10.5.2007 | 18:35
Júróvisjón
Okey það er sá tími ársins aftur, Júróvisjón. Æðið er löngu komið yfir okkur Íslendingana. Við virðumst vera þau einu sem ætla að horfa á Júróvisjón. Við bara náum þessu ekki. Engir af hinum Evrópubúunum hafa nokkurn áhuga. Þeir vita varla hver er að keppa fyrir Danmerkur hönd. Á meðan enginn af hinum hefur áhuga, þá erum við sannir Íslendingar og ræðum Júróvisjón fram og til baka oft á dag. Við erum búin að ná okkur í snakk og fylgihluti þess til að hafa á kvöld. Camilla ætlar reyndar að sitja og horfa með okkur. Hún hafði aldrei heyrt minnst á Júróvisjón fyrr en hún heyrði okkur tala um þetta. og hún er pínu forvitin um þetta. Og vill sjá hvernig þetta fer fram. En ég bara næ ekki áhugaleysinu hjá fólki. Ég man fyrir ári síðan. fór ég alltaf í heitupottana í Laugardalslauginni á hverjum degi. Og það sem gömlu karlarnir töluðu um var Júróvisjón, það sem krakkarnir töluðu um var Júróvisjón og það sem konurnar töluðu um var... þið getið giskað...jú þær töluðu líka um Júróvisjón.
Erum við Íslendingarnir bara eitthvað skrítnir eða eru það Danirnir hér og Ungverjararnir og Pólverjarnir þeir skrítnu. Merkilegt. Okkur hér finnst möst að horfa á Júróvisjón. Íslenski draumurinn gæti ræst, þó svo að það sé nú ekki svo líklegt, en maður veit aldrei hvað Evrópa hugsar.
Á þriðjudagskvöldið fór ég að pakka ofan í kassann minn. Það komst ótrúlega mikið ofan í kassann. Ég var að þessu seint um kvöldið ég var í svo góðu skapi að ég hringsnerist nánast í kringum sjálfa mig. Ég síðan lokaði bara kassanum og fór að sofa. Í gær morgun þegar ég vaknaði, þá var ég í svo góðu skapi. Ég svaf yndislega vel. Ástæðan er sú að áhyggjur um þunga í ferðatöskunni var farinn. Og fjárans fuglinn tók sér líka frí í gær svo ég vaknaði bara þegar vekjaraklukkan hringdi. Ég fór síðar um daginn með kassann á pósthúsið, þetta voru slétt 9 kíló alveg frábært.
Annars var Fashion tími í dag, það komu tvær dömur frá Design skólanum sem við heimsóttum í Kolding. Þær kenndu okkur um tísku og hönnun. Ég var ekki mjög spennt en þetta var miklu skemmtilegra en ég bjóst við. Við vorum allar ánægðari en við bjuggumst við með þetta. . . Eftir hádegi var svo frí. Ég og Þórdís ákváðum að fara í bæinn að kjósa. Við fórum á skrifstofu ræðismannsinns. Mikið var þetta allt saman skrítið. Við komum þarna inn og það kom kona að taka á móti okkur. Þórdís hafði sko hringt áður en við komum. Við erum greinilega einu Íslendingarnir sem hafa komið þarna til að kjósa því konan vissi ekki neitt um neitt. Hafði ekki einu sinni lista yfir þá flokka sem hægt er að kjósa. En við vissum alveg hvað við ætluðum að kjósa og bókstafi flokkana. Þannig að við gátum skrifað bókstafinn á kjörseðilinn. Við vorum leiddar inn í sitthvort herbergið. Kjörseðillinn fór í brúnt umslag, og umslagið fór með fylgiseðli í annað brúnt umslag. Bæði umslögin voru merkt okkur í bak og fyrir. Á ytra umslagið var búið að rita... Til hreppstjóra/sýslumanns í... og síðan átti maður rita sveitarfélag. póstnúmer og svæði. Síðan var okkur sagt að við þyrftum sjálfar að póstleggja umslögin. Mér fannst það það allra skrítnasta. En við fórum samt bara á pósthúsið, ég skrifaði bara Ísland á umslagið og borgaði 7 krónur og 25 aura fyrir þetta. Mér finnst samt eiginlega fáránlegt að maður þurfi að borga fyrir þetta sjálfur. 7 krónur eru nú samt ekki svo mikið. Við ætluðum að hitta stelpurnar hinar, en þær fóru til Kolding til að fara klippingu. Við ætluðum allar að fara út að borða saman því ég er að fara á laugardaginn. en þær töfðust þannig að við ákváðum að gera þetta bara á morgun. en það var óhentugri möguleiki því þá getur Þórdís ekki verið með því hún fer til Köben. Þannig hvað gerðum við í því. jú við fórum bara tvær út að borða. Fórum á ítalskan stað sem heitir Böf og Vino,ég og mamma ætluðum á hann en það var lokað. Þetta var bara mjög góður staður, kósý notalegur. Mér fannst ég bara nánast vera komin aftur til Ítalíu. Karlinn sem á þetta er Ítali, hann er þarna að afgreiða og síðan voru fleiri Ítalir, sjálfsagt börnin hans og tenga börn. Við fengum góðan mat og ódýran. Sé ekki eftir þessu. Svo er bara að fara aftur út að borða á morgun með restinni.
Nú bíð ég bara eftir Júróvisjón. Þegar ég og Þórdís komum áðan þá skrifuðum við á töfluna sem er við sjónvarpsherbergið að klukkan níu verði horft á Eurovision. og skrifuðum síðan "áfram Ísland" skömmu seinna gekk ég framhjá að einhver hafði bætt við "Go Denmark". Það kom upp í mér púki og ég þurrkaði Gó Danmarkið út... og núna áðan gekk ég aftur þarna framhjá og einhver hafði skrifað það aftur, ég gerðist þá púki í annað skipti og þurrkaði það út. Ég kannski kemst að því eftir klukkutíma hver það er sem er að skrifa þetta. Ég ætla og sko að kjósa Ísland í kvöld, fyrst að mér býðst kostur á því.
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það dugði ekki til! Gastu ekki vélað Nepalina til að kjósa Ísland?
Bergþóra Jónsdóttir, 11.5.2007 kl. 02:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.