13.2.2007 | 21:16
leiðindapúkar og frumlegir söngvarar í Snoghøj
Það er hægt að finna leiðindapúka og skemmtilegt fólk útum allt. Ég hef fundið einn leiðindapúka hér. Það er pólska stelpan Monika. Hún var með vandræði enn og aftur í morgun. Planið hafði verið að fara til Odense í dag við hættum við það, þar sem Monika mætti ekki á svæðið og Berglind er ekki hér. Okey svo ég, Damla og Jesper ákváðum að taka myndir af öllum í skólanum, kennurum, nemendum og starfsfólki og hengja upp á töflu með nöfnum hvers og eins. Svo að fólk eigi auðveldar með að læra öll nöfnin. Okey við ætluðum að skella okkur í það og byrja í tölvuherberginu og taka myndir af media línunni. Við vorum að bíða eftir að fá að taka myndirnar. Því nýji media kennarinn sagði okkur að bíða koma aftur eftir fimm mínútur. Við stóðum í holinu, þar sem við sjáum niður á hæðina fyrir neðan. Þar kom Monika niður tröppurnar og virti okkur ekki viðlits þegar við ávörpuðum hana. Við spurðum hvort við gætum tekið mynd af henni. Hún fór inn á skrifstofu kom svo til baka og fór síðan inn annan gang. Við vissum hvað hún var að gera. Hún var að athuga hvort tölvan hennar væri komin í póstinum. Hún hefur ekki talað eða hugsað um annað í meira en tvær vikur. Fartölvan kemur frá Ameríku og var keypt í síðustu viku. Það er frekar óraunsætt, finnst mér, að ætlast til að svona hlutur komist á leiðarenda á 4 dögum alla leiðina yfir Atlantshafið. En hvað um það við fórum niður til að tala við hana. En hún var þá komin í tölvuherbergið niðri og var bara með leiðindi. Ég og Damla gáfumst upp á henni. Þegar Monika var með leiðindi við okkur útaf myndatökunni, sagði Damla bara, ókey, Monika býr ekki hér, er ekki í þessum skóla og hún hefur alrei verið hér. Og ég hún gengum út. Þá talaði Jesper við Moniku. Hún er reyndar ferlega fúl út í hann. Hún hafði skrifað sig á helgarlistan til að útbúa morgunmat á sunnudagsmorguninn en mætti ekki þannig að ég og Jesper vorum bara ein. Hann skammaði hana fyrir þetta á sunnudaginn en hún samþykkti að vaska upp eftir kvöldmat í staðinn, en hún mætti ekki þá heldur. Þá fannst Jesper vera nóg komið og setti hana í uppvask út vikuna, Moniku til mikils ama. En Jesper ræddi við hana í dag um hegðun hennar og að þetta gengi ekki lengur. Þetta er annað skiptið sem hann hefur þurft að tala við hana um þetta. Ég og Damla sátum bara fyrir utan við borð fram á gangi og borðuðum góða banana. Þetta var bara 5 mínútur eitthvað svoleiðis. Jesper ákvað bara að láta hana eiga sig en óskaði henni samt góðrar ferðar til Flensborgar á morgun. En mér finnst hún vera mjög ósanngjörn við hann. Hann hefur lagt sig fram við að gera eitthvað spennandi síðan það kom í ljós að við vildum ekki fara að vinna á Spáni. Hann spurði okkur meira að segja hvað við vildum gera. Og hann er að kenna okkur hluti sem hann var ekki beint ráðinn til að kenna okkur. Jæja en nóg um það.
Ég vil leiðrétta smá misskilning um hina Íslendingana á svæðinu. Berglind og Haraldur eru bara vinir hafa aldrei verið saman. Hún var bara kynnt sem vinkona Haraldar þarna á flugvellinum. Jakob er ekki Íslendingur heldur Dani frá Kaupmannahöfn. Hann var líka hér fyrir jól á medialínunni. En það fór ekki mikið fyrir honum því hann gerði ekki mikið á línunni, það er að segja nánast ekkert. Berglind kynntist honum bara hér.
Í dag var húsfundur. Engin mikilvæg skilaboð nema bara það að það er einhver sem reykir inn á klósetti eða einhverstaðar þar sem það má ekki. Ég nefndi það í dag. Þá spurði Torben"Hver reykir á göngunum?" Þá svaraði nýju kínverski náunginn "Ég reyki". Torben spurði þá"Reykirðu í herberginu þínu?" kínverjinn svaraði þá "Nei ég reyki bara úti." Hann hafði aðeins misskilið upprunalegu spurninguna. En síðan var loksins komið að söngatriðinu hans Gabors. Hann steig á svið settist fyrir framan hljóðnemann og tók upp gítar og gerði sig tilbúinn. Hann byrjaði á því að segja að hann hefði aldrei sungið áður. Einhver úr hópnum spurði hvort hann þyrfti ekki að kveikja á hljóðnemanum. Gabor sagði að það skipti engu máli. Á meðan hafði Torben sett geisladisk í spilarann. Gabor sagði síðan, bara augnablik ég er að gera mig tilbúinn og er að bíða eftir rétta augnablikinu. Síðan fór allt af stað. Það var fyrst forspil sem kom úr tækinu og Gabor þóttist spila á gítarinn en síðan kom það fyndna. Gabor mæmaði allt lagið og söng ekki neitt. Þetta var alveg frábært. Hann var ekta rokkari, með sólgleraugu og allt og var að fíla sig inn í þeta. Var með alla réttu taktana. Þetta var sko skemmtilegt og allir skemmtu sér. Síðan þegar hann var búinn og við vorum búin að klappa í langan tíma þá var kominn tími fyrir hann að útnefna einhvern til að syngja næsta þriðjudag. Hann valdi Bishwa frá Nepal. Bishwa rauk þá á fætur og sagði: "Ég hef aldrei sungið eða dansað." Torben sagði þá bara "Gott." Yfirleitt skil ég ekki mikið þegar Nepalirnir eru að tala ensku. Þeir tala alveg ensku það er ekki það. Ég bara skil ekki vegna framburðarinns. Þetta er svolítið eins og indverskur framburður held ég. En ég skildi þessi orð hans þarna í dag.
Við kvöldmat í kvöld var Jesper að kynna matinn og gerði það á ensku. Rikke sagði þá að hann ætti bara að gera þetta á dönsku með það í huga að þeir sem eru ekki dönskumælandi læri eitthvað í málinu. En þá sagði Finn, hann er þjóðverji, en er í skóla í fredericiu en býr hér og talar dönsku, En Jesper þarf að æfa sig í ensku. Þá fóru allir að hlægja. Rikke líka.
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Úlfhildur.
Bara að kvitta fyrir innlit, les reyndar bloggið þitt á hverjum degi.
gangi þér allt í haginn í Danmörku
kveðja
þín frænka Jóhanna föðursystir
Jóhanna (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.