...og það er farið að rigna...oj barasta.

Það er næstum vika síðan ég bloggaði síðast. Hitt og þetta merkilegt og ómerkilegt hefur gerst á þessum tíma...Ég ætla að hoppa yfir öll sólböðin í síðustu viku. Það var sólbað á hverjum degi. Á fimmtudaginn sátum við stelpurnar að borða morgunmat seint. Gitte labbaði þá inn í herbergið með stóran pappakassa. í honum voru glermunirnir okkar. Við Life expander stelpurnar hópuðumst í kringum hana þar sem hún hafi lagt kassan frá sér á borð.  Þetta var svolítið eins og opna jólapakka. Allir hlutirnir voru pakkaðir inn í dagblöð. þegar við vorum að taka utan af hlutunum og sýna hvor annarri þá kom Torben inn og bara horfði á þessa undarlegu sjón. Mínir hlutir komu dálítið öðruvísi út ein þeir áttu að gera, en það er allt í lagi þeir eru bara sérstakri svona. Torben kom til að segja okkur að kennarinn sem átti að koma til að vera með okkur kæmi ekki því hún þyrfti að vera hjá heima hjá veiku barni. Gitte bjóðst til þess að taka okkur að sér... Það var Body Balance...besta líkamsrækt sem ég hef nokkurntíma vitað um.
Á föstudaginn vaknaði ég svo með harðsperrur eftir body balance daginn áður. Tröppurnar voru taumlaus skelfing!! Við fórum með Jesper víkingaslóðir. Við byrjuðum á að fara til Jalangurs(Jelling) að skoða rúnasteina sem Gormur gamli og Haraldur blátönn sonur hans eiga að hafa reist. Flottir steinar. Síðan skoðuðum við Víkinga safn í Jelling. Við vorum bara þrjár með honu, Guðrún var á Íslandi og Þórdís í Kaupmannahöfn.  Á safninu var fullt af hinu og þessi gömlu dóti sem hefur fundist. Nælur og sverð og þannig. Síðan voru hinir og þessir textar á forn íslensku. Ég og Berglind lásum þessa texta upphátt fyrir Camillu og Jesper, sem fannst við vera rosa skrítnar að geta lesið þetta og skilið málið. Þau nánast göptu. Berglind játaði eitt fyrir mér... Hún fann í fyrsta skipti fyrir alvöru föðurlandsást. Hún var ánægð með að vera Íslendingur, ég held hún hafi barasta verið stolt. Ísland er bara mjög merkilegt þó það sé bara lítið land einhverstaðar í Norður-Atlantshafinu. Við erum mikilvægur partur af heimssögunni. Við fundum jú Ameríku og Grænland líka. Ég og Berglind tókum tíma í það að fræða Danina um þessi mál. Okkur fannst mikilvægt fyrir þau að vita að það hafi verið Íslendingar sem fudu Ameríku. Eftir safnið fórum við síðan að borða nestið okkar út við eitthvað vatn. Æðislegur staður. Eftir það þá fórum við að gröf stelpu(Egtved pigen) sem var uppi 1370 fyrir Krist. Það er hægt að vita það svo nákvæmt út af eikarkistunni sem stelpan var jörðuð í. Það lág fimm ára barn með henni í kistunni. Það er líklegt að þeim hafi verið fórnað. Eftir þetta fórum við svo heim. en stoppuðum í einu búðinni sem var opin(það var einhver bænadagur hér á fötudaginn) Camilla keypti ís handa okkur.
Nú í gær var farið í ferð. Það var ferming hér í skólanum. Bæði athöfn í kirkjunni og veisla. Þessvegna máttum við ekki vera hér. Við byrjuðum daginn með morgunmat úti. Það var ekkert brauð bara mjólkurvörur. Það var martröð fyrir manneskju eins og mig sem verður veik hef hún borðar of mikið af mjólkurvörum. En þetta blessaðist nú sem betur fer. Við fórum í bátsferð í tvo tíma og fórum síðan á littla bátahöfn fyrir utan Middelfart. Við gengum smá spotta og settumst niður við langborð og borðuðum nesti. Síðan þegar við vorum búin að borða þá fengum við háftíma til að gera hvað sem er á svæðinu. Joan sagði að þeir sem vildu gætu farið í smá göngutúr og gætu hugsanlega séð Bamba.  Flestir sátu bara að kjafta. Ég ætlaði hinsvegar að ganga um. Ég gekk fyrst ein en síðan komu tveir Nepalir á eftir mér og eltu mig. Ég fann heila hjörð af svo sætum Bömbum. Ég var þarna alvöru náttúrlífsljósmynsari að læðast eð þegja svo ég gæti komist nær Bömbunum. En Nepalirnir skildu ekki mikilevægi þess að þegja. og fældu altaf bamabana með blaðrinu í sér. Ég var sko pirruð á þeim þá. Stundum á maður að þegja og þegar maður er að taka myndir af viltum dýrum þá á maður einmitt að láta lítið fyrir sér fara og þegja. Það ætti ekki að vera erfitt. En hvað um það ég náði myndum af bömbunum á hlaupum. Ég er smá spæld ennþá... Ég ætti bara að fara ein í göngutúr og finna þá aftur. Þeir eru æði. Við gengum síðan svona nokkra kílómetra á annað svæði við sjóinn og vorum þar í hinum og þessum leikjum og keppnum, þangað til klukkan fimm. Berglind varð fyrir skaða. Hún datt og fékk höfðuhögg en ekki eins slæmt og síðast. Hún var alveg í lagi eftir á. Ég talaði við hana eftir að hún datt. hún var smá vönkuð eða með smá hausverk og hreyfði sig hægt. En húmorinn var í lagi. Hún fór að grínast með það í þetta skipti var það ekki ég sem slasaði hana. Þó svo hún hafi verið í lagi í gærkvöldi vaknaði hún í morgun með harðsperrur í maganum og handleggjunum og illt í bakinu og hnakkanum. Hún þurfti stuðning til þess að geta staðið upp frá morgunverðarborðinu í morgun og upp tröppurnar. Hún var að grínast og sagði að hún væri eins og níræð kona. Hreyfði sig svo hægt, tæki eitt skref á mínútu. En ég held hún sé alveg að jafna sig...
Dagurinn í dag var mjög undarlegur. ég get ekki sagt annað. Við vorum með Joan media kennara í dag. Það er tölvuleikur sem strákar spila mjög mikið. Strákar frá kannski svona 13-14 og uppúr. Strákarnir(ekki nepalirnr, þekkja ekkert svona vestrænt) hér spila allir þennan leik. Leikurinn heitir World of Warcraft og þeir geta spilað þennan leik daginn út og daginn inn. Verkefni dagsinn var að læra að spila þennan tölvuleik og komast að því hvað fær strákana til þess að hanga yfir þessu svona lengi. Þetta var sko alvöru "Life Expanding" fyrir okkur stelpurnar.  Rasmus, sem spilar leikinn reglulega, fór með okkur inn í sjónvarpsherbergið setti upp tölvu þar og sýndi okkur hvað maður á að gera og útskýrði allt saman fyrir okkur. Síðan lét hann okkur bara leika okkur. Tölvan sem hann var með í sjónvarpsherberginu var tölvan hans James. Síðan opnaði hann sína tölvu í öðruherbergi svo við gætum verið tvær og tvær saman. Ég var með Þórdísi. Mér fannst ótrúlega gaman, en henni fannst ekki jafn gaman. Cammillu og Guðrúnu fannst þetta samt jafn skemmtilegt og mér. Mér hefði aldrei dottið í hug að þessi leikur væri svona hrífandi. Við vorum þrjár næstum hooked á þessu. Strákunum fannst þetta fyndið að við værum að leika okkur í þessum leik. Við vorum að þessu til klukkan hálf 3 og þá gáfum við Joan skírslu um reynslu okkar. Við áttum að segja hvað okkur fannst best við leikinn. Við vorum sammála um það að það var hægt að velja persónu til að vera í leiknum og velja hvernig hár og hvernig augu og föt manneskjan var með. Joan sagði þá að þetta væri það svar sem hún var að bíða eftir. Þetta er hluti af markaðsetningu segir hún, ef það er hægt að hanna eitthvað og stjórna sjálfur þá vilja stelpur og konur miklu frekar vera með. Mér fannst þetta líka gaman. en hinnsvegar kom keppnis andinn upp í mér líka. World of Warcraft er spilaður í gegnum netið þannig að það eru altaf einhverjir aðrir að spila líka. Við vorum á innranetinu í skólanum þannig að ég gat altaf séð Camillu og Guðrúnu. Ég sá Camillu og þá var hún á level 4 en ég bara á 2 þá langaði mig mjög til þess að komst þangað til að keppa við Camillu. Þetta var bara gaman og ég gæti alveg spilað aftur. En þar sem maður þarf að kaupa leikinn þá hugsa að ég muni ekki spila þennan tiltekna leik aftur. En hinsvegar mælti Joan með öðrum leik af svipaðri gerð sem er ókeypis sem ég er byrjuð að prófa og mér líst vel á.  En ég ætla samt ekki að fara sitja fram eftir öllu í tölvuleikjum eins og strákarnir.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hej söde mus. Alltaf jafn gaman hjá þér!! Það var eiginlega gott að það fór að rigna, það hressir þig bara á milli hitaskeiðanna. Ég er komin langleiðina til DK við að sjá bambamyndirnar. Ferlega sætir! Ha det bra! ; ))
Ó.

Ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband