8.2.2007 | 19:32
Jæja nýr dagur
Í dag er fimmtudagur og ég sit hér í herberginu mínu og hlusta á kántrí plötu sem ég náði mér í á bókasafninu í síðustu viku. Ég bara skil ekki hvernig bókasafn í littlum bæ í Danmörku getur verið betra er borgarbókasafnið í höfuðborg Íslands. Mér datt líka í hug að sjá hverni Tinni er á dönsku. Hann er skemmitlegur. Ég mæli samt ekki með því að lesa fyndna Tinnabók þegar maður er með harðsperrur í maganum. Ég mæli reyndar heldur ekki með því að keyra í strætó um götur Fredericia þegar maður er með harðsperrur í magavöðvunum.
Það hefur ekki mikið gerst hér upp á síðkastið. Eins og kom fram í síðasta bloggi fór Berglind til Íslands. Hún fór bara ein. Hún og kærastinn(Jakob) eru hætt saman. Engin skilur reyndar hvernig þetta samband endtist í meira en tvo daga. Þar sem Jakob er þekktur fyrir að fara helst ekki frá tölvunni nema til að borða og sofa. Berglind er síðan búin að vera að kvarta yfir því hvernig Jakob er og þetta vandamál hans með tölvuna. Síðan er hún að uppgötva að ein stelpan hér er algjör tík. Stelpan er reyndar farin að hanga utan í Jakobi síðan hann og Berglin hættu saman. Þetta er búið að vera mikið mál. En þetta mun gleymast á morgun. Berglind kemur samt ekki til baka fyrr en á miðvikudaginn. Mamma hennar saknar hennar svo rosalega að pabbi hennar lætur hana koma heim með flugvél fyri afmæli mömmunar. Berglind á að vera óvænt afmælisgjöf.
Það kom upp lús í skólanum í mánudagin. Tvær stelpur voru með lús þá og ein bættist síðan við á þriðjudaginn. Það hefur samt ekki dreifst neitt meira. Sem betur fer. Sumir voru samt orðnir alveg hryllilega hræddir á þriðjudaginn. Lýs geta ekkki stokkið á milli fólks.
Í gær í dansi héldum við áfram að gera ballet æfingar. Og síðan teygðum við rosalega og ó boj, það var sárt. En hryllilega gott samt. Cheri ætlar að þjálfa okkur svo að við enda annarinnar þá munum við geta farið í splitt og spígat. Það verður spennandi að sjá hvort það tekts.
Í gærkvöldi var ég bara að horfa á sjónvarpið. Horfði á frumsýninguna á nýju þáttaröðinni um Aðþrengdu eiginkonurnar og horði síðan á glæpamynd með George Clooney og Jennifer Lopez, þar sem hún er lögga og hann glæpamaður.
Í dag var síðan Culture Club. Þar ætlaði Torben að vera með fyrirlestur. Okey það átti að byrja klukkan hálf tvö. En klukkan hálf tvö voru bara komnar tvær manneskjur það voru ég og Berglind. Við vorum þær einu í dálangan tíma. Torben var að tala við okkur. Hann talaði á ensku því Berglind skilur ekki ennþá alveg þegar það er verið að tala á dönsku. Torben sagði að Ísland hefði heldur betur fulltrúa sína á staðnum. "Iceland is well represented". Hann hafði líka síðan orð á því að það væri engin Dani á svæðinu, bara tveir Íslendingar og Þjóðverji. Síðan komu reyndar Damla og Gabor, Wiktor og Sonia, nýju Nepalirnir, og síðan tveir Danir. Þá spurði Torben hvort það væri eitthvað í tísku að koma bara tveir af hverju þjóðerni. Það var semsag tvennt af öllu. Síðan byrjaði fyrirlesturinn sem var ekki hefðbundinn fyrirlestur. Þessi fyrirlestur var gagnvirkur og fjallaði um að vera kreatívskur í hugsun. Hann var að segja frá því að það er bull og vitleysa að það séu bara einhverjir snillingar sem hafa sköpunargáfu og hafa kreatívska hugsun. Það geta allir verið kreatívskir og skapað. Hann sagði síðan líka að fólk héldi oft að það væri betra að vera búinn að fá sér í glas þegar maður semur lag eða skrifar eitthvað þá skrifi maður betur. En hann sagði að það væri yfirleitt hinnsveginn. Betra að vera allsgáður. Hann talaði af reynslu þarna. Hann var að kvetja okkur til að vera kreatívsk í hugsun og skapa og nota ímyndunaraflið. Ég held ég eigi ekki í vandræðum með það. Ég er jú stelpan sem sá hatt á snjókarli séð ofanfrá þegar henni var sýnt hvítt blað með svörtum punkti á.
Síðan var líka þýskutími í dag með Kingu. Það gengur bara vel og það kemur mér á óvart hvað ég skil mikið þegar Kinga er að tala á þýsku. Ég hef reyndar smá forskot á Dömlu og Moniku líka. Þó að Monika sé búin að vera læra þýsku lengur en ég. Það er skildleiki þýskunnar við íslensku og dönsku sem hjálpar mér. Þetta er bara ekkert mál. Erfiðast finnst mér þetta með sagnir í enda setningar. En það kemur...
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.