En það bar til um þessar mundir....

Hmmm hvað skal segja. Ég ætla ekki að segj að nú taki ég mig á fari að blogga á fullu reglulega. En ég ætla samt að blogga. Hingaðtil hefur ekki verið neitt reglulegt Íslandsblogg um dagleg ævintýri mín vegna þess hvað mér finnst lítið gerast, en kannski gerist alveg fullt. Það gerðist til dæmis allveg fullt í dag. Alla vegnna um þessar mundir almennt gerist heill hellingur. Í dag var ég sérstaklega dugleg og ætla ég hér að segja frá því í máli og myndum (ef kisi leyfir það er segja, hann er búinn að ákveða að leggja sig á úlnliðunum á mér þar sem ég sit með tölvuna í fanginu og pikka.)

 Hér er fyrsti kasinn, í hann var sett á þriðjudagskvöldið

 

 

 

 

 

 

 

Flutningar 1.nóv 005

 Og svona leit bókahillan út eftir á.

 

 

 

 

 

 

 

Í dag var ég svo súper dugleg. Ég tók sko til hendinni(skrítið orðtak). Ég setti drasl í poka til þess að henda. Ég fann skriftarbók frá því ég var sjö eða átta ára og komst að því að ég er ekki enn búin að læra að skrifa svona "ɑ" rétt, hvað 15 árum síðar! En merkilegast er samt að ég skuli hafi komist í gegnum grunnskóla og topp framhaldsskóla á vitlausa a-inu! Aðra bók, mun skemmtilegri fann ég líka, það var sögubók frá svipuðum tíma. Í sögubókina átti ég skrifa eitthvað á hverjum degi eða alla vega reglulega og kennarinn las síðan og skrifaði athugasemdir undir. Ég fór að lesa þessi skrif mín og það var hin skemmtilegast lesning, það sem 7-8 ára mér datt i hug! Það var skáldskapur og bara sögur úr eigin lífi. Í byrjun bókarinnar segi ég frá því hvað mér fannst sumarfríið leiðinlegt. Mér leiddist allt sumarið og ég gekk svo langt að segja að ég skildi ekkert í því hvers vegna sumarfrí væri yfirhöfuð höfð! Hvað var ég að pæla, þetta mundi ég aldrei segja í dag. Fannst mér virkilega svona rosalega gaman í skólanum. Ég skrifaði líka skáldaða framhaldssögu fyrir kennarann. Sagan var um lítinn fola sem sofnaði í haganum sínum og það kom álfkona og setti silfur skeifur á hann og svo barst hann á skeifunum alla leiðina til Bethlehem þar sem hann hitti vitringana þrjá og elti þá þar sem þeir fylgdu pólstjörnunni. Svo horfði hann á vitringana gefa nýbornum konungnum, gull, reykelsi og mirru þar sem hann lág í jötunni. Þar næst vaknaði folinn í haganum sínum og áttaði sig svo á því að þetta var bara allt saman draumur. Mér fannst þetta eiginlega bara frábær saga með tilvitnunum í jólaguðspjallið. Frábærasta frásögnin í sögubókinni var þó nokkuð sem ég hefði alveg eins getað skrifað í dag. En þar segi frá því að ég hafi ekki fundið bókina en nú væri hún fundin en þá vissi ég ekki hvað ég ætti að skrifa og þess vegna skrifaði ég um þennan texta. Þetta toppaði eignlega upptalningu mína á hinum ýmsustu fornöfnum í öllum mögulegum kynjum og tölum, þegar ég var í ritlist í MH og við áttum að skrifa í dagbók í hverjum tíma og mér datt ekkrt í hug. 

 Ég setti líka ofan í fleiri kassa. Þegar ég var búin að segja bækur eftir uppáhalds rithöfundinn minn í kassa og loka, fór ég næstum að gráta. Ég veit ekki hvað kom yfir mig. Ég sver ég þurfti að berjast við tárin. Mér fannst eins og um væri að ræða einhver svik af minni hálfu. Alveg hræðilegt. Ég var næstum búin að opna kassan aftur og taka bækurnar upp. Tilhugsunin um að sjá ekki bækurnar aftur í bráð var hræðileg á þessu augnabliki, ég skil ekki hvers vegna enda var ég líka mjög fljót að jafna mig. Rosalega getur maður verið skrítinn.  

flutningar 035 

flutningar 041 Zorba hafði líka mikið að gera í dag eins og sjá má á þessum myndum. 
 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Afrakstur dagsinns: 5 svartir ruslapokar, 5 kassar og 1 sjópoki og aumingja Bach í bleyjukassanum. 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
nóvember
 
 
Og svo var mál að hvíla sig. 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Annars er ég að reyna að venja mig af mbl og Moggabloggi og ætla því að færa bloggið yfir á þessa síðu hér: http://ulfhildur.tumblr.com/  þannig að þeir sem vilja fylgjast með get kíkt þangað inn. Þessi bloggfærsla er nú þegar komin þangað inn.

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband