22.4.2007 | 13:13
Ísland í dag - Hvar ætlar þetta að enda??
Ég hef ekki bloggað neitt lengi og ekkert um heimsókn móður minnar til mín. Ég var búin að skrifa heljarinnar blogg í gær sem bar sama titil og þetta blogg. En áður en ég var búin að klára þá datt internetið niður. Ég las bloggið mitt yfir. Mér fannst ég vaða svo mikið úr einu yfir í annað og ekkert skipulag á hlutunum hjá mér, þannig að ég er búin að ákveða að setja það ekki inn hér. Mér lá svo mikið á hjarta, þess vegna kom þetta allt í belg og biðu. Í stað þess að setja birta bloggið, þá ætla ég að segja í stuttum dráttum um hvað það fjallaði.
Við sáum mynd Al Gores "An Inconvenient Truth" á föstudaginn. Myndin fjallar um umhverfismál, gróðurhúsaáhrif og hlýnun á jörðinni. Þetta var sláandi mynd sem fékk mig til að hugsa. Fær mig til að hugsa um það hvað ég held að mannkynið eigi stuttan tíma eftir á jörðinni ef við förum ekki að breyta venjum okkar og gera eitthvað í málunum. Allir.
Þetta leiddi síðan hugan minn yfir í hugsanir um Ísland í dag, það var þá raftækjanotkun landanns sem ég fór að hugsa um. Ég minntist á verkefni úr ensku í MH þar sem við vorum látin telja upp þau raftæki sem til væru á heimilum okkar og hversu margar fjarstýringar væru. Listinn frá mér var nógu langur að mínu mati en var mjög stuttur miðað við lista allra hinna. Það gerðist líka svipað á föstudaginn þegar Berglind upplýsti að það væru 5 manns á hennar heimili. Og á heimilinu væru sjónvörp á 5 herbergjum og sex bílar á heimilinu. Mér skilst að þetta sé eðlilegt....Það er ekki einu sinni til straujárn á mínu heimili hvað þá 5 sjónvarpstæki. Við Íslendingarnir urðum smá ósamála. Þeim finnst ekki vera hægt að fara um í Reykjavík og komast á réttum tíma á leiðarenda nema á bíl. Ég var ósammála. Ég nefndi strætó, hjól og það að ganga sem möguleiki. Ég kem á réttum tíma í skólann þó ég gangi eða hjóli 2 kílómetra í skólann. Ég mæli með hjóli og tveimur jafn fljótum. Stelpurnar nefndu það að það væru ekki góðar aðstæður til að hjóla innanbæjar í Reykjavík. Þær áttu þar við veðrið. Mér finnst það nú minnsta málið. Maður þarf að klæða sig eftir veðri. Þannig virkar það nú! Mörgum finnst bara allt of hallærislegt að klæðast utanyfirfatniði til að geta látið sjá sig þannig klæddan meðal almennings. Það hefur nú oft verið glápt á mig eins og ég sé eitthvað skrítin, í MH þegar ég skelli mér í utanyfirbuxurnar áður enn ég legg af stað heim eftir skóla. Mín reynsla er sú að það er hægt að hjóla í Reykjavík. Ég mæli með því að fólk noti strætó(þó það sé dýrt), gangi eða hjóli styttri vegalengdir. Það er þar að auki líka holt og gott að hreyfa sig.
Við sáum mynd Al Gores "An Inconvenient Truth" á föstudaginn. Myndin fjallar um umhverfismál, gróðurhúsaáhrif og hlýnun á jörðinni. Þetta var sláandi mynd sem fékk mig til að hugsa. Fær mig til að hugsa um það hvað ég held að mannkynið eigi stuttan tíma eftir á jörðinni ef við förum ekki að breyta venjum okkar og gera eitthvað í málunum. Allir.
Þetta leiddi síðan hugan minn yfir í hugsanir um Ísland í dag, það var þá raftækjanotkun landanns sem ég fór að hugsa um. Ég minntist á verkefni úr ensku í MH þar sem við vorum látin telja upp þau raftæki sem til væru á heimilum okkar og hversu margar fjarstýringar væru. Listinn frá mér var nógu langur að mínu mati en var mjög stuttur miðað við lista allra hinna. Það gerðist líka svipað á föstudaginn þegar Berglind upplýsti að það væru 5 manns á hennar heimili. Og á heimilinu væru sjónvörp á 5 herbergjum og sex bílar á heimilinu. Mér skilst að þetta sé eðlilegt....Það er ekki einu sinni til straujárn á mínu heimili hvað þá 5 sjónvarpstæki. Við Íslendingarnir urðum smá ósamála. Þeim finnst ekki vera hægt að fara um í Reykjavík og komast á réttum tíma á leiðarenda nema á bíl. Ég var ósammála. Ég nefndi strætó, hjól og það að ganga sem möguleiki. Ég kem á réttum tíma í skólann þó ég gangi eða hjóli 2 kílómetra í skólann. Ég mæli með hjóli og tveimur jafn fljótum. Stelpurnar nefndu það að það væru ekki góðar aðstæður til að hjóla innanbæjar í Reykjavík. Þær áttu þar við veðrið. Mér finnst það nú minnsta málið. Maður þarf að klæða sig eftir veðri. Þannig virkar það nú! Mörgum finnst bara allt of hallærislegt að klæðast utanyfirfatniði til að geta látið sjá sig þannig klæddan meðal almennings. Það hefur nú oft verið glápt á mig eins og ég sé eitthvað skrítin, í MH þegar ég skelli mér í utanyfirbuxurnar áður enn ég legg af stað heim eftir skóla. Mín reynsla er sú að það er hægt að hjóla í Reykjavík. Ég mæli með því að fólk noti strætó(þó það sé dýrt), gangi eða hjóli styttri vegalengdir. Það er þar að auki líka holt og gott að hreyfa sig.
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ
Ég fór að telja fjarstýringarnar hér á heimilinu þar sem búa tveir fullorðnir og eitt smábarn. Her eru 8 fjarstýringar sem tengjast sjónvarpsgræjum, (sjónvörp, DVD og VCR auk afruglara hjá Skjánum og Digital Íslandi), tvær sem tengjast útvarpstækjum og ein á vídeómyndavél. ... og íbúðin er ekki stór ca. 90 fermetrar svo það er nú ekki langur vegur að labba að tækjunum sjálfum. Í hvert skipti sem m&p koma að passa fer korter í að útskýra hverng á að skipta á milli sjónvarpsrása og það er of tímafrekt að útskýra hvernig á að skipta á milli afruglara. En það er satt að þetta er bilun. Við erum tækjaóð. og svo eigum við tvo bíla.......
Ást S+Þ+JB
sigga (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.