1.5.2007 | 22:45
Blogg!!!
Laugardagurinn var langur dagur...Byrjaði daginn snemma með því að borða morgunmat og hjólaði síðan til Middelfart, alltaf jafn fínn hjólatúr passlega langur 18 kílómetrar fram og til baka. 20-25 mínútur hvora leið. Eftir að ég kom síðan heim þá gerði ég ekkert. Klukkan þrjú kom síðan Brandbjerg lýðháskólinn sem við heimsóttum fyrir jól. Það var komið að íþróttamótinu. Keppt í fótbolta og blaki. Ég horfði á fótboltaleikinn og blakið og var klappstýra með hinum í stuðningsliðinu. Við rústuðum Brandbjerg í báðum greinum. Þau voru samt svo tapsár. Eftir fyrri hálfleik í fótboltanum heyrði ég þau kenna sólinni um að þau sæju ekkert því sólin skini beint í augun á þeim. Það var síðan skipt um vallarhluta, staða þeirra skánaði nú ekkert við það. Við skoruðum einu sinni tvö mörk á sömu mínútunni á móti sól. Þetta var barasta gaman, stemmning. Síðan eftir íþróttirnar var borðaður kvöldmatur og eftirmatur, ís og ávaxta salat. Brandbjerg gisti síðan hjá okkur en fór á sunnudagsmorguninn.
Sunnudagurinn var bara rólegheitadagur. Nánast allir í leti. Horfandi á video, hangandi í tölvum eða að lesa. Ég hékk bæði í tölvunni í tölvuleik og las líka. Röddin í mér var samt fjarri góðu gamni...of mikil öskur á kappleikunum. Á sunnudagskvöldið þegar ég ætlaði að fara að sofa þá gat ég ekki sofnað, ég bara lá og hugsaði og hugsaði.
Á mánudagsmorguninn vaknaði ég svo fyrir allar aldir, klukkan sex, ég hafði gleymt að draga fyrir um kvöldið þannig að morgun sólin skein beint á rúmið mitt, og gerði mér ókleift að sofa í því. Ég lá þá vakandi þangað til korter yfir sjö. Gerði það að verkum að ég var fersk klukkan hálf níu þegar við áttum að leggja af stað til Kolding til að hitta Gitte. Við fórum á glerverkstæði. Þar fengum við að spreyta okkur í glerlist. Það var samt ekki fljótandi gler, sem maður svona blæs heldur að skera gler, lita það og búa til eitthvað. Við fengum hver 100 krónur frá skólanum til að gera eitthvað. Ég bjó til fjóra sprittkertastjaka. Ég vona að þeir komi vel út. Gitte mun sækja munina fyrir okkur og koma með til okkar á fimmtudaginn. Ég hlakka svo til að sjá hvernig mitt verður. Mig rámar í að hafa gert eitthvað úr gleri í Hvassó. Ég man eftir að hafa verið með skurðarbretti, glerhníf og tangir. En ég man ekki eftir því sem ég bjó til, sem er skrítið því ég held ég muni eftir öllu því sem ég bjó til í smíði og saum í Hvassó. Ég, Berglind og Guðrún Ýr vorum búnar á undan Camillu, Þórdísi og Gitte þannig að við báðum um leyfi til að fara i bæinn á meðan þær væru að klára. Jú það var sjálfsagt. Stelpurnar þurftu bara að kaupa afmælisgjöf handa Astrid sem átti afmæli í gær. En ég vildi gera dálítið annað sem kom mér nokkuð á óvart. Það var nefnilega þannig að þegar ég lá þarna andvaka þá var ég að hugsa. Ég fór allt í einu að hugsa um að fá mér aftur göt í eyrun. Ég hugsaði þetta fram og til baka. Íhugaði hvort ég ætti að vera að því að fá ný göt eða ekki. Komst síðan að niðurstöðu. Ég ætlaði að gata. Þannig að í gær fékk ég göt í eyrun. Guðrún Ýr fór í hraðbanka á meðan ég og Berglind fórum inn á fyrstu stofuna sem við sáum sem gerir svona lagað. Ég labbaði upp að náunganum sem vann þarna og sagðist vilja fá annað par af götum í eyrun. Það kom síðan í ljós að þeir nota gamaldagsaðferð þarna, gata bara með nálum þarna. Ekki séns að ég láti stinga nál í gegnum eyrnasneplana á mér og borga 250 krónur fyrir sársaukann. Við flýttum okkur það út og hittum Guðrúnu Ýr aftur. Hún undraði sig hvað þetta tók stuttan tíma en við útskýrðum síðan ástæðuna. Við fórum síðan bara á aðra stofu sem við vissum um. Sami staður og þar sem Berglind fékk gat í naflann. Ég hafði smá áhyggjur af því að þetta yrði kanski vont...í minningunni var vont að fá göt í eyrun en síðan var þetta ekki neitt neitt, bara eins og það væri verið að klípamann eiginlega minna vont en það því þetta er bara ein sekúnda og síðan búið. Ég bara fann ekki fyrir neinu. Ég er semsagt núna með 11 göt á höfði en ekki sjö eins og er náttúrulegt. Þó að ég hafði ekki fundið fyrir sviða eða neinu. Þá voru smá óþægindi í gærkvöldi þegar ég fór að sofa. Það rifjaðist upp fyrir mér afhverju ég sef ekki með eyrnalokka. Ég þoli ekki þegar ég ligg á hliðinni og pinninn stingst inn í skinnið á bakvið eyrað. Ég lif það nú bara af. Ég mun örugglega venjast því bara. Um morguninn þegar við vorum á lestarstöðinni í Fredericiu að bíða eftir lestinni til Kolding þá stóðum við Þórdís við tímaritarekkann í sjoppunni á lestarstöðinni. Við fundum eitt kjaftablað sem var ekki á dönsku. Mér finnst bara ekkert gaman að lesa dönsk kjaftablöð, þau fjalla bara um fólk sem ég hef ekki hugmynd hver er. Nema hvað, það voru tvö eintök við tókum um sitthvort og byrjuðum að lesa en síðan þurftum við að slíta okkur frá þeim til að fara í lestina. Þegar við komum síðan aftur til Fredericia seinna um daginn, gerðist sama aftur en þá ákvað ég bara að kaupa blaðið svo ég geti lesið. Þetta blað er mun bitastæðara en flest kjaftablöð því þetta eru ekki bara slúðurgreinar. Það var viðtal við Afganska móður sem seldi eldri dóttur sína(ekki í vændi heldur til að giftast einhverjum karli). Stelpan var misnotuð af tengdaföður sínum og endaði með því að kveikja í sjálfri sér. Nú er konan að hugsa um selja aðra dóttur en til vinafjölskyldu sem hún þekkir vel. Hún gerir þetta vegna fátæktar. Alveg hræðilegt.
Í dag var aftur tími með Gitte. Við fórum niður á strönd að tína stóra steina. Það tók enga stund. Eftir það fórum við síðan inn að skreyta steinanna. Við áttum að gera þetta fyrir matsalinn í skólanum. Við áttum að skreyta steinana og setja númer á þá svo hægt verði að númera borðin með þeim svo allt verði ekki í belg og biðu á matmálstímum. Við málum tvo steina hver og síðan Gitte einn. Mér fannst mínir steinar barasta heppnast vel. Ég málaði einn ljósbláan og lét hann þorna og málaði síðan hvít ský á og setti töluna mína inn í eitt skýið. Hinn steininn málaði ég hvítann og þegar hvíta málningin var þornuð málaði ég rauða línu neðst og síðan fullt af dönskum fánum í nokkurskonar röndum. Þegar ég var búin og steinarnir þornuðu fór ég með steinana niður í eldhúsið til Rikke eins og Gitte hafði sagt okkur að gera. Rikke fannst danski steinninn minn flottur. Mér fannst ég nú þurfa að hafa eitthvað danskt. Þetta var steinn úr danskri fjöru og ég er nú líka í Danmörku... Þetta var verk dagsins. Ég fór reyndar líka á pósthúsið í dag að kaupa mér kassa til að senda dót í heim...Hann er samt ekki jafn stór og ég hafi viljað. Ef mér finnst þessi ekki nægja(stærsti kassinn) þá fæ ég kannski bara annan kassa. Sé til, ætla samt held ég bara að láta þennan duga...
nóg komið af bloggi í bili, ætla núna að fara að sofa. mmm. hvað það verður gott. Ég er þreytt, klukkan er hálf eitt....
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heil og sæl sólbrennda skvís! gott að frétta af þér. mmmm hvað Danmörk er dejlig. Göt í eyrun er alveg tímabær aðgerð og ég hreinlega skil ekki að þú hafir ekki fengið þér tattú í sömu ferð!! Það er óskaplega danskt að vera með tattú. Varðandi kassa þá var hagstæðast á sínum tíma að hringja í sendibílafyrirtæki og kaupa hjá þeim það sem danskurinn kallar "flyttekasse". Þeir eru ódýrir, stórir, sterkir og góðir - þá á ég við kassana! Þeir eru einfaldir í notkun og má brjóta þá saman og nota aftur og aftur og aftur og... god nat og sov godt min kære knusemus - Ó.
Ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 23:25
Laugardagsmorgunn, fúlt veður, og ég vildi miklu frekar vera að labba yfir gömlu Litlabeltisbrúna á leið í ísbúðina - ÞÓTT ÞAÐ SÉ KLUKKUTÍMA LABB!!!!!!
bið
Bergþóra Jónsdóttir, 5.5.2007 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.