24.2.2007 | 23:32
Höfuðáverkar
Ég er ekkert búin að skrifa síðan á miðvikudaginn. Ég byrjaði fimmtudaginn ekki neitt sérstaklega vel. Ég held ég byrji á því að nefna það að ég er hrútur og eins fólk veit þá er hrútar gjarnir á að stanga og það er nákvæmlega það sem gerðist á fimmtudagsmorguninn. Við vorum í tíma með Gitte með explorerstrákunum. Við vorum að gera æfingar og áttum að vera tvö og tvö saman. Ég var með Berglindi og það varð smá slys. Það var svaka árekstur, höfðin á okkur skullu saman. Eða þar að segja ég stangaði hana. Það er erfitt að útskýra nákvæmlega hvað gerðist. En hvað um það ég man að ég greyp um höfuðið á mér og leit síðan á Berglindi á brá hryllilega þegar ég sá að það blæddi úr vörinni á henni. Þegar ég hafði áttað mig á því kom Gitte, á því augnablika fór Berglindi að svima. Gitte fór með hana fram. Berglindi var óglatt, var með svima og fann fyrir þreytu. Gitte hélt að hún hefði kannski fengið heilahristing. En síðan fór henni að líða betur en yfir hádegismat þá fór henni að líða illa aftur og þá fór Gitte með hana á spítalann. Læknirinn sagði að líklega væri allt í lagi en að Berglind ætti að vera undir eftirliti yfir nóttina, vera vakin reglulega. En um kvöldið átti ég gott samtal við Berglindi og þá leið henni bara vel. En vaktkennarinn Joan þurfti samt að vakna reglulega um nóttina til að vekja Berglindi til að tékka á henni. Ég var mun heppnari. Ég var bara með hausverk. Var reyndar með hausverk það sem eftir var fimmtudagsinns hann fór samt minnkandi en í gær var allt í lagi. Bara rauð og risastóra kúlu sem er hryllilega aum. Það er ferlega sárt að skella svona.
Í gær vorum við síðan aftur með Gitte og explorerstrákunum en í sálfræðinni þarna, ég veit ekki beint hvað ég á að kalla það. Við gerðum æfingar, við vorum með bundið fyrir augun og áttum að raða okkur sjálf í röð eftir stærð og við máttum ekki tala saman á meðan. Ég vissi að ég var lágvaxnasta manneskjan í hópnum og þá vissi ég að ég ætti að vera fremst þannig að ég bara stóð á sama staðnum og færði fólk sem ætlaði fram fyrir mig. Við náðum að mynda beina línu. James sem er hávaxinn var á hinum endanum, hann hafði gert nokkurnveginn það sama og ég. Síðan gerðum við annað líka með bundið fyrir augun. Við áttum að finna aðra manneskju og taka um hendur manneskjunnar og leggja hendurnar á minnið. Síðan áttum við að labba útum herbergið. Gitte reyndar leiddi okkur um herbergið en það var smá vandamál. Það heyrðist svo mikið í stígvélunum mínum á trégólfinu. Gitte tók af mér stígvélin. Síðan þegar allir voru ruglaðir um hvar þeir voru staddir þá áttum við að finna réttu hendurnar aftur. Ég viss vel hver átti hendurnar sem ég var að leita að. Það var Monika. Ég vissi það því ég fann að þetta voru stelpu hendur og þær voru á manneksju sem er frekar hávaxin. Og ég vissi að Damla átti ekki þessar hendur, hún er ekki það hávaxin og ég fann líka að þetta voru ekki hendurnar á Berglindi. og ég fann Moniku þetta var mjög gaman.
Torben er vaktkennari þessa helgi. Í gær eldaði hann það sem hann eldar oftast þegar hann er vaktkennari, spagetti bolognese. Það er samt gaman að sitja til borðs með honum. Hann segir frá ferðum sínum til framandi landa í gær var hann að tala um það þegar hann fór til Indlands. En eitt sem Torben er ekki góður í, það er að útbúa morgunmat. Það vantar alltaf eitthvað. Ég sat og borðaði brauð þegar Damla kom niður í morgun. Hún spurði "Hvað er þetta?" og horfði undrandi á morgunverðarborðið. Þetta átti víst að vera morgunmatur. Það var ein djús kanna, tvær kaffikönnur og tvær tekönnu. Tvö brauð og rúnstykki sem höfðu ekki verið hituð, tóm kornfleksskál og haframjöl og múslí, þykkmjólk og mjólk og síðan smjör og spægi og rúllupylsa. Þetta er það sem Torben gerir.
Ég er enn og aftur búin að sjá muninn á íslenska ríkissjónvarpinu og danksa ríkissjónvarpinu. Ég er búin að vera að horfa á sjónvarpið í kvöld. DR2 er alltaf með eitthvað þema á laugardagskvöldum. Í kvöld var þemað Johnny Cash. Hvenær mundi Sjónvarpið gerast svo djarft að senda í loftið 4 heimildarmyndir tengdar Johnny Cash í röð. Eða bara yfirhöfuð eitthvað. Svarið er, aldrei. 3 af fjórum myndunum voru danskar. Bara það að danska sjónvarpið hafi sett peninga í það að búa til sjónvarpsþátt um einhvern amerískan tónlistarmann, er merkilegt í mínum huga, og það að það hafi verið kántrí tónlistarmaður er enn merkilegra. Mér fannst þetta frábært og naut þess að horfa á sjónvarpið. Mér fann fyrir einhverskonar gleði yfir því að búa í landi þar sem maður getur séð svonalagað. En samt náði Íslendingastoltið mitt að koma fram. Það var sýnt myndbrot frá tónleikum sem Johnny Cash hafði haldið í Danmörku árið 1995, og hvað er það sem ég sé fyrst í myndinni? Hvað annað en íslenski fáninn. Það var maður sem hafði orð á því í einni af myndum að hvað Danmörk bara fílar ekki kántrí tónlist almennt. Hann sagði þó að Danir skilji ekki kántrí tónlist þá hafi þeir skilið Johnny Cash af einhverri ástæðu. Ég veit að Danmörk er ekki tilbúin fyrir kántrí tónlist ennþá, en hún er pottþétt tilbúnari en Ísland. Allaveganna bendir allt til þess. Það er auðvelt að nálgast kántrí tónlist í plötubúðum. Maður þarf ekki að setja búðina á annan enda eins og maður þarf að gera í Skífunni. Og síðan sér maður Johnny Cash í sjónvarpinu og fer á tónleika með Dolly Parton. Undarlegt.
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.