7.4.2007 | 17:00
Dagur þrjú - Gestagangur
Í dag hélt ég áfram að gera það sem ég gerði í gær, fyrir utan það að horfa á sjónvarpið. Ég horfði samt á Passions, næsti þáttur á þriðjudaginn. Við erum búin að fá gesti hingað í skólann. Eva og Aya sem voru fyrir jól, þær komu og ætla að gleðja okkur með nærveru sinni yfir páskana í tvo daga. Roeland ætlaði líka að koma. Hann sagðist samt ætla bara að stoppa stutt, ætlaði að koma seinni partinn og fara aftur fyrir kvöldmat. Ég gerði mér ferðir reglulega niður til að athuga hvort hann og kærasta hans væru komin. Annað hvort komu þau ekki eða að ég hef mist af þeim. Eva var hiss hvað það eru fáir hér. Allir náttúrulega farnir heim. En mér finnst gott að fá gesti. Kvöldmaturinn áðan var undarlegur. Ekki beint undarlegur, bara allt í einu svo margir að borða og stór hluti voru Ungverjar. Damla og Gabor, foreldrar Dömlu(Þau ætluðu til Köben í dag, en bíllinn þeirra bilaði og ekki verður hægt að fá mann til að koma og kíkja á bílinn fyrr en á þriðjudaginn), Sid, Eva og vinkona hennar sem kom með henni. Alls 7 Ungverjar.
Í kvöld verður svo partí því við erum með gesti. En það verður ósköp fámennt partí. Ég er ekki viss um að Nepalirnir nenni mikið að hanga með okkur. Sjáum til.
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er hætt að telja dagana, tel klukkutímana...
mamms
Bergþóra Jónsdóttir, 8.4.2007 kl. 02:58
Hæ Úllsa
Gleðilega páska!!! Vildi að þú værir á leiðinni til afa og ömmu í páskalambið. Við hugsum til þín!!!! Þú færð afmælispakka með mömmu þinni. Gjöfinni er hægt að skipta, en þá verður mamma þín auðvitað að taka hana með sér til baka. Held samt að gjöfin verði vel þegin.
JB er orðinn dáldið frekur við okkur foreldrana. Þórir bjargaði honum frá stórslysi í páskainnkaupunum í Bónus en JB var að fljúga niður úr innkaupakörfunni þegar Þórir greip hann. Maður má ekki hafa augun af honum! Slysin geta gerst með ótrúlegum hætti. Þetta gerðist svo hratt að við við vorum bara heppin að ekki fór illa. JB er svo mikill grallari og stríðnin virðist honum í blóð borin, en hana hefur hann örugglega ekki fengið úr Þóris ætt... nefni engin nöfn en það eru fleiri en einn stríðnispúki í móðurættinni og ég hugsa að þú þekkir þá alla (taki þeir til sín sem vilja...sem lesa þetta blogg á annað borð). Segi ekki meira í bili.
Páskaknús frá okkur í Hjaltabakkanum. S+Þ+JB
Sigga (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 12:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.