Dagur tvö - misskilningur?

Það er annar í páskafríi í dag, annað nafn yfir þennan dag er föstudagurinn langi.
Í gær þá tók ég til í herberginu mínu, enda ekki vanþörf á. Ég kláraði loksinns flutninginn inn í herbergið, 4 mánuðum á eftir áætlun. Betra er seint en aldrei. Ég þreyf hvern einasta krók og kima og breytti síðan smá í herberginu, færði borðin tvö til. Miklu betra svona. Ég hef betri aðgang að glugganum og skúffunum undir rúminu og að korktöflunni þar sem dagatalið mitt hangir. Ég hefði átt að láta mér detta þetta í hug fyrr. Ég hengdi líka upp myndirnar mínar Ég bara fann einhverja þörf fyrir það að breyta. Ég held það sé vorið sem hefur þessi áhrif. Í gær borðaði ég líka nammi. Ég hafði keypt svona haribo poka. Ég finn að líkaminn minn er ekki jafn vanur sætindum og hann var. Yfir allan daginn var ég nartandi í nammið og fram í kvöld líka. Um kvöldið var síðan ís. Ég fékk mér ís og síðan líka pop. Um ellefu leitið var ég orðin eirðarlaus. Þó var ég ekki búin að borða svo mikið af sætindum. Nammi pokinn var bara um það hálfnaður, og minna af ís en ég er vön að borða, þegar ég borða ís. Þetta var bara of mikill sykur fyrir einn dag. Minna heldur en ég var vön að þola.
Í dag gerði ég svo eiginlega ekkert. Jú ég vaknaði snemma og útbjó morgunmat með Jesper. Ég sá um allt þetta venjulega og hann steikti beikon og hrærð egg. Síðan eftir að hafa borðað, þá settist ég við tölvuna mína til að horfa á Passions. Engin af dönsku sjónvarpsrásunum sem ég næ sýna sápuóperur. Ég bara næ því ekki, Tvær aðal dönsku stöðvarnar sýna ekki sápuóperur. Fólk veit ekki af hverju það er að missa af. Þar sem ég er vön að fylgjast með 2 til 3 sápum heima, og vantaði eitthvað algjörlega gagnslaust en spennandi að horfa á(sápu). Þá fór ég á netið og fann sápuna Passions frá amerísku NBC sjónvarpstöðinni. Þeir sýna hana á netinu. Ég er búin að fylgjast með Passions á hverjum degi síðan fyrir nokkrum vikum. Og ég er algjörlega dottin inn í þetta.
Eftir Passions þá fór ég út í göngutúr, bara fínasta veður, passar að vera úti á peysunni. Þegar ég var svo komin inn aftur þá fór ég að góna á sjónvarpið. Tvær Hallmark myndir í röð. Aðra myndina var ég búin að sjá áður á Hallmark hina hafði ég ekki séð áður. Báðar myndirnar voru týpískar Hallmark myndir.
Síðan var kominn kvöldmatur. Fyrsta lambið sem ég borða í Danmörku árið 2007.(ekki satt man það núna, þetta er annað skiptið, auðvitað var lamb með íslenku kjötsúpunni) Það þarf virkilega að kenna dönum að borða lambakjöt. Það eru fleiri dýr til heiminum, en svín og kýr! En lambið núna var gott, það bragðaðist ekki eins og gömul ær eins og síðast fyrir jól. Það var eldað að nepölskum sið. Einn af Nepulunum kann að elda. Þetta var mjög gott. Lambið var í einhverskonar kjötsósu. Biku, sá sem eldaði kynnti matinn, hann sagði að sósan væri ekkert mjög sterk. Síðan benti hann á auka sósu og sagði að hún væri mjög sterk. Ég fékk mér bæði aðal sósuna sem kjötið var í og sterku sósuna, síðan voru náttúrulega hrísgrjón. Ég hélt að meginlands fólk frá Danmörku væri vanara skrítnum útlendum mat en Íslendingur.  Samkvæmt því sem gerðist í kvöld þá held ég það hafi verið mesti misskilningur. Danirnir 5 sem voru hér lögðu ekki í sterku auka sósuna. En ég held að þeim hafði fundist þau vera við það að spúa eldi eða eitthvað. Allaveganna hurfu rúmir 4 lítrar af vatni ofan í þau á augabragði. Mér fannst þetta undarlegt. Ég fékk mér helling af sterku sósunni og venjulegt magn af vatni nægði mér, svona eitt og hálft glas. Kannski hefur þetta ekkert með landafræði eða menningu að gera, kannski er ég bara ónæm fyrir svona sterkum mat, kannski hef ég borðað of mikinn tyrkneskan pipar um dagana. Ég veit það ekki. En ég hef samt tekið eftir því að Danirnir borða erlendan mat á undarlegan hátt( alla vegana að mínu mati). Þegar það er píta í matinn þá setja þau ekki grænmetið og kjötið í brauðið heldur borða innihaldið með hníf og gaffli á disknum og hafa brauðið til hliðar eða borða það eftir á. Ég hafði aldrei séð það áður með pítu. Síðan setja Danirnir heldur ekki smjör og salt á maískólfana. Hvað um matarvenjur annarra, mér fannst maturinn í kvöld mjög góður. Frábært að fá lamb.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætla að leyfa mér að hneykslast á þessu með sápuóperurnar.  Kannski er það vegna þess að ég bý í USA og það er nógu skrítið margt hér í raunveruleikanum að það er ekki á það bætandi með þessum sápum.  Ég segi stundum við D að ef það er eitthvað í sjónvarpinu sem ég horfi ALLS EKKI á, þá eru það sápurnar.  Þetta er alger hryllingur!!!  Þá tek ég Bachelor eða aðra raunveruleikaþætti framyfir, og þá er það slæmt.  

Það eru orðin mörg ár síðan ég gat farið á nammiflipp, því miður : (  Held að það sé nokkuð til í því að ef maður stoppar að borða sykur þá fær maður óþol, og það er kannski til hins betra, veit ekki.  Er ekki allt best í hófi, eins óþolandi og það nú er.

ímsí (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband