og Monika hlustaði. Þetta var það sem æfingin gekk út á. Að finna hvernig það er að standa fyrir framan fólk og tala og hafa fólk sem er ekkert að hlusta á þig og veitir þér enga athyggli. Mjög góð æfing, en mér fannst þetta ekkert erfitt. Erfiðast fannst mér að ákveða hvað ég ætti að tala um.
    Aftur í ræðuna hans Jespers. Jesper talaði um það hversu böggandi og  pirrandi það er þegar maður er að gera eitthvað fyrir aðra og manni er ekki veitt nein athyggli. Ég var sammála honum þar. Það getur verið hryllilega pirrandi.  Eins og þarna á þriðjudaginn þegar Berglind var ekki að hlusta. Ég var ekki að þessu fyrir Jesper heldur fyrir hana. Til hvers ætti ég að nenna eyða mínum tíma í að undirbúa eitthvað ef því er svo ekki veitt nein athyggli. Hann sagði við stelpurnar að þær væru dekraðar, ósanngjarnar og latar. Hann benti á að þetta var einn af þeim hlutum sem þær(við) höfðu valið að gera. En síðan þegar væri komið að því að vinna þá vildu þær það ekki. Hann sagði að þær langaði til að læra eitthvað en nenntu ekki að eyða tíma í vinnu við að læra. Hann sagði að hann hafði spurt hvað okkur langaði til að gera þegar við ákváðum að breyta brautinni og núna værum við að reyna að gera það sem var á listanum okkar. Hann sagðist vera orðinn þreyttur á neikvæðinni og kvartinu í þeim tveim yfir því að þær séu ekki að læra neitt. Það var þá sem hann sagði að þær væru dekraðar, ósanngjarnar,jafnvel eigingjarnar og oft latar. Stelpurnar bara þögðu vissu ekki hvað þær ættu að segja. Ræðan hans hélt áfram. Jesper sagði að lífið væri ekki dans og rósum og stundum þurfi maður að gera hluti sem maður nennir ekki að gera eða hefur ekki áhuga á að gera. Hann tók til dæmis Media línuna. Ef maður hefur áhuga á flestu en hefur ekki áhuga á Flash, en gerir það samt. Þetta dæmi er nákvæmleg það sem gerðist hjá mér á media línunni. Mér þótti gaman, en ég komst að því að mér líkar alls ekki, bara alls ekki við Flash, fannst það hundleiðinlegt. En lét mig hafa það þessar tvær vikur sem það var, afþví það er hluti af prógraminu. Ræðan hélt áfram í dágóðan tíma. Jesper sagði að þær þyrftu að vera tilbúnar til að leggja harðar að sér og vinna þá vinnu sem þær þurfa að vinna. Stelpurnar lofuðu að vera jákvæðari og gera það sem þær þurfa að gera. Síðan settumst við við tölvurnar og opnuðum netið og byrjuðum að undirbúa ferð til Odense og allir voru að vinna þangað til tíminn var búinn. Og í næstu viku heldur það áfram.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Jahá, svo það er bara verið að snupra stelpurnar?  Ó mæ god hvað ég á góða stelpu og duglega, sem kann að nota tækifærin sín.  Þú ert fín Úlfhildur mín - alltaf best og sjálfri þér til sóma. 

Skrilljón knús,

mamma

Bergþóra Jónsdóttir, 2.2.2007 kl. 20:57

2 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Og svona í framhjáhlaupi.  Nýja hausmyndin er algjört æði!!!!!

mamms

Bergþóra Jónsdóttir, 2.2.2007 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband