15.3.2007 | 20:17
Practically perfect!
Ég hef verið eitthvað svo löt undanfarið að ég hef ekki skrifað neitt, bara nenni því ekki. Mér finnst ég líka hafa ekkert til að skrifa um. Ég ætla að segja í mjög stuttu máli hvað er búið að gerast síðustu dagana.
Við vorum að læra um Feng Shui á mánudaginn og þriðjudaginn. Mér fannst það bara athygglisvert. Jesper er enn veikur þannig að það var ekki ljósmyndatími í gær. Þannig að eini tími gærdagsinns var dans með Cheri. Mér finnst ég vera nánast fullkomin. Nýju stelpurnar eru ekki jafn liðugar og ég. Ég teygt og togað. Ég er samt enganveginn jafn liðug og Cheri. Ég hef efasemdir um að hún hafi liðamót! En ég fæ kikk út úr nýju stelpunum. Eftir dans tímann í síðustu viku voru þær kvartandi yfir harðsperrum og í gær var það svipað. Í æfingunum kvörtuðu þær undan sársauka. Og í dag kvörtuðu þær undan eymslum og harðsperrum. Mér finnst ég vera eins og ég segi nánast fullkomin. Ég er orðin svo vön því að finna til í lærvöðvunum og bara hinum og þessum vöðvum. En ég finn altaf minna og minna til. Ég er nokkurnveginn hætt að fá harðsperrur. Mér finnst bara fyndið að heyra þær kvarta þegar ég finn ekkert fyrir neinu.
Á morgun kemur skyggn kona að tala við okkur. Fyrir hádegi ætlar hún að tala við okkur um skyggnigáfu svona almennt, segja frá þv hvað það er og svona. Og eftirhádegi getum við spurt hana eitthvað sem við viljum vita. Jesper hafði skipulagt þetta, en hann er enn veikur og mun ekki koma á morgun. Torben kom til okkar stelpnanna í hádeginu í dag til að segja okkur það að Jesper kæmi ekki en að hann mundi vera með okkur í staðinn. Þegar Torben var farinn aftur vorum við síðan að tala um þetta. Þórdís vill ekki heyra neitt um framtíð sína. Camilla vill heldur ekkert heyra um framtíðina. Þær eru hræddar um að þær muni trúa því sem konan segir. Mér fannst þetta nú mjög skiljanlegt. En það var nokkuð sem var sagt við borðið, ég vil ekki segja að mér hafi blöskrað við að heyra það, en ég varð allaveganna mjög hissa. Berglind sagði að hún muni hugsanlega ekki mæta því hún hafi verið alin upp við það að skyggnt fólk kæmi frá djöflinum. Og að skyggnigáfa væri eitthvað mjög slæmt og djöfullegt. Hún sagði að hún væri samt smá forvitin um þetta, en það að hún muni hugsanlega ekki mæta. Mér fannst mjög óþægilegt að heyra þetta, sérstaklega þetta með djöfulinn. Ég trúi því að það sé til skyggnt fólk og fólk sem viti eitthvað um framtíðina. Í mínum huga er skyggnigáfa eitthvað náttúrulegt og þar af leiðandi eðlilegt. En ég er samt á því að fólk eigi að taka upplýsinugm frá miðlum og fólki með skyggnigáfur með fyrirvara. Þó að ég trúi að sé til fólk sem er skyggnt og getur spáð um framtíðina, þá veit ég að þó að manneskja segist vera skyggn eða geti verið í sambandi við látna,þá þýðir það ekki endilega að hún hafi þessa hæfileika. Það eru til svikarar. Ég hef heyrt í útvarpinu og séð í sjónvarpinu miðilsfundi, þar sem allmenningur spyr miðil. Og miðillinn "er" í sambandi við látinn ættingja. Miðillinn spyr um nöfn eins og Jón og Sigurður, Guðrún og Sigríður, nöfn sem fynnast nánast í hverri einustu íslensku fjölskyldu. Ég kaupi það ekki fyrir, eina krónu. En ég er spennt að sjá hvernig þetta verður á morgun.
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.