það er komið, það er komið enn og aftur á ný....

Kolding husÉg ætla að leyfa mér að fullyrða að það sé komið sumar, þó Dönunum finnist ennþá bara vera vor. Í mínum huga er 20°C hiti = sumar.

Ég hef ekkert bloggað í smá tíma og kominn tími til að segja frá atburðum vikunnar. Á mánudaginn fórum við til Kolding að læra smá nudd. Gitte bauð okkur heim til sín. Hún býr í fallegri íbúð í þríbýlishúsi og allt mjög venjulegt og heimilislegt. Nuddkonan kom þangað og sýndi okkur og við æfðum okkur í nuddi á hvorri annarri. Ég nuddaði Camillu og Camilla nuddaði mig. Við lærðum hvað er gott að gera við bakið og axlirnar og síðan andlitið. Okkur fannst þetta frábær dagur. Síðan á þriðjudaginn fórum við í grænmetis verksmiðju. Það er svona stór gamall sveitabær þar sem ræktað lífrænt ræktað grænmeti og því er pakkað inn í umbúðir í risastórum vélum. Þetta fyrirtæki heitir Årstiderne og er stærsta fyrirtækið í danmörku sem pakkar inn lífrænt ræktuðum ávöxtum og grænmeti og sendir til fólks, í Danmörku. það eru um 300.000 viðskiptavinir dreyfðir um allt landið , þeir ná til um 64% af Danmörku og dreyfa líka í Svíðþjóð. Við fengum að skoða allt þarna. Mér leist mjög vel á. Allt mjög vel unnið og úrvals grænmeti og ávextir. Við fórum fimm stelpurnar saman í bíl. Berglind keyrði. Það var svona stelpna "road trip". Berglind að keyra í fyrsta skipti í Danmörku og Camilla þuldi allar beygjurnar og vegina, sem Berglind átti að taka, frá krack síðunni. rosalega sniðugt það. Vantar þannig á Íslandi. Berglind var mjög stressuð til að byrja með. hún er samt búin að vera að keyra í 3 ár. Það var bara af því hún var að keyra í útlöndum...Síðan bíllinn sem við vorum á(bíllinn hennar Joan) hann var þungur í stýrinu, og Berglind þurfti að nota alla vöðva í báðum handleggjunum til að beygja. Síðan tók líka tíma að fatta hvernig átti að setja í bakkgírinn. Hún bölvaði honum nokkrum sinnum. Þetta var bara gaman...
Á miðvikudaginn var ljósmyndatími hjá mér. Jesper fór með okkur til að taka myndir í Fredericia. Ég náði nokkrum flottum myndum í höfninni þar sem við vorum. Eftir hádegi var svo spænsku tími. Við spiluðum bingo á spænsku utandyra...Ég vann náttúrulega ekki. Hef aldrei unnið í neinu svona. En það var samt gaman. Eftir bingóið fórum ég og Þórdís síðan í ísbúðina á Fjóni að fá góða ísinn. Við fengum okkur 3 kúlur. síðan gengum við aftur heim. Þá voru Guðrún, Berglind og Camilla að fara í bæinn og Þórdís tók yfir eldhúsvaktina hennar Guðrúnar.
Á fimmtudaginn var síðan aftur nuddtími. Við erum núna alltaf með Torben á fimmtudögum. Hann hafði skipulagt nuddtíma með öðrum kokknum okkar. (Við erum með tvo kokka,Rikke er aðalkokkurinn en síðan er Stine hún kom bara núna í mars. Hún er mentuð sem kokkur en áður en hún fór í kokkaskóla þá fór hún í nuddskóla og var nuddari.) Stine byrjaði á því að segja okkur frá sjálfri sér og nuddskólanum sem hún fór í. Hún útskýrði hinar og þessar nuddtegundir. Hún nefndi nálastungur og punktanudd sem getur komið í stað nálarstungu. Við vorum bara þrjár til að byrja með,ég Þórdís og Camilla. Berglind var hjá tannlækninum og Guðrún var veik. Camilla var síðan send í rúmið því hún var líka veik. En á meðan við vorum þrjár þá prófuðum við punktanuddið. Stine sýndi okkur á Þórdísi. Camilla nuddaði síðan mig með þessarri aðferð og síðan nuddaði ég hana. Efir að Camilla var farin þá fórum við í sænskt húðnudd. Hvað get ég sagt, það var sárt. Skinninu er lyft og það klipið og rúllað. En það var samt gott. Síðan var venjulegt nudd þar sem vöðvarnir eru nuddaðir.. Þegar ég var búin að fá nudd, þá fór Þórdís á borðið og Stine sýndi mér hvernig ég ætti að framkvæmi þessi nudd. Mér fannst þetta mjög góður tími. Afslappandi en maður er samt að læra eitthvað gagnlegt. Eftir hádegi fórum ég og Þórdís út í sólbað. Fundum okkur blett fyrir aftan hús og sleiktum sólina. Eftir rúma tvo tíma í sólinni fórum við síðan aftur í ísbúðina og fengum okkur aftur 3 kúlur. Ég get svarið það, það er eitthvað vanabindandi í ísnum. ;) Við komum síðan passlega í kvöldmat. á þessum 3 klukkutímum í sólinni, var ég komin með myndarlegt far og fína brúnku. Stelpurnar eru að uppgötva dökka genið í mér. Þær skilja ekki hvernig ég get orðið brún svona fljótt á bara 2 klukkutímum. Ég er bara gædd þessum fína hæfileika.
Í dag fórum við svo aftur til Kolding(þriðja skipti í þessari viku) Við fórum með Jesper að skoða hönnunar háskólann þar sem maður getur fengið gráður í hinum og þessum ángum hönnunar. Við skoðuðum samt mest Textíl og tísku deildirnar. Mér fannst þetta athygglisvert en ég hefði viljað kíkja meira á grafísku deildina. Það eru nokkrir Íslendingar í skólanum. Jesper finnst skrítið hvað það finnast margir Íslendingar í Danmörku. Þau rákust víst á Íslendinga í Kaupmannahafnarferðinni. Ég rakts á Íslendinga í Århusferðinni. Ég held að það séu Íslendingar í öllum stærri bæjum í Danmörku og mörgum smærri bæjum líka. Eftir skoðunarferðini í skólanum, var planið hans Jespers að setjast og borða nesti á grasinu fyrir utan Kolding hus, sem er víst aðalstaðurinn í Kolding. Guðrúnu og Berglind voru ekki á því að fara að setjast einhverstaðar niður til að borða nesti að heiman. Þær fóru þannig tvær á kaffihús og borðuðu þar og skildu okkur 4 eftir. Við spjölluðum bara og borðuðum samlokurnar okkar. Við stelpurnar ræddum meðal annars kaupæði hinna stelpnanna. Þær spreða og spreða peningum. Við skiljum þetta ekki. Þær eiga víst ekki mikla peninga en eyða bara því sem þær eiga. Guðrún dregur líka bara upp kredit kortið. og Camilla segir að hún hafi sagst mundi bara taka lán í bankanum þegar hún kæmi heim. Ég hef ekki heyrt um neina tvítuga manneskju með bankalán. En hvað um það. Jesper sótti um í einhvern skóla háskóla í Kaupmannahöfn og meðan við borðuðum nestið þá fékk hann upphringinu um það að hann hefði komist í gegnum fyrsta þrepið til að komast inn í skólann. Í tilefni af því bauð hann okkur í Ís. Fallegt af honum. Það var gaman. Það munaði littlu að Berglind og Guðrún misstu af tilboðinu um ís en þær náðu. Efti hádegi í dag fór ég bara ein í sólbað. Þórdís fór til Kaupmannahafnar yfir helgina. Ég náði mér í enn meiri brúnan lit. Mér finnst svo undarlegt að vera í sólbaði í 20-25 sitga hita í apríl. En það er frábært.

Ég er búin að bæta þessum myndum hér og fleirum nýjum í  Danmörk 2007 albúmið og fólkið í Snoghoj 2007 albúmiðDagur eitt í ísbúðinni

Dagur eitt í ísbúðinni

 

 

 

 

 

 

 

Dagur tvö í ísbúðinniDagur tvö í ísbúðinni

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég elska danska ísinn

Jóhanna (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 12:45

2 identicon

Þið eruð svoooo sætar í sólinni með ísinn! Danska sumarið er nú yndislegt. Verð samt að láta koma fram að það er 18C hiti á svölunum mínum NÚNA! Ekkert víst að það verði aftur á morgun. Njóttu sólarinnar litli sólargeisli. Kv. Ólöf

Ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 16:33

3 identicon

Mmmm, mig langar í ís ;)

Thordis (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband