Villikötturinn

okey það er langt síðan ég bloggaði síðast en það er margt sem hefur gerst síðustu dagana. Ég byrja á fmmtudeginum í síðustu viku. Við vorum öll rekin út úr skólanum á fimmtudaginn því einhver frægur danskur söngvari sem ég veit ekki hver er, ætlaði að koma hingað og halda tónleika. Það var uppselt á tónleikana og fólkið sem kom ætlaði líka að borða kvöldmat hér. Það hafði borgað heilan helling fyrir að koma á tónleikana og fyrir matinn. Það þurfti að gera allt tilbúið fyrir kvöldið þannig okkur var bara hennt upp í rútu til Århus. Við lögðum af stað klukkan níu og þegar við vorum svo loksinns kominn í bæjinn fórum við á safn. Þetta var gott safn, bæði með gömlum málverkum frá 1700 og eitthvað til nútíma listar. Ég verð að segja að mér þótti verkin frá 18. og 19. öld langflottust. Við vorum ekki pínd til að fara á safnið en Mikael mælti eindregið með því og mælti með því að verja um klukkutíma þarna inni. Þegar ég var búin á safninu var klukkan um hálf eitt. Það var bara frjáls tími eftir það. Stelpurnar ætluðu allar að fara að versla, þannig að ég nennti ekki að hanga með þeim. Ég elti Mikael inn í plötubúð. En ég fór úr búðinni án þess að kaupa nokkuð, skildi síðan við Mikael og strákana eftir það og var bara ein. Ég skoðaði í Byttecentralen í Århus. Það vantar þannig búð í Reykjavík. ódýrar, bækur, geisladiskar og kvikmyndir. Síðan ákvað ég að fara aftur í plötubúðina sem ég fór fyrst í. Ég fann nokkuð óvænt þar, ég fann fyrstu seríuna af McLeod Systrunum á dvd. Ekki nóg með það. öll serían kostaði 200 krónur. Ég skellti mér á það. Gat bara ekki látið þetta vera. Ég hafði samt ákveðið daginn áður að kaupa ekkert fyrirferðamikið það sem eftir væri af Danmerkurdvöl minni. En hvað um það. 11 dvd diska sett með uppáhalds sjónvarpsþættinum mínum sem kostar minna einn geisladiskur Íslandi."Nó breiner" fyrir mig. Síðan þegar ég var búin að þessu fór ég að láta mér leiðast. Ég hafði ekkert að gera. Labbaði fram hjá Magasin Du Nord. Ég hafði ekkert að gera þangað inn og ætlaði ekkert að fara þangað inn en fann mig tilknúna því ég er Íslendur og Magasin er jú í eigu Íslendinga. Þannig að ég kíkti þangað inn. Eftir það var ég  bara að hangsa. Settist á bekk fyrir utan dómkirkjuna í sól og borðaði nestið mitt, það var samt dálítill vindur. Ég hafði tekið DaVinci lykilinn með mér, ef ske kynni að mér mundi leiðast en það var bara of mikill vindur fyrir lestur utandyra. Ég sendi pabba líka sms til að óska honum til hamingju með afmælið. Mér leiddist enn meira. Mér datt síðan í hug að fara í bíó því ég þurfti bara að vera komin aftur í rútuna klukkan fimm og klukkan var bara um þrjú, en ég veit ekkert hvar bíóið er í Århus þannig að ég bara hangsaði enn meira. Sat á bekknum fyrir utan kirkjuna og fylgdist með fólki. Nú klukkan fimm fór ég aftur í rútuna. Allir höfðu keypt eitthvað. Ég komst síðan að því að Claus og Kudret(sænskur tyrki) höfðu fengið sömu hugmynd og ég um að fara í bíóm, þeir vissi hinnsvegar hvar bíóið var. Það var síðan komið að kvöldmat klukkan um korter yfir fimm. Við fórum í verslunar hús þar sem fullt af tyrkjum og indverjum eru með markaði og verslanir og veitingastaði. Við ætluðum að borða Kebab, skólinn borgaði náttúrulega. Rútubílstjórinn borðaði líka með okkur. Hann læsti rútunni. Dönunum fannst kebabið of sterkt. og þurftu allir að fá vatn að drekka eftir á. Á meðan ég fann ekki fyrir því að þetta væri neitt sérstakleg sterkt. Greinilegt að þessir Danir hafi ekki bragðað kjúkling ala Úlfhildur. Við vorum þarna inn að borða í rúman hálftíma, þegar við komum aftur að rútunni komumst við því að það hafði verið brotist inn í rútuna. Við fengum ekki að fara strax inn í rútuna bílstjórinn sagði að öllu hefði verið stolið. Ég hafði skilið töskuna mína eftir inn í rútunni og fór að vona að þjófarnir hefðu ekki tekið töskuna og allt sem í henni var, ég hefði orðið svekkt ef að McLeod settinu hefði verið stolið. Síðan fengum við að fara inn. Taskan mín var enn í rútunni en hún hafði verið tæmd. Ég hafði skilið hana eftir undir sætinu mínu. Taskan var tóm í sætinu. Það eina sem þjófarnir höfðu áhuga á að taka var myndavélin mín. Restin af dótinu mínu var á gólfinu. Ég var samt heppin miðað við marga aðra. Wiktor frá Póllandi missti vegabréfið sitt. Margir af Neplunum misstu líka vegabréfin sín. Ég skil ekki hvað þeir voru að gera með vegabréfin á sér, og hversu tómur þarf maður að vera í kollinum til að skilja vegabréfið sitt eftir bara á svona glámbekk. Einn af Nepulunum missti líka um 90.000 íslenskar krónur. Hann treystir víst ekki bankanum fyrir peningum. Hann skiptir vonandi um skoðun eftir þetta atvik. Það getur borgað sig að treysta bankanum til að geyma peningana sína. Það er samt svo skrítið. Ég var bara niðurdregin yfir mínu tapi í svona hálftíma eftir að við komum aftur í rútuna. Síðan var það bara búið. Ég held að það trufli mig meira að einhver ókunnugur hafi í leyfisleysi farið ég gegnum dótið mitt heldur en það að einhverju hafi verið stolið frá mér. Svona er raunveruleikinn.

Á föstudaginn horfðum við á Dead Poet Society myndina sem blinda konan mælti með. Hún er alltaf jafngóð. Ég áttaði mig á því að ég hafði séð hana áður. Mundi meira að segja að sá hana í sjónvarpinu hjá afa og ömmu. Eftir hádegi áttum við síðan að vinna verkefni sem heitir "My life as a movie" Þar eigum við að skrifa um líf okkar. Atriði sem standa upp úr eða bara eitthvað athygglisvert sem hefur gerst. og eigum að skrifa þetta sem kvikmynd. Ég kláraði mitt á föstudaginn. Líf mitt er í mjög stuttum dráttum og er 4 síður í tölvu. Ég byrja náttúrulega á því að ég fæddist en síðan er ekkert næstu 5 eða 6 árin eftir það. Ég og Camilla vorum sammála um það er ekki svo margt sérstakt sem maður getur sagt frá, frá því tímabili í lífi manns. Það gerist nokkurnveginn það sama í lífum flestra "ég fór að skríða" "ég gekk í fyrsta skipti" "ég talaði" "ég pissaði í klósett" 

Um helgina slappaði ég bara af og horfði á McLeod Systurnar, það tók allan laugardaginn og sunnudaginn líka.  Þórdís kom til baka á sunnudagskvöldið.

Í gær fórum við 5 í bíl með Gitte upp í sveit. Skammlingsbakken eða eitthvað þannig. Æðislegur staður. Væri sko alveg til að búa þar. Við áttum þar að ganga, hugsa og leysa verkefni sem fyrir okkur voru lögð. Þetta var mjög góður dagur. Ég var bara dálítið svekkt yfir því að geta ekki tekið myndir, en ég fer þangað bara einhvertíma aftur. Eftirhádegi eða um klukkan þrjú það er að segja uppgötvaði ég tómt herbergi á hinum aðalganginum. Það er herbergi við hliðina á herberginu sem ég bjó fyrst í. Ég var og sein þá að tala við konuna á skrifstofunni til að biðja um að fá að flytja. Ég var missti líka af ritaranum í dag. Þannig að ég ætlað að spyrja hana í fyrramálið.

Við fengum frí fyrir hádegi í dag en ákváðum að dansa með Cheri frá 10 til 12. Eftirhádi áttum við svo að fara til Kolding. Við lögðum af stað klukkan hálf 2. Gitte hitti okkur í Kolding og sýndi okkur bæinn og síðan fórum við á kaffi hús. Klukkan 5 áttum við svo að fara til Stílista. Ég verð að segja að ég kveið fyrir. Stílistinn er líka hárgreiðslu kona og er með hárgreiðslustofu og við vorum á hárgreiðslustofunni frá fimm til átta. Hún benti okkur á hitt og þetta sem við gætum gert við hárið á okkur, hún talaði líka um farða og föt. Ég hafði áhyggjur af því sem hún mundi segja um augabrúnirnar á mér. Hún byrjaði að taka teygjuna úr hárinu á mér og sagði að ég væri með mjög fallegt hár og fullkominn lit á því líka. En hún spurði mig hinsvegar líka hver tilgangurinn væri að vera með sítt hár ef maður er síðan með hárið nánast alltaf upp í tagli. Það er spurning sem ég gat ekki svarað. Henni fannt þykku augabrúnirnar mínar flottar og sagði að núna væri að koma í tísku að vera með þykkari augabrúnir. Mikið var ég ánægð að heyra það.  Hún vill að ég noti augnskugga meira, hún setti á mig bleikan augnskugga og svartan eyeliner. Hinnsvegar sagði hún að með hárið í tagli, í gallabuxum, kúrekastígvélum og í svörtum stutterma bol, væri ég ekki beint kvenleg. Ég vissi það svosem. Ég er ekki mikið fyrir farða háa hæla, pils og kjóla. Mér finnst bara óþægilegt að vera í pilsum og kjólum. Þegar stílistinn talaði um kvenleika minnn, þá bætti Gitte einu við sem henni þótti merkilegt með mig. Ég hafði ekki hugmynd um að hún hefði tekið eftir þvi. En það er það að ég er alltaf með langar neglur og naglalakk. Ég get verið með allt frá ljósbleiku upp í eldrautt á nöglunum. Stílistinn sagði að útlitslega þætti henni ég vera svona týpa sem er villt, fjörug og skemmtileg. Eða eins og hún orðaði það, Villiköttur.  Mér fannst þetta allt mjög athygglisvert þó ég sé ekki viss um að ég sé að fara í ganga í kjólum og sokkabuxum dagsdaglega. Eftir þetta klukkan átta fór Gitte heim til sín en við stelpurnar fórum á veitingastaði til að borða. Ég fékk mér hamborgara og Sprite. Hamborgarnir á Vitabar eru betri! Eftir mat fórum við bara heim. Og nú sit ég bara í herberginu mínu og skrifa þetta og hlusta á Dixie Chicks


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband