8.4.2007 | 18:16
Dagur fjögur - Gleðilega páska
Páskadagur er í dag. Undarlegustu páskar sem ég hef upplifað verð ég að segja. Ég hafði skrifað mig í það verk að vaska upp eftir mokost. Einn af Nepulunum hafði líkað skrifað sig. Ég ætlaði að vaska upp í uppvaskseldhúsinu og ég sendi hann niður í eldhúsið. Þá sagði hann við mig(merkilegt, ég skildi hvað hann sagði) að hann kynni ekki að laga kaffi og te. Mér kom þetta svo á óvart. Fullorðin manneskja sem er að fara í háskóla kann ekki að hella upp á kaffi eða laga te. Ég skil að sumir Nepalanna búa upp í sveit og búa ekki við rafmagn. En eftir tvo mánuði í Danmörku ætti hann nú að vera búinn að læra að klippa gat á kaffi poka og sturta úr honum ofan í síuna í vélinni og ýta á START. Eða það sem er einfaldara laga te. Það er bara að ýta á START. Hann fékk félaga sinn til að hjálpa sér með þetta mikilvæga verk.
Eftir uppvaskið hélt ég síðan áfram með verk gærdagsinns sem var að gera ekkert. Ég fór í páska sturtu og opnaði síðan páskaeggið mitt. Páskaeggið er bara súkkulaði og það er galtómt. Furðulegt, samt var tappi í því. Þetta var nokkurnveginn það sem ég gerði í dag. Og nú yfir kvöldmatnum áðan þá talaði ég við Roeland, Lieselotte(kærastan hans), Evu, Ayu og Chen. Srkítið að sjá Evu, Ayu og Roeland aftur. En samt eitthvað svo venjulegt.
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilega páska Úlfhildur
Jóhanna og c/o Arhus
johanna (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 09:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.