Dagur fjögur - Gleðilega páska

Páskadagur er í dag. Undarlegustu páskar sem ég hef upplifað verð ég að segja. Ég hafði skrifað mig í það verk að vaska upp eftir mokost. Einn af Nepulunum hafði líkað skrifað sig. Ég ætlaði að vaska upp í uppvaskseldhúsinu og ég sendi hann niður í eldhúsið. Þá sagði hann við mig(merkilegt, ég skildi hvað hann sagði) að hann kynni ekki að laga kaffi og te. Mér kom þetta svo á óvart. Fullorðin manneskja sem er að fara í háskóla kann ekki að hella upp á kaffi eða laga te. Ég skil að sumir Nepalanna búa upp í sveit og búa ekki við rafmagn. En eftir tvo mánuði í Danmörku ætti hann nú að vera búinn að læra að klippa gat á kaffi poka og sturta úr honum ofan í síuna í vélinni og ýta á START. Eða það sem er einfaldara laga te. Það er bara að ýta á START. Hann fékk félaga sinn til að hjálpa sér með þetta mikilvæga verk.
Eftir uppvaskið hélt ég síðan áfram með verk gærdagsinns sem var að gera ekkert. Ég fór í páska sturtu og opnaði síðan páskaeggið mitt. Páskaeggið er bara súkkulaði og það er galtómt. Furðulegt, samt var tappi í því. Þetta var nokkurnveginn það sem ég gerði í dag. Og nú yfir kvöldmatnum áðan þá talaði ég við Roeland, Lieselotte(kærastan hans), Evu, Ayu og Chen. Srkítið að sjá Evu, Ayu og Roeland aftur. En samt eitthvað svo venjulegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Gleðilega páska Úlfhildur

Jóhanna og c/o Arhus 

johanna (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband