mánudagurinn fimmti febrúar árið 2007

Það er mánudagur í dag, það gerðist ekkert merkilegt í dag bara venjulegur dagur. Dagurinn byrjaði í dansi með Cheri, ballet. Balletspor eru ekki auðveld og maður þarf að æfa sig út í það endalausa. Snúa sér í hringi hoppa á tánum og þannig. Maður þarf að hafa eyrun í lagi því maður þarf allt jafnvægi sem maður hefur í líkamanum. Eftir hádegismat var hreingerningar tími. Ég var að sópa á ganginum þegar Torben kom með nýjan nepalskan nemanda og bað mig um að finna eitthvað fyrir hann að gera. Ég var að reyna að finna eitthvað fyrir hann að þrífa, þegar hreyngerningakonan Lone kom ég bað hana um að finna eitthvað fyrir hann. En hún spurði mig á dönsku havð mér findist. Ég stakk upp á klósettinu og það var samþykkt.
Eftir hádegi var svo tími með Jesper. Við erum að undirbúa ferð til Odense, svipaða ferð og vð fórum  í til Ferdericiu í síðustu viku. Ég er að undirbúa það að fara  á æskuheimili H.C. Andersens. Ég mun segja frá húsinu, en það er nú samt ekki mikið til að segja frá um það, þannig að mér datt líka í hug að segja eitthvað um hann sjálfan. En þar vissi ég ekkert hvað ég ætti að velja að tala um. Ég veit ótrúlega margt um karlinn. Það kom mér á óvart. Það er greinilegt að ég hef lært eitthvað í dönsku tímum fyrir ári síðan þegar við vorum í "tekst analysning" og vorum að vinna með ævintýri H.C. Andersens. Þannig að ég var bara allt í einu búin að skrifa eina þétt skrifaða A4 blaðsíðu í stílabókina mína. Ég veit ég veit meira um þetta en hinar stelpurnar. híhí....í tímanum í dag var Berglind í tölvunni og var að tala við pabba sinn á msn og allt í einu hróðaði hún bara "ó mæ god". Við litum öll beint á hana. Þá var pabbi hennar að segja henni að hann ætlaði að fá flugmiða fyrir hana til að koma heim um helgina. Ekki bara það hann ætlaði að líka að fá miða fyrir kærastann hennar(Jakob). Og hann ætlaði að splæsa. Berglind var alveg að tapa sér og ég, Damla og Jesper horfpum bara með undrun og fannst þetta vera brjálæði. Nú Berglind lýsti fjölskyldu sinni sem venjulegri millistéttarfjölskyldu. Ég vissi ekki að þannig fjölskyldur gætu bara vaknað einn daginn og keypt tvo flugmiða þreimur dögum fyrir flug. Hún fer á fimmtudaginn og kemur til baka á sunnudagskvöldið. Hún var hoppandi um af kæti.
Nú eftir tímann klukkan  þrjú ákvað ég að fara í bæinn til að fara til skósmiðsinns. Ég ætlaði að gera það á fimmtudagsmorgunninn í síðustu viku en komst síðan að því að skósmiðurinn opnar ekki fyrr en klukkan 11 en ef ég ætlað að ná í hádegismat í skólanum þarf ég taka strætó klukkan tíu mínútur yfir 11. Þannig að ég náði ekki skósmiðnum þá. En semsagt ég náði í dag. Ég fékk sprei sem á að hjálpa leðrinu í kúrekastígvélunum mínum til að anda og verja það fyrir vatni og skít. Frábært. Ég ætla líka að fá seinna þar til gerða leðursápu hjá henni, svo ég get þrifið stígvélin rétt þegar þau verða skítug.
Þetta var dagurinn í dag...

..."That's all folks"... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband