12.3.2007 | 19:10
Sól, sól skín á mig
Ég er enn að jafna mig á ævintýrinu síðasta þriðjudag. Ég er ekki viss um að ég átti mig fullkomnlega hvar ég var og á hvern ég var að hlusta á.
Ég er að venjast nýju íslensku stelpunum. Ég fór með þær í bæinn á mánudaginn fyrir viku, sýndi þeim aðalgötuna og svona, þær keyptu sér allar eitthvað, skó. Þeim finnst gaman að versla. Eins og mér finnst það leiðinlegt. Ég fór samt í búðirnar með þeim. Íslensku stelpurnar heita Guðrún og Þórdís. Og guð minn góður eiga Danirnir erfitt með nafnið Þórdís. Úlfhildur er auðvelt, alveg easy-peasy, miðað við það. Síðan er dönsk stelpa sem heitir Camilla, en hún hefur búið í Ameríku síðan hún var lítil en talar samt alveg dönsku ennþá, hún á samt erfiðara með að lesa og skrifa á dönsku. Þær eru allar á línunni minni Life Expander. Á föstudaginn fóru íslensku stelpurnar til Odense að versla. Því Jesper var veikur og hann átti að kenna okkur allan þann dag. Ég lét bara lítið fyrir mér fara og lá upp í rúmi mest allan daginn, með sára hálsbólgu.
Á sunnudaginn varð mér á í messunni. Ég var að útbúa morgunmat og var að laga kaffi og te. Ég var búin að hella upp á kaffi, venjulegt BKI kaffi (dönunum finnst alltaf fyndið þegar ég segi frá íslensku BKI auglýsingunum þar sem segir "BKI besta kaffi á Íslandi". Þar sem BKI þykir vera lélegt kaffi í Danmörku). Ég var við það fara setja kaffi á könnur þegar kennarinn kemur og spurði hvort ég hefði sett lífræna kaffið(økologist). Ég svaraði því neitandi, þá þurfti að hella öllu kaffinu og byrja upp á nýtt. Við vorum nefnilega með gesti sem neyta bara lífrænna hluta. Ég finn engan mun á lífrænu kaffi og venjulegu kaffi, eða á lífrænni mjólk og venjulegri mjólk.
Í dag þá kom kona til að kenna okkur Feng Shui. Það er flókið og ég er ekki sannfærð um mikilvægi þess að raða öllu í herbergjum upp samkvæmt Feng shui. En þetta er mjög athygglisvert. Við munum halda áfram í Feng Shui á morgun og næsta mánudag.
Það var svo yndislega gott veður í dag. Það er sko að koma vor núna, vonandi endist það lengur en síðast þegar ég sagði að það væri komið vor. Það var glampandi sól og 15 stiga hiti í allan dag. Bara ekta íslenskt sumarveður. Ég fór að þessu tilefni í bæinn, ég hefði nú farið hvort sem er, ég fór í Føtex og á bókasafnið og síðan endaði ég á útsölu í skóbúð og keypti mér stígvél. Það á allt að seljast úr verslunninni, ég held að það sé verið að fara að loka henni. Allir skór voru á 50-100 krónur. Stígvélin sem ég keypti kostuðu 75 krónur, en venjulega kosta þau 450 krónur. Svo ég helf ég hafi gert góð kaup þar. Síðan fór ég bara á stoppistöðina. Þar hitti ég Sid sem er hér í skólanum. Hann er ekki nemandi núna. Hann vinnur við það mála glugga. Hann var nemandi hér fyrir ári síðan. Sid er Ungverji sem heitir Szilard en Danirnir kalla hann Sid. Við spjölluðum um hitt og þetta, skólann og góðan mat. Eftir strætóferðina heim var bara kominn kvöldmatur. Það var týpískur mánudagsmatur, fiskur í raspi með soðnum kartöflum og remúlaði. Ég vil nú samt frekar bara smjör með fisknum og stappa saman við kartöflurnar.
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei það er ekki alltaf bragðmunur á lífrænu og venjulegu, en þegar þú borðar lífrænt þá ertu viss um að þú ert ekki að láta ofan í þig sýklalyf, rotvarnarefni og hormóna. Bara svona smá innlegg frá amerísku húsfrúnni sem borðar alltaf lífrænt ef mögulegt er, sérstaklega dýraafurðir. Á Íslandi er fólk líklega mest að borða lífrænt þegar kemur að kjöti og fiski, en það er spurning með mjólkina.
ímsílíms (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 04:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.