4.2.2007 | 20:30
helgin búin
Enn ein helgi búin og ný vika að byrja. Þessi helgi er nú bara búin að vera róleg. Allir bara í afslappelsi. Og ég hef notið þess að vera eini Íslendingurinn á svæðinu. Ég er dálítið spæld yfir því að þessu tvær íslensku stelpur séu að koma í mars. Mér finnst þrír Íslendingar vera nokkurnveginn hámark. Torben er búinn að vera að vinna í því að endurbæta snoghøjsku "líkamsræktarstöðina" Hann keypti tvö ný tæki svo nú samanstendur snoghøjska líkamsrækarstöðin af þessum tveimur tækjum. Það er róðrar tæki og síðan þrekhjól. Ég ákvað á laugardagsmorgunninn eftir að ég var búin að útbúa morgunmat með Mikael og Kingu að fella niður Middelfart-Fredericia ferðina mína og prófa þrekhjólið í staðin. Ég komst að einu, mér líkar betur við alvöru hjól utandyra. Það fór stöðugt í taugarnar á mér að hjóla og hjóla og vera bara alltaf á sama staðnum. Það er ekkert fútt í því. En eftir að hafa hjólað í eina klukkustund næstum 35 kílómetra, þá komst ég að því að þetta reynir meira á en sama vegalengd á hjólinu úti. En eftir þetta var ég bara að slappa af. Horfði á sjónvarpið í herberginu mínu. Horfði á tvær mjög Hallmark-legar bíómyndir. Þær voru samt ekki frá Hallmark. Ein var um konu sem ætleiðir barn systur sinnar sem dó rétt eftir að barnið fæddist. Konan ól strákinn upp sem sinn eigin en sjö árum seinna finnur hún út hver faðir stráksinns er. Pabbinn vildi náttúrulega fá að hitta skrákinn sinn og eyða með honum tíma. En mamman var ekkert mjöf hrifin af því og bannaði honum að sjá strákinn þangað til að hann sótti um fullt forræði. Þá leyfði hún honum að umgangast krakkann. En forræðisdeilan hélt áfram. Þangað til þau fóru til dómara sem leysti málið. Dómarinn talaði við strákinn og spurði hvað honum finndist. Honum fannst að mamma hans og pabbi ættu bara að giftast. Síðan sagði dómarinn foreldrunum frá þessu og þeim fannst þessi hugmynd alveg út í hött. En þau enduðu nú samt með því að gifta sig og síðan voru þau hamingjusöm til æfiloka. Hin myndinn var nú milku betri. Í þeirri mynd voru hjón sem voru að skilja, þau áttu tvö börn, strák og stelpu. Karlinum finnst hann þurfa að gera eitthvað með selpunni sinni og þau fara saman í ferðalag um Bandaríkinn. Þetta var barasta sæt mynd. Amma pabbans var indjáni sem var tekin frá foreldrum sínum þegar hún var smábarn og var alin upp hjá hvítu fólki. En indjániblóðið rann samt í fólki í fjölskyldunni. Feðginin finna það í ferðinni. Þau fóru á gömul indjána griðarsvæði og skemmtu sér vel tvö saman að veiða í ám, fara í bátsferðir og bara vera saman.
Í dag fór ég síðan aftur á þrekhjólið og horfði á Torben kenna syni sínum og vini hans badminton. Og eftir það hef ég ekki verið að gera neitt. bara hangsa. Heilinn er að uppgötvað þá staðreynd að ég er að fara á Dolly Parton tónleika í næsta mánuði hefur. Ég þarf að minna mig á það að ég sé að fara. Þetta er bara svo sérstakt. Eitthvað sem ég bjóst ekki beint við að fengi tækifæri til að gera. Ég er að verða spennt og hlakka til. þrjátíu dagar.
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.