Færeyjablog -Fyrsta kvöldið í FO 30. maí 2007

Dagurinn byrjaði náttúrulega á Íslandi og ég var þá komin með smá fiðring í magann. Ég var bara í rólegheitum þangað til Mamma kom klukkan 11 að sækja mig til að fara á flugvöllinn. Þá jókst spennan í maganum á mér og þegar við vorum komnar á flugvöllinn þá var ég með heila fiðrildahjörð í maganum. Ég tékkaði mig inn. Við ætluðum að fá okkur hádegismat saman. Við fengum okkur báðar samloku og epla safa. Ég hafði samt nánast enga lyst. Ég kláraði nú samt samlokuna og hálfa jólakökusneið. Síðan var kominn tími fyrir mig að fara í flugvélina. Ég kíkti á fríhöfnina en þar var bara að finna tóbak og áfengi og nokkur ilmvötn. Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera eða hvert ég ætti að fara. En síðan ákvað ég bara að elta karl, en ég uppgötvaði síðan að ég þurfti ekki að elta einn eða neinn. Vélin stóð bara þarna tilbúin og allt merkt vel, ekkert mál. Flugið vara bara fínt. Færeyskar flugfreyjur sem litu út fyrir að vera íslenskar. Þær byrjuðu að tala við mann á tungumáli sem Íslendingarnir í vélinni héldu að væri íslenska síðan breyttist allt þegar flugfreyjurnar skildu ekki svör Íslendinganna. Flugið tók klukkutíma og tuttugu mínútur. Ég hafði heyrt að aðkoman í lofti til Færeyja væri ekki góð og alltaf mikil ókyrrð. En það var nú eiginlega bara engin ókyrrð að ráði. Ekki að mínu mati allaveganna. bara smá hoss, svona er eins og að keyra á holóttum vegi. Ég las í blaði flugfélagsins í flugvélinni að flugvöllurinn hafi ekki verið endurnýjaður í 25 ár. Ég sá á klósettinu að flísarnar á veggnum voru ekki nýjar. Ég held allaveganna að mjög fáir kaupi brúnar flísar til að setja á veggi nútildags. Nú á flugvellinum vissi ég heldur ekkert hvað ég átti að gera. Ég vissi að það kæmi maður að sækja mig. Ég stóð bara kjurr með ferða töskuna mína þangað til maður gekk til mín og spurði hvort ég væri frá Norddjob. Það var maðurinn síðan kom annar maður með aðra Norddjob stelpu. þeir tóku töskurnar okkar og settu í farangursrýmið í sendiferðabílnum sem þeir komu á. Síðan röðuðum við okkur fjögur á bekkinn í framsætinu. Passaði akkúrat fyrir fjóra. Stelpan heitir Amanda og kemur frá Finnlandi. Hún mun vinna í Norrænahúsinu hér. Hún spilar á finnskt hljóðfæri sem ég man ekki hvað heitir. Hún spilar reyndar á nokkur hljóðfæri. Hún spilar mest finnska þjóðlagatónlist. Hún verður bara hér í 5 vikur. Ferðin frá flugvellinum til Þórshafnar var um klukkutími. Við byrjuðum að skila Amöndu á staðinn þar sem hún á að búa. Og síðan var ég keyrð þangað sem ég bý. Ég bý í brúnu stóru húsi. Það er kona sem á húsið, hún býr á neðri hæðinni og ég á efstu hæðinni sem er þriðja hæð og er dálítið undir súð. Konan, Marjun er áttræð og er með staf, en hún er samt hress. Dótturdóttir hennar var hér þegar ég kom. Hún kemur að þrífa fyrir ömmu sína einu sinni í viku. Þær buðu mér upp á te og brauð. Marjun talar samblöndu af dönsku og færeysku og því er oft erfitt fyrir mig að skilja það sem hún er að segja við mig. Smá tungumálaörðuleikar. Eftir teið fór stelpan en konan fór með mig í smá göngutúr sína mér Hótel Hafnía og svoleiðis. Ég er búin að komast að því að ég hef verið að bera Hafnía vitlaust fram. "fn" í færeysku er ekki eins og "fn" í íslensku. Við berum "fn" eins og "bn" en þeir eins og "fn". Það er óeðlilegt fyrir mig að segja þetta svona. A-ið verður ósjálfrátt eitthvað svo langt hjá mér. En hvað um það. Þegar við komum aftur inn, kom Marjun með hreint á rúmið fyrir mig. Ég bjóst nú ekki við því og stuttu síðar kom hún með lampa á náttborðið hjá mér og tvö kjaftablöð á dönsku, Ugebladet Søndag. Hún sagði síðan við mig að hún þyrfti að fara. Ég skildi ekki hvert það var sem hún fór, en náði samt því að hún fer þangað á hverju miðvikudagskvöldi. Eftir að hún fór, fór ég síðan út að leita að símakorti svo ég gæti látið vita af mér. Jú ég fann það í sjoppu. Svona númer kostar 100 krónum meira hér en í Danmörku. Síðan fór ég bara aftur heim enda skítakuldi úti. Það var bara rok þá en núna er rigning og rok. Ég heyri rigninguna dynja á gluggunum hérna uppi. Efsta hæðin í húsinu er eginlega hönnuð eins og sér íbúð. Það er lítð eldhús, stofa og klósett, og svo tvö herbergi. En sturtan fyrir okkur er niðri í kjallaranum, Eins furðulegt og það er. Við verðum tvær hér. Það kemur sænsk stelpa 8. júní. Ég hlakka til að hitta hana, svo ég geti bæði spreytt mig á færeysku og sænsku,,hí hí, Ég vona að þetta verði fín stelpa sem ég get talað við. Marjun telur að hún sé á aldur við mig, 18-19 ára. Ég fór í lopapeysuna mína þegar við fórum í göngutúrinn, Marjun þekkti um leið íslensku peysuna og sagði að íslenska munstrið væri aftur komið í tísku í Færeyjum.

 

Mamma bað mig um að tala um allaveganna eitt færeyskt orð, sem er annaðhvort, fyndið eða skrítið fyrir Íslendinga, í hverju bloggi. Strax eftir bara nokkra klukkutíma í Færeyjum er ég búin að læra eitt þannig orð. Það var þegar Marjun kom með rúmfötin og lakið til mín þá var hún að tala eitthvað á færeysku og ég áttaði mig ekki á því hvað hún var að segja. Ég hélt ég skildi orðin en þau höfðu bara enga merkingu í mínum huga sem meika ekki sens í íslensku. Hún sagði að ég yrði örugglega farin að tosa þegar ég færi heim. Það var bara eitt orð í setningunni sem mér fannst ekki passa. Það var orðið að tosa. Ég sagði að ég skildi ekki hvað hún væri að segja, þá kom það. Tosa føroyskt. Tala færeysku var það. Sem sagt sögnin að tosa hefur allt aðra merkingu í færeysku en í íslensku.

 

Klukkan er núna hálf 10, ég held ég fari bara bráðum að sofa.  Þetta var bæði svo langur dagur og síðan gerir hljóðið frá rigningunni og rokinu mig svo þreytta. En það er hundur úti sem geltir. Konan segir að það sé víst mikið um það að hundar gangi um lausir hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband