10.2.2007 | 23:18
Ungverskt já takk - annar hluti
Gærdagurinn byrjaði með æfingum með Gitte. við gerum styrkaræfingar á svona stórum boltum. Það tekur hryllilega á en er gott. Þetta var fyrir hádegi. Eftir hádegismat var húsfundur. Það er strax komið vandamál með nýju húsfundahefðina hans Torbens. Þá altaf einhver að syngja fyrir hina á hverjum húsfundi. Torben hafði valið Gabor til að syngja. Gabor tók því bara sem gríni en svo kom í ljós að Torben var alvara með þessari hefð, en Gabor söng ekkert í gær því hann hafði ekki undirbúið sig. En han lofaði að syngja á þriðjudaginn í staðinn. Eftirhádegi var smá miskilningur. Það er venjulega tími með Jesper eftirhádegi á föstudögum. En það er búið að breyta stundatöflunni þannig að það eru engir tímar eftir hádegi á föstudögum. Monika vissi það og átti að láta mig og Dömlu vita, en gleymdi því þannig að ég og Damla undruðum okkur á því hversvegna Jesper væri ekki á staðnum. En síðan fórum við bara. Ég fór upp í herbergið mitt að lesa. Ég kláraði að lesa Kalaharí vélritunarskólinn fyrir karlmenn. Ég las næstum hálfa bókina og kláraði hana. Þetta er góð bók eins og allar hinar bækurnar i þessum bókaflokki um Kvenspæjarastofu númer eitt. Ég hlakka til að lesa næstu bók í röðinni. En það verður ekki strax. Ég byrjaði hins vegar á annari bók eftir þetta í gær. Þetta er bók sem ég keypi í pennanum í haus áður en ég fór fyrir þúsundkall, afgang á inneignarnótu minnir mig. Konan í búðinni hafði mælt með henni. Ég ver samt að segja það að eftir að hafa lesið fyrstu 3 kaflana, þá er ég ekkert beint spent fyrir að lesa meira af bókinni. Mér finnst þetta bara vera svona eftirgerð af Bridget Jones, nema að þessi er ekki jafn skemmtileg og spennandi að lesa. Ég held ég muni setja þessa bók aftur á bókahilluna og finni mér eitthvað annað að gera.
Í gærkvöldi, föstudagskvöld, tókst Jesper að pirra þá sem í skólanum voru. Hann er vaktkennari þessa helgi. Í fyrstalagi var kvöldmaturinn hálftíma of seinn og allir glorhungraðir. Smá útúrdúr. í þýskutíma á fimmtudaginn gerðist eitt sniðugt. Kinga var að láta okkur gera verkefni og stelpa í verkefninu var svöng. Kinga sagði að Sie hat Hunger þýddi að hún er svöng. En það ruglaði Dömlu og hún spurði: "Hvers vegna hefur hún svöng?" Mér fannst þetta fyndið. En aftur að kvöldmatnum. í öðrulagi neitaði Jesper að gefa neinum fyrr en nöfn allra væru komin tvisvar á. Það féll ekki vel í kramið. En síðan var loksinns borðað. Það var svínakjöt.
Í dag var ég að vaska upp með Jesper eftir "mokost" sem heitir brunch á ensku. Við vorum að tala saman. Hann spurði mig hvort ég hefði heyrt að Dolly Parton væri að koma til Danmerkur til að vera með tónleika. Ég sagði honum sko um daginn að mér líkar mjög vel kántrí tónlist. Þess vegna spurði hann. Ég bara horfði á hann og brosti. Hann skildi þetta. Hann skildi það á þessu augnablika að ég ætti miða og ég væri að fara. Hann spurði mig þá hvort ég færi ein að færi með einhverjum. Ég sagði eins og er að ég færi ein þar sem það væri enginn til að fara með mér.
Eftir hádegi í dag ákvað ég að fara út í göngutúr. Gekk yfir brúna og labbaði síðan smá í kringum Middelfart. Ég tók nokkrar myndir eitthvað út í bláinn. Þær voru bara út í bláinn því það var svo kalt að þegar ég rétti hendurnar útúr ermunum þá frusu á mér fingurnir. Ég ætlað að fara í Føtext á morgun eða hinn og fá mér vetlinga. Veturinn er nefnilega kominn.
Damla stóð í eldhúsinu í dag að elda kvöldmat. Ungverskan mat. Það var gúllassúpa og réttur sem heitir paprikas krumpli. Mamma þú hefur ekki lært að segja gúllas rétt Ungverjalandi.Þeir bera ekki l-in fram þeir segjam gújas. Ungverskur matur er bara æði. En alltaf þegar þau eru að elda góðan ungverskan mað þá langar mig alltaf í íslenskan mat. Þá langar mig alltaf til að fara að elda eitthvað íslenskt. En hugsunin endar bara alltaf þar.
Í kvöld vorum við svo með spurningaleik sem 10 manns tóku þátt í. Ég var ein af þreimur stjórnendum leiksinns. Þetta gekk bara vel nema það að Monika nennti þessu ekki. En hún gerði þetta samt. og þetta gekk vel.
Ég er búin að bæta nýja myndaalbúmi við. Það heitir Danmörk 2007 og inniheldur nýjar myndir
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Úllsí
Góðar myndir!!! Gaman að lesa bloggið þitt. Ég mun ávallt segja gújas hér eftir!
Ást, Sigga
P.S. fékkstu hreyfimynd og myndir af Jóni Braga?
Sigga (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 00:16
Hæ,
takk fyrir að líta við. Gott viðtalið við þig í Mogganum í gær, ég las það.
Ég fékk sko myndirnarnar af honum Jóni Braga sætalingi. En video-ið virkaði ekki.
Úlfhildur Flosadóttir, 11.2.2007 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.