Páskafrí

Photoshoppuð mynd eftir migEins og fyrirsögnin hér að ofan gefur að kynna er komið páskafrí. Fólk er farið heim og það er tómlegt hér. Svona svipað og það var vikuna fyrir jól. Ástandið er samt betra en ég bjóst við, ég er ekki eina manneskjan á svæðinu sem heldur páska. Það eru þrír danir hér, Jonas, Tommy og Claus. Við erum þrjár stelpur eftir það er ég, Damla og Mette, en ég held hinnsvegar að Mette fari heim í dag. Foreldrar Dömlu komu í gær og Damla og Gabor ætla að vera með þeim í Kaupmannahöfn yfir páskana. Þannig að ég verð eina stelpan á svæðinu. Undecided Þetta verða sérstakir páskar það er ég viss um.  Jesper og Torben skipta vaktinni yfir páskana á milli sín. Jesper verður í dag, morgun og á laugardaginn og Torben á páskadag og annan í páskum. Ég var að segja við Joan, í gærkvöldi að ég ætli bara rétt að vona að Torben sé búinn að læra að útbúa morgunmat, því ég sé ekki viss um að ég kæri mig um að sleppa morgunmat þar sem fáum bara mat tvisvar á dag yfir hátíðina. Það var nefnilega þannig síðast þegar Torben var með helgarvakt að það morgunmaturinn hjá honum var fyrir svona 10 í stað fyrir 50.
Ég er búin að vera svo dugleg að borða ekki nammi, snakk og sætindi hér í Danmörku en nú er undantekning. Ég fór í bæinn á mánudaginn, fór í Føtex og hrúaði í innkaupakörfuna hjá mér sætindum. Ég keypti allskona nammi og snakk líka. Ég keypti líka Páskaegg. Ég er spennt að sjá hvernig dönsk páskaegg eru. Þau líta allaveganna vel út. Þeir eru hinnsvegar miklu meira í páskahérum hér en páskaungum. Páskaeggið mitt er með páskahéra úr hvítu súkkulaði(held ég) utaná. Mér finnst maður bara þurfa að borða nammi og sætindi á páskunum.
Ég er líka búin að sjá það að danskar sjónvarpsrásir gera það sama og íslenskar rásir um hátíðir, það er að sýna danskar kvikmyndir. Þeir ætla hinnsvegar að sýna einu leiðinlegustu mynd sem ég man eftir að hafa séð, Gamle mænd i nye bile. Ég bara geri eitthvað annað.
Fyrir utan það að úða í mig nammi og góna á sjónvarp, þá ætla ég líka að lesa í Da Vinci lyklinum. Þetta er ekki nánda nærri því eins erfið lesnig og ég bjóst við. Ég held ég sé búin að lesa 1 þriðja af bókinni nú þegar. Það skemmir samt pínulítið að ég er búin að sjá myndina og veit hvað mun gerast. En þetta er samt spennandi.
Ég er líka að hugsa um að hlusta á Spurningakeppni fjölmiðlanna og heyra hvernig henni mömmu minn gekk með Mogga liðinu. Þetta er svona um það bil það sem ég ætla mér að gera um páskana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband