Íslenska innrásin- annar hluti - Litla Ísland?

íslenskur fániÍ janúar síðastliðnum var greint frá því að þrjú íslensk ungmenni hafi ráðist inn í lýðháskóla á suður Jótlandi. Innrásin gengur vel að sögn nemanda í umræddum skóla.  Ungmenning þrjú, sem lögðu af stað til Danmerkur með það í huga að ná yfirráðum í skólanum, hafa fengið liðsauka frá Íslandi. Tvö íslensk ungmenni mættu á svæðið á sunnudaginn. Hinir upprunalegu innrásarmenn vissu af komu nýju Íslendinganna. Og af því tilefni, tóku Íslendingarnir þrír sig til og ruddust inn í eldhús skólans klukkan 3 á sunnudaginn til að laga íslenska kjötsúpu. Þeir byrjuðu á því að skera niður rófur, gulrætur og kál í súpuna. Þegar Dani mætti svo á svæðið, voru Íslendingarnir ekki parhrifnir. Daninn vildi ólmur skottast í kringum Íslendingana, en var ekki tilbúinn til að gera neitt. Þangað til Íslendingarnir sögðu honum að ef hann hjálpaði ekki til, þá þyrfti hann að yfirgefa eldhúsið. Daninn ákvað að vera og hjálpa til. Íslendingarnir kenndu honum líka að borða rófu. Daninn hafði aldrei bragðað rófu áður! Þegar súpan var loksins til búin klukkan hálf sjö, þá var sest til borðs. Dönunum fannst þetta mjög undarleg súpa, sérstaklega þegar kom að innihaldi súpunnar. Þeir spurði hvort Íslendingarnir hefðu bara sett það sem til var í ísskápnum.  Danirnir voru líka vissir um að Íslensku ungmennin hefðu sett eitur í súpuna.  Súpan var samt borðuð og enginn veiktist. Afgangur af súpunni var svo borðaður í hádeginu í dag. Og að sögn eins Íslendingsins verður aftur afgangur af súpunni á morgun.
Liðsaukin fór ekki að láta í sér heyra fyrr en í morgun.  Ný braut í skólanum er samanstendur af fjórum Íslendingum og einum Dana. Það er eðlilegt að Íslendingar tali saman á íslensku, en kennarinn setti þá reglu að það yrði ekki töluð nein íslenska í tíma, bara danska eða enska. Það á eftir að láta á það reyna. Heimildarmaður segist efa að Íslendingarnir muni fara eftir reglunni, en bætir þó við að hún sé mjög hlynnt þessari reglu og muni gera sitt besta til að fara eftir henni. Hún mun gera það fyrir danska nemandann sem skilur ekki orð í íslensku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Frábært!  Það er ekki um að villast, við erum að yfirtaka Danmörku.  Og hvaða vopn er betra en íslensk kjötsúpa???  Voru grjón í súpunni?  En lambakjöt?  Fenguð þið súpujurtir í danmörku?

Bara forvitni...

mamms

Bergþóra Jónsdóttir, 5.3.2007 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband