Dolly, Dolly, Dolly

Jæja loksinns kemur bloggið um Dolly ævintýrið mitt.  Ég vildi halda mig við planið mitt um hvenær ég ætlaði að leggja af stað til Horsens. Ég var í líkamsrækt til klukkan þrjú hér á þriðjudaginn, þaut síðan í sturtu og síðan útá strætóstoppistöð klukkan hálf fjögur. Algjört meistaraverk ;)
    Síðan var ég komin á Frederica Banegård klukkan korter yfir 4, og var ný búin að missa af lest sem fór til Horsens. Ég beið þá bara þangað til að næsta lest færi þegar klukkuna vantaði 14 mínútur í fimm. Lestarferðin var bara stutt, tók 40 mínútur. Það tók tuttugu mínútur að fara til Vejle og síðan aðrar 20 til Horsens, á meðan ég var í lestinni hringdi svo mamma til að kanna stöðuna hjá mér(Ég hafði sent henni sms yfir daginn, svo hún gæti fylgst með undirbúningum fyrir tónleikana.). Ég kvaðst vera þreytt og geispandi, hún bað mig nú bara um gjöra svo vel að sofna ekki í lestinni. Það voru litlar líkur á því að það mundi gerast. Fyrr en varði var ég svo komin til Horsens Banegård. klukkan var þá rúmlega fimm(tæpir 3 tímar í tónleikana).
    Á lestarstöðinni vissi ég ekki hvað ég ætti að gera við mig. Blótaði yfir klósettinu sem þurfti að setja túkall í til að komast inná. Var ekki með túkall. Endaði svo með því að fara í sjoppuna á stöðinni, keypti eitt Bounty stykki svo ég fengi túkall í afgang. Einhverntímann á meðan dvöl minni stóð í lestarstöðinni sá ég hóp kvenna, kannski svona  4-5 miðaldra konur, sennilega saumaklúbbur. Þær voru allar í voða góður skapi, síðan heyrði ég þær spila 9 to 5 úr farsíma einnar konunnar. Þá var ég ekki í vafa um hvert þær væru að fara. Eftir það fór ég að blaða í bæklingum á lestarstöðinni til að finna út hvaða lest ég ætti að taka heim eftir tónleikana. Maður verður að vita það því miða sjálfsalinn getur ekki sagt manni það á kvöldin. Fann út þetta með lestina.
    Ég ákvað að það væri kominn tími til að finna út úr hvernig ég ætti að komast í salinn þar sem tónleikarnir voru í. Ég var búin að athuga það á netinu, ég gat tekið annaðhvort leið 3 eða 9. En ég ákvað að athuga það samt á staðnum til að vera viss, þannig að ég fór í sjoppuna/miðasöluna og spurði hvaða vagn ég ætti að taka til að komast til Forum Horsens. Þar fékk ég svarið að ég gæti bæði tekið leið 3 og 9. Ég fór þá út á plan til að finna út úr brottfarartímum vagnanna. næsti vagn fór klukkan korter í 6. Mér fannst það of snemmt. Svo ég fór bara aftur inn á lestarstöðina og beið eftir næsta vagni sem fór klukkan tíu mínútur yfir 6. Ég ákvað að taka hann því næsti vagn eftir það fór 10 mínútur yfir sjö og mér fannst það of naumur tími. Þegar ég kom í vagninn og var við það að borga, spurði ég bílstjórann hvort hann væri ekki örugglega að fara þangað sem ég var að fara. En hann skildi mig ekki. Mér leist ekkert á strætóferðina. En ég horfði bara útum gluggann og fylgdist með. Síðan sá ég allt í einu risa stórt hún með kúptu þaki og mímarga bíla fyrir utan, sem voru lagðir þvers og kruss og upp á köntum á sá fólk í fínum fötum ganga á gangstéttinni í átt að húsinu. Ég ákvað að þetta væri staðurinn og fór úr vagninum á næstu stoppistöð, þurfti reyndar að ganga í tíu mínútur í rigningunni, ég hafði farið úr strætó einni stoppistöð of seint.
    Þegar ég var komin inn í íþróttahöllina var klukkan um hálf sjö. Það fyrsta sem ég sá þar inni voru danskar glamúrpíur með eldrauðan varalit, rauðan kinnalit, og eldrautt naglalakk. Næsta sem ég sá var svo fólk sem ef ég vissi ekki betur þá gæti þetta fólk verið nýkomið af kántríhátíð á Skagaströnd í Kántríbæ. Þvílík múndering. Mislitar skyrtur með kögri, buxur með kögri, kúrekastígvél (sum með járni á hælnum) og svo kúrekahattar(sumir einnig með kögri). Ég hef bara séð fólk klætt svona í sjónvarpinu og á myndum. Ég fékk mér sæti upp við vegg í anddyrinu og horfði á fólk sem gekk framhjá mér. Ég borðaði síðan samlokurnar tvær sem ég hafði smurt með mér um morguninn. Ég vildi borða þær þá. því ég hafði pakkað þeim inn í álpappír og ég var búin að sjá málmleitartæki sem verðirnir voru með þegar þeir hleyptu fólki inn á svæðið. Ég vildi ekki að taka þá áhættu að kvöldmaturinn minn yrði gerður upptækur. Mamma hringdi svo aftur til að kanna stöðuna hjá mér. Hún sagðist svo mundi hringja aftur rétt áður en tónleikarnir byrjuðu. Það var farið að byrja að hleypa inn í salinn klukkan sjö. Og klukkan korter yfir sjö fór ég inn á svæðið. Ég hafði ekki farið inn á það fyrr því þar mátti reykja og ég nennti ekki hanga þar. Öryggisvörðurinn tók ekkert upp málmleitartækið. Hann bara bað mig um að opna töskuna mína svo hann gæti séð hvað ég væri með. ég var bara með úlpuna mína, gemsann og ipodinn.
    Þegar inn var komið sá ég þrjár stelpur seljandi bæklinga fyrir þessa tónleikaferð. Næst sá ég svo sölubás þar sem hægt var að kauða allskonar Dolly varning. Þar á meðal voru bleikir kúrekahattar, allskonar stuttermabolir, myndir, bæklingurinn og fleira. Ég stóð þarna í dágóða stund og grandskoðaði allt. Ég ákvað síðan að splæsa í bol. kostaði mig 250 danskar krónur. Þegar þetta var búið var klukkan um hálf átta og ég fór bara inn í sal til að finna sætið mitt. Sætið mitt var bara á fínasta stað. Sá beint á sviðið. Dolly er ekki með neina hljómsveit til að hita upp. En það var bara geisladiskur spilaður. Ég fylgdist með fólkinu koma inn. Mér finnst alltaf gaman að fylgjast með fólki á þennan hátt. Þetta var náttúrulega eins og í fuglabjargi þarna inni enda 4500 manns samankomin þarna.
Rétt fyrir átta hringdi svo mamma aftur til að athuga hvort það væri ekki stuð. Jú það var stuð. Tónleikarnir áttu að byrja klukkan átta. En dívan lét bíða eftir sér í tíu mínútur. Á þessum tíu mínútum rígmagnaðist stemningin í salnum og í hvert skipti sem lag kláraðist á disknum sem var spilaður, fór fólk að klappa en ekkert gerðist. Það var tjald fyrir sviðinu, rautt tjald. Það voru ljóskastarar sem vörpuði ljósi á tjaldið, Þannig að það stóð skírt og greinilega Dolly, og síðan voru mismunandi litir. Klukkan tíu mínútur yfir átta, byrjaði svo allt saman. Ljóskastarar í mismunandi litum mynduðu allskonar munstur á tjaldinu og í salnum.
Síðan var tjaldið dregið frá og þar stóð Dolly ásamt hljómsveitinni sinni. Sviðið var fallegt, með mismundandi lituð tjöld í bakgrunninum og síðan voru einhverskonar tröppur sem Dolly kom niður. Hún var ósköp sæt í gulri dragt. Ég las í gær umsögn um tónleikana á danskri vefsíðu, þar sem blaðamaðurinn sagði að honum hafi fundist hún vera eins og páska ungi í svona gulum fötum. Hún byrjaði á að syngja eitt lag, "Baby, I'm Burnin'". Síðan afsakaði hún töfina og sagði að það hafi orðið smá slys og að það hefði komið sjúkrabíll bakvið húsið. Síðan héldu tónleikarnir áfram. Eftir svona tvö til viðbótar var fólk farið að fara fram á gang til að reykja. Ég verð að segja að mér fannst það nú frekar ókurteist. Hún settist við píanóið og spilaði ein og söng lagði The Grass is Blue. Síðan söng hún acapella lagið Little Sparrow. Það var algjört æði, hún var æði. Ég bara datt inn í einhvern annan heim. Það var samt eitthvað fólk blaðrandi á meðan. Mér fannst þetta heldur ekki rétti tíminn til að tala saman. Ég hafði það einhvernveginn á tilfinningunni að Danirnir væru ekki að skemmta sér sem skildi. En ég held að það hafi bara verið vegna þess að þeir þekktu ekki lögin. Einu lögin hennar Dolly sem hafa náð vinsældum í Evrópu eru lögin sem halla meira til popps frekar en kántrís. Það eru lög eins og Jolene og 9 to 5 sem Danirnir þekkja. En hvað um það ég ákvað að láta blaðrandi fólk ekki stela athygglinni minni. Það voru reyndar menn á bekknum fyrir framan mig að reykja og það mátti ekki, þeir voru líka drekkandi. Þeir voru ítrekað varaðir við af vörðum frá salnum sem gengu um gólf. Hún var svona á sviðinu í klukkutíma, talaði á milli laga, en söng samt held ég eitthvað um 14 lög, síðan var komið hlé.
    Hléið stóð í svona korter tuttugu mínútur. Ég ákvað að fara fram á ganginn. Og eftir að hafa pælt í því þá ákvað ég að splæsa líka í bæklinginn. Hann kostaði 150 krónur. mér fannst það reyndar ekki svo mikið miðað við það að eitt lítið glas af gosi kostaði 40 krónur. Bæklingurinn sem er reyndar meira eins og bók, er fullur af myndum í lit og er flottur, sé ekki eftir þeim 400 krónum sem hurfu þetta kvöld við minjagripabásinn. Eftir þetta fór ég aftur inn í salinn og í sætið mitt. Og hóf aftur þá iðju að fylgjast með fólki.
Fljótlega voru ljósin svo slökkt og tjöldin dregin aftur frá og þá var Dolly komin aftur, hún hafði skipt um föt. Hún var þá komin í hvítt dress. Eftir hléið virtust Danirnir vera svo miklu hressari. Enda tók Dolly ásamt hjómsveit sinni, fleiri lög sem Danirnir þekktu. Ég þekkti öll lögin og kann flest þeirra utan að. Hún tók vinsæl lög eins og Here You Come Again, Apple Jack, Islands in the Stream(hún fékk einn af bakraddasöngvurunum, sem varð karl til að syngja með sér), og Me and Bobby McGee. Öll þessi lög fengu gríðarlegar undirtektir og fólk bæði söng með og klappaði. En það var ekki fyrr en komið var að 9 to 5 að allt gjörsamlega brjálaðist. Þetta stóra hús hreinlega skalf í látunum. Það var eins og jarðskjálfti. Síðasta lagið var svo I Will Always Love You. Mér finnst Dolly alltaf syngja það betur en Whitney Heuoston. Síðan fór hún af sviðinu og kom svo inn aftur til að syngja aukalagið sem var trúarlega lagið He's Alive. Enn og aftur æði. Þá voru tónleikarnir búnir.
    Klukkan var um tuttugu mínútur yfir tíu þegar tónleikarnir voru búnir. Ég trítlaði mér svo út til að finna strætó stoppi stöð. Gatan og bílaplanið var allt stíflað, því lögreglan hafði notað tækifærið til að koma og kyrrsetja bíla sem höfðu ekki verið skoðaðir, þegar svona margir bílar voru samankomnir. Ég fann stoppistöðina og fór að bíða eftir strætó í rigningunni. Þetta var síðasti strætóinn sem ég var að bíða eftir. Hann virtist ekki vera á leiðinni. En síðan sá ég tvær ungar konur á stoppistöðinni hinumegin við götuna, þær virtust ekki vera vissar hvort þær voru á réttum stað. Þær komu síðan yfir til mín og spurðu hvort ég væri nokkuð að fara á lestarstöðina. Jú ég játaði það. Þær spurðu mig hvort ég héldi ég væri réttu megin ég sagðist halda það því ég fór úr vagninum hinumegin. Þær voru ekki sannfærðar því það stóð ekkert um það að vagninn færi á lestarstöðina á skiltinu, þannig að þær fóru aftur yfir götuna. Eftir smá stund fór ég síðan yfir líka. Ég beið, var að hugsa um að taka leigubíl en fannst það algjör óþarfi, ég vildi gefa strætisvagninum tækifæri til að koma. Síðan kom loksins vagninn. Og viti menn, vagninn kom jú þeim megin sem ég hafði upphaflega beðið. Ég flýtti mér bara yfir götuna og vippaði mér í strætóinn sem var á leiðinni á lestarstöðina.
Í strætó hafði ég notað tækifærið til að kíkja í lestarbæklinginn til að finna lest til að taka. jú ég fann hana ég sá að hún mundi fara nokkrum mínútum eftir að vagninn kæmi á stöðina. Þegar ég var komin á lestarstöðina var röð í miðavélina. Ég bara fór í röðina og beið óþolinmóð en fékk síðan loksins miða og hljóð svo að lestinni. Ég rétt náði. klukkan var 23 mínútur yfir 11 en lestin fór 24 mínútur yfir. Sem betur fer náði ég. því þetta var síðasta lest kvöldsins frá Horsens sem stoppar í Fredericia.
ég var komin til Fredericia rétt fyrir tólf. Síðasti strætóinn var náttúrulega löngu farinn klukkan 10 mínútur yfir tíu. Ég bara stökk upp í leigubíl sem keyrði mig heim. Það kostaði mig 133 krónur fyrir 7,5 kílómetra ferð. Hann fór samt ekki bestu leið. Ég er orðin svo mikið heima hjá mér hér á þessu svæði að ég veit bestu og fljótlegustu leiðirnar. Og get verið ósammála leigubílstjóra. En þetta vara bara fínt. Ég var orðin þreytt enda var þetta langur og viðburðaríkur dagur og það var sko gott að koma heim.
Þegar ég var svo komin inn þá hringdi mamma til að heyra í mér og fá stöðuna og til að spyrja mig hvernig hefði verið. Eftir þetta samtal fór ég svo bara að sofa.
Það er einmitt það ég ætla mér að gera núna. Ég er búin að sitja og pikka þetta gríðarlega langa blogg inn í um tvo tíma, held ég. Get reyndar ekki sofið. Svaf í dag, í nokkra tíma. Því ég var með svo mikinn hroll, ég er með hálsbólgu og hausverk og síðan ofan á það er ég líka með hryllilegar harðsperrur frá danstíma með Cheri í gær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja, til hamingju með þetta ævintýri snúllan mín.  Það sem kemur mér á óvart er að Dolly hafi verið á sviðinu í svona langan tíma, því vanalega eru þessar stjörnur að syngja í um klukkutíma og ekki mikið meira en það.  Frábært hjá henni, og algjört trít fyrir aðdáendurna auðvitað. 

Annars fórum við David að hlusta á B.B. King á sunnudaginn, ég hafði nefnilega gefið honum miða í jólagjöf.  Það var mjög gaman, og reyndar var hann á sviðinu í meira en klukkutíma.  Hann sagði margar sögur karlinn, enda er hann orðinn 81 árs og hefur um margt að tjá sig.  T.d. vill hann að næsti forseti verði kona, því hann telur að það væru engin stríð ef konur hefðu meiri völd í heiminum.  

Jæja, láttu þér batna hálsbólgan með tei og hunangi.  Ég er sjálf ennþá með hóstakjöltur eftir næstum tveggja vikna flensu.

 knús,

 Ímsí

ímsílíms (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 05:01

2 identicon

Hefði verið gaman að vera þarna með þér...

Þín Sigga

Sigga (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 18:53

3 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Hefði sko viljað vera á þessum tónleikum - og að sjálfsögðu líka á BB King.  Það var fólk að fara héðan á "síðustu" tónleika hans í fyrra til Englands.  Hvað um það.  Ég er að vinna í því að fá Cream á Listahátíð - verð bara að sjá trommugoðið mitt Ginger Baker með Eric Clapton á sviði.  En hvað um það, Dolly er frábær.  Og kiðið mitt farið að gera sig breitt í Danmörku og þykjast rata ud om alle trisser...  það er nú barasta ofursnilld.

mamma

Bergþóra Jónsdóttir, 10.3.2007 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband