Feng Shui, Kolding, Dan Brown, kollhnís og Úlfhildur

Það er allt á fullu í Snoghøj þessa dagana. Og ég hef ekki bloggað neitt. Á mánudaginn héldum við áfram í Feng Shui, við höfðum fengið það verkefni að koma í fötum í ákveðnum litum sem tilheyra ákveðnu elementi. Elementið sem mér var úthlutað var málmur, það þýddi að ég átti að koma í hvítu og pastel. Það kom hinsvegar í ljóst að ég á bara örfáar hvítar flíkur og ekki neina einustu í pastel. Síðan í tímanum áttum við að búa til klippimynd með þeim litum og þeim efnum sem tilheyra elementinu. Þegar maður skoðar Feng Shui á þennan hátt þá sér maður dálítið hvernig manneskja maður er, eða kanski öllu heldur hvernig persónuleikinn manns er. Það eru 5 element; eldur, jörð, málmur, vatn og tré. Ég ætla að fara aðeins yfir hvaða litir tileyra hvaða elementi.
-Eldur: Rauðir, bleikir og fjólubláir litir.
-Jörð: Brúnir litir, sand og jarðarlitir
-Málmur: Hvítur og ljósir pastellitir
-Vatn: Svartir, bláir litir
-Tré: Grænir litir.
Ég get séð hvaða elementum ég tilheyri. það er eldurinn og vatnið. Þegar ég hugsa um það þá á ég alls 2 brúnar flíkur, 3-4 grænar flíkur(eitt eru grænir sokkar). Á meðan önnur hvor flík sem ég á er blá og restin er, bleikt, rautt og svart. Mér fannst þetta mjög merkilegt. Þetta passar líkar við það að ég er hrútur og hrútur er einmitt eldmerki.

Í gær fórum við síðan í Kolding. Við áttum að hitta Gitte í Kolding, hún hafði ekki sagt okkur hvað við værum að fara að gera. Hún sagði okkur bara að koma. Og það gerðum við. Við erum bara 4. Þórdís fór til Kaupmannahafnar á fimmtudaginn og er ekki komin til baka ennþá, við höldum að hún komi ekki aftur til baka, nema bara til að sækja dótið sitt. En hvað um það. Við byrjuðum á því að taka strætó til Fredericia og síðan tókum við lest til Kolding. Það tekur 20 mínútur að fara með lest til Kolding. Við áttum að vera komnar á lestarstöðina klukkan hálf 12(Gitte ætlaði að sækja okkur þangað, en við vorum á undan áætlun. Berglind var í símasabandi við Gitte, þegar við vorum sestar upp í lest, og vorum að bíða eftir því að hún færi af stað, þá hringdi Berglind í Gitte til að segja henni að við værum á leiðinni, en hún byrjaði á því að tala á íslensku. Gitte skildi náttúrulega ekki orð af því sem hún sagði en áttaði sig á að þetta værum við stelpurnar. En hvað um það, það var seinkun á lestinni, við þurftum að fara úr lestinni og bíða eftir annari lest. Það var 20 mínútna töf. Þetta er mjög algengt hjá DSB. Tafir þeir eru víst þekktir fyrir tafir. En fólk lætur sig hafa það því það er ódýrt. Við komum svo loksinns til Kolding, fórum þá á kaffihús til að borða hádegismat. Gitte hafði mælt með þessu kaffihúsi og hún ætlaði að hitta okkur þar. Ég pantaði mér samloku með laxi og tzatziki. Þegar Gitte var komin sagði hún okkur hvað við værum að fara að gera. Við áttum að hitta blinda konu, sem Gitte þekkir. Konan er sálfræðingur, hún var ekki fædd blind heldur missti sjónina þegar hún var 23 vegna augnsjúkdóms. Líklega eitthvað svona svipað einsog Bjössi sem var með mér í Hvassó. Mamma hans Garðars sagði allaveganna við mig í fyrra eða hittí fyrra að læknar hefðu sagt að Bjössi mundi verða alveg blindur eftir nokkur ár. Hann er kominn með blindrastaf, þannig að sjónin er orðin minni og minni. En hvað um það konan sagði okkur frá æfi sinni. Og talaði líka um það hvað er mikilvægt í lífinu. Hún sagði okkur það að hún getur séð agnarögn. Hún tók sem dæmi að sjónopið er svona eins og gatið í dönskum túkalli, og að hún sjái bara svart og hvítt, það er að segja ef að hvítur lampi er á svörtu borði þá getur hún séð að það stendur hlutur á borðinu, en getur ekki greint hvaða hlutur það er. En afþví að hún missti sjónina svona hægt þá sést ekkert á augunum í henni að hún er blind. Ég gleymdi því oft á meðan við sátum þarna að tala við hana að hún sæi okkur ekki, því það var eins og hún væri að horfa á okkur. Þetta var mjög athygglisvert. Við töluðum um hvað sé mikilvægt í lífinu og hvað gerir mann hamingjusamann. Hún er sálfræðingur og vinnur við það, á tvö börn og er að fara að giftast sambýlismanni sínum núna í maí... Gitte sagði okkur eftir á að hún þénar um hundrað þúsund danskar krónur á mánuði.
Þegar við fórum frá konunni þá var klukkan um þrjú. Stelpurnar vildu fara að versla. Þar sem ég veit fátt leiðinlegra en að fara í búðir, þá fór ég bara heim. Ég sá samt Berglindi fá sér gat í naflan. Ég fór með lestinni til baka, það var ekkert mál. Ég hafði samt rétt misst af strætó í Fredericiu, þannig að ég fór bara að dunda mér í bænum. Fór í bókabúðirnar, því ég haft eitthvað svo mikla þörf fyrir að lesa. Ég er búin að lesa allar bækurnar sem ég kom með að heiman, nema þessa sem ég byrjaði á en fannst svo óspennandi. Ég komst að því í bókabúðunum, að Danir lesa ekki neitt um Kvenspæjarastofu númer eitt, eða neitt annað eftir Alexander McCall Smith. Þeir vita ekki hverju þeir eru að missa af. Ég fór að kíkja í hyllurnar. Mig langaði til að kaupa bók. Ég er reyndar búin að fynna síðu á netinu þar sem hægt er að niðurhala ókeypis hinum og þessum bókum, það er bara ekki það sama að sitja fyrir framan tölvuna, lesandi klassískar enskar bókmenntir eins og Jane Eyre og Fýkur yfir hæðir, og að sitja með bókina í höndunum. Ég leitaði í hyllunum að einhverju sem mig langaði til að lesa, bæði í ensku kilju hyllunni og í dönsku hyllunum. Velti fyrir mér Harry Potter, en fannst það ekki alveg nógu spennandi. Síðan sá ég Da Vinci lykilinn á ensku í kilju útgáfu, kostaði bara hundrað krónur. Ég velti því fyrir mér, en ég vildi eitthvað sem var meira krefjandi, ekki það að það sé ekki mjög krefjandi að lesa bók eins og Da Vinci lykilinn á ensku, ég vildi bara eitthvað sem var enn meira krefjandi. Þannig að ég snéri mér að dönsku hyllunni. Þá kom maðurinn sem vinnur í búðinni og spurði mig hvort hann gæti aðstoðað mig. Hann hafði séð mig standa fyrir framan þessar tvær hyllur í um tíu mínútur, veltandi hinum og þessum bókum fyrir mér. Ég spurði hann um Da Vinci Mysteriet, jú hann átti það til. Hann sýndi mér bókina í hyllunni þetta var bók með hörðu baki(ég man ekki hvað andstæðan við kilju er), ég spurði hann svo hvort hún væri ekki til í kilju, hann neitaði þvi hún er ekki enn komin út í kilju útgáfu í Danmörku. Ég ákvað bara að skella mér á hana, 150 danskar krónur. Ég byrjaði strax að lesa í gærkvöldi og hún er strax orðin spennandi. Ég veit samt að að bækur eru það síðasta sem ég ætti að vera að kaupa hér. Bækur eru bæði fyrirferðamiklar og síðan vega þær líka mikið. Það er taumlaus skelfing að hugsa um hvernig ég ætla að koma öllu dótinu mínu heim til Íslands. Alveg hreint hræðileg tilhugsun í mínum huga.
Jæja nema hvað, ég var í bænum. Eftir að ég var komin úr bókabúðinni settist ég á bekkin á stoppistöðinni og fór að skipuleggja heimsóknina sem ég fæ í apríl. Hvað ég ætla að sýna mömmu og svona. Ég ætla samt ekki að gefa neitt upp ennþá, það á kannski að koma á óvart. Síðan var kominn tími fyrir strætó til að koma, klukkan var þá tíu mínútur yfir 5, þá labbaði strákur framhjá mér og sagði að ef ég væri að bíða eftir strætó þá væri það vonlaus bið því strætóbílstjórar væru í verkfalli. Djö var ég pirruð þá, ég hafði verið í bænum að bíða í klukkutíma eftir engu. Ég labbaði þá bara heim, ég var líka extra pirruð því ég vissi að ég mundi ekki ná heim fyrir kvöldmat klukkan sex. Að ganga 8 kílómetra á 50 mínútum get ég ekki. Ég er ekki strútur. Ég var komin til Erritsø klukkan sex og þá fór ég bara inn á Burger King og fékk mér hamborgara, franskar og kók. Fyrsta sinn sem ég geri það hér. Þetta var bara ein undantekning. Eftir að hafa snætt þá gekk ég aftur af stað í sólsetrinu og var komin rétt fyrir sjö í skólan. Klukkan hálf átta var svo spænsku tími með Jesper.

Í dag var ljósmyndatími með Jesper. Við vorum bara að klára þema verkefni sem við áttum að klára þegar Jesper varð veikur fyrir 3 vikum. Þannig að það voru bara rólegheit. Eftirhádegi var svo danstími með Cheri. Við gerðum æfingar og dönsuðum það er eitt, sem við vorum að æfa, það er einskonar afturábak kollhnís. Fyrst þegar Cheri var að reyna að kenna okkur þetta í febrúar hélt að þetta væri erfitt. En síðan í síðustu viki tóks mér þetta og ég komst að því að þetta er auðvelt. Og ég get núna gert þetta ekkert mál. Camilla þorir ekki, Berglind og Guðrún, lenda báðar annað hvort á hliðinni eða lenda með magaskell og fæturna í sundur.

Það er mál hér sem pirrar mig mjög, það er málið á ganginum mínum. Enginn gerir hreint. Berglind er núna flutt á annan gang, hún gerði það á sunnudaginn. Og í dag flutti Claus á gamla ganginn minn. Það er reyndar nokkuð sem truflar mig mjög. Í janúar sagði Torben við mig að að nemendur ættu ekki að búa þarna uppi, ég hefði bara átt að suða og suða nógu vel. Það er það sem Claus hefur gert og því fær hann að búa þarna uppi núna. Með Berglindi og Claus í burtu þá eru bara tvær manneskjur eftir sem þrífa, það eru ég og Jónas. Chen þrífur reyndar en maður þarf alltaf að minna hann á það. Síðan í dag þegar ég ég frétti að Claus væri fluttur þá fór ég að hugsa um að flytja. Hann flutti reyndar vegna háfaða og Berglind líka. Við erum með lista niðri yfir það hvar hver býr og listi yfir öll herbergin í skólanum. Það er einn gangur með fullt af auðum herbergjum, en þar eru bara nepalir og sama vandamál sem ég vil losna við á mínum gangi. Þannig að það er ekki möguleiki fyrir mig. Síðan fór ég að hugsa. Gangurinn er sem Camilla, Guðrún og Þórdís búa í er hljóðlátur og engin vandamál. Það eru reyndar engin laus herbergi eins og stendur, en ef Þórdís er að hætta þá gæti ég fengið hennar herbergi, og lifað í svipuðum heimi og ég gerði fyrir jól á þriðju hæð. Ég sé til


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Svakalega hlakka ég til að koma til þín.  Ég ætla samt ekki að labba til Snogh¢j alla leiðina frá Fredericia - það er á hreinu.  Er nú samt að hugsa um að sjá þig fara í þennan kollhnís.  Ég þarf að knúsa Gitte þegar ég kem, fyrir það hvað hún er búin að tuska ykkur til og koma þér í gott form.

Grilljón knús

mamma

Bergþóra Jónsdóttir, 22.3.2007 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband