Annað kvöldið í Færeyjum 31. maí 2007 - Langur dagur

Fyrsta nóttin var ekki jafn góð og hún hefði geta verið, ég vaknaði oft, en svaf samt ágætlega.
Dagurinn byrjaði þannig að ég vaknaði 20 mínútum fyrir níu en fór samt ekki framúr fyrr en tíu mínútum síðar og fór síðan niður í sturtu. Það er baðkar og sturta og getið hvað. jú það er fótanuddstæki...Fótanuddstækja bylgjan hefur víst náð Færeyjum eins og Íslandi!! hehe. Síðan fékk ég morgunmat og te hjá Marjun. Hún ætlar að gefa mér og sænsku stelpunni, þegar hún kemur, morgunmat því við erum ekki með ísskáp hérna uppi. Á meðan ég var að borða hringdi svo mamma. en það samtal var stutt. Ég fór síðan á hótelið. Ég mætti í móttökuna og kynnti mig og þá var kallað í Birnu og hún kom niður að hitta mig. Hún er miklu yngri en ég bjóst við. Það er bara það hvernig hún talar sem fékk mig til að halda annað þegar ég talaði við hana í símann. Setningarnar hjá henni enda mjög mikið hærra uppi en byrjunin. Hún sýndi mér það helsta á hótelinu og síðan borðuðum við morgunmat og eftir það fór hún með mig að finna eldhús skyrtu og húfu yfir hárið fyrir mig. Það fannst engin skyrta sem var nógu lítil en síðan fannst ein sem var nánast fullkomin. Hún er blá, of stór reyndar en hún býr yfir einu flottu, það var maður sem vann þarna fyrir ári sem var frá Íslandi. Skyrtan var merkt að innan og Birna rétti mér skyrtuna og sagði, Nú heitir þú Bjarni. Það flottasta við skyrtuna er að það eru tveir íslenskir fánar á henni. Einn á hvorum enda kragans. Eftir þetta fór hún með mig í eldhúsið að kynna mig fyrir fólkinu. Það var svo mikið að gera í eldhúsinu, það var einhver ráðstefna eða eitthvað í gangi að kokkarnir höfðu engan tíma fyrir mig. Þannig að Birna setti mig í það að hjálpa þjónanema við að færa einhver glös á milli staða. Það var reyndar ágætt þangað til stressuð kona skammaði mig fyrir að tefja lyftuna. Það var ekki mér að kenna,lyftan er gömul og fór ekki upp því að hurðin lokaðist ekki almennilega og það var ekki hægt að loka henni betur innanfrá. Ég veit að konan meinti ekkert með þessu, það var bara stressið. En síðan efti hádegi þegar allt var búið fór ég aftur í eldhúsið og þá var nægur tími fyrir mig. Kokkurinn byrjaði að láta mig í hryllilegt verk. að skera kinnarnar úr þorskhausum. Það var of erfitt verk fyrir mig. Ég get bara ekki stungið fingrunum inn í augun!!. Síðan hræða tennurnar mig líka. Ég gerði tvo hausa, þetta gekk ekki vel. ég var ekki nógu sterkt til að höggva beinin í sundur. Eftir það fór hópurinn upp að borða restar eftir ráðstefnufólkið. Það var einn réttur þar sem stóð "havhestur". Ég veit ekki hvað það er, en ég held að það sé sæhestur. Ef það er rétt ágiskun þá hef ég borðað sæhest. Ég smakkaði líka skerpukjöt, það var barasta gott. Dálítið sterkt en gott samt. Eftir þessar kræsingar var farið aftur í eldhúsið. Ég var sett í hin og þessi verk, sjóða egg, saxa niður lauk, skera sítrónur. fylla á tómatsósupoka og remúlaðipoka og síðan flaka fisk. Af þessu öllu kunni ég best við laukinn og sítrónurnar, það var auðvelt og þægilegt. Og þarnæst kom það að flaka. Það kom mér á óvart, ég kom sjálfri mér á óvart, held ég.  Mér fannst þetta frekar einfalt. Ég byrjaði að flaka um klukkan fimm, og ég held ég hafi flakað allaveganna fimm fiska þegar klukkan var rétt að verða sex. Ég átti bara einn og hálfan fisk eftir þegar aðalkokkurinn, Magni stoppaði mig, því mínum vinnudegi lauk klukkan sex, Ef ég á að segja satt hefði alveg viljað klára þennan eina og hálfa fisk. Ég var nefnilega að hugsa að ég er íslendingur í Færeyjum að vinna verk sem Íslendingar á Íslandi fá útlendinga í til að vinna fyrir sig. Merkilegt. Þetta gekk held ég bara vel hjá mér. En ég var samt fegin að dagurinn var búinn hann var hryllilega erfiður og ég var oft næstum því farin að hágráta. Áður en ég fór út talaði ég aftur við Birnu um daginn. Hún sagði að ef eldhússtarfið væri ekki fyrir mig þá gæti hún fundið eitthvað annað fyrir mig að gera.

 

Ég fór síðan út í leit að matvöruverslun fann hana ekki, en fann Amöndu í staðinn, sem var í svipuðum hugleiðingum. Hún var líka að koma af sínum fyrsta degi í vinnunni. Hún vinnur í Norræna húsinu. Mér líst eiginlega betur á hennar starf en mitt. Hún var að klippa einhverja bæklinga og annað því umlíkt. Við skiptumst á símanúmerum. Við ætlum að gera eitthvað saman á sunnudaginn þegar ég á frí.

 

Annars er ég á báðum áttum hvort ég vilji halda áfram í eldhúsinu. Ég veit að þetta var bara fyrsti dagurinn minn, en mér leið bara ekki nógu vel held ég. Stress og hraði er ekki mín sérgrein. Ég get ekki séð mig fyrir mér í eldhúsi til lendar, Svona umhverfi er held ég bara ekki fyrir mig. Ég vil frekar eitthvað rólegra. Jafnvel uppvask. Ég ætla samt að þrauka daginn á morgun og sjá þá til, en ég er ekki viss um að ég endist alla prufuvikuna. fram á miðvikudag. Ég mundi frekar vilja skipta um á rúmi eða eitthvað þannig, eitthvað rólegra sem ég veit að ég get mjög auðveldlega. Ég ætla að reyna að tala um þetta við Birnu á morgun. Ég held ég hafi verið of oft nálægt því að hágráta í dag.  Ég vildi ekki aðeins hætta ég vildi meira að segja fara aftur heim til Íslands. Síðan er ég búin að skæla yfir þessu af og til síðan ég kom heim. Ég veit ekki hvernig 12 tímar í eldhúsinu á morgun verða. Mér fannst 8 tímar nóg. Ég kvíði rosalega fyrir morgundeginum

 

Ég held ég fari bara að sofa núna ég er dauðþreytt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úlsí púlsí mín, ég held að öll vinna sem þarf að vinna í tólf tíma í einu sé erfið vinna. Þetta er greinilega puð þarna í eldhúsinu, en kannski er eitthvað sem má læra af því og það er sjálfsagt margt nytsamlegt í þessari vinnu sem þú getur bætt við í reynslupokann þinn. Þú verður ekki fullkomin fyrstu dagana, það er á hreinu, en þannig er það í hverju einasta djobbi fyrst þegar maður byrjar. Spurningin er sú hvað þú vilt fá útúr þessu, og er endilega skemmtilegra að vinna við eitthvað sem er auðvelt? Hvað færðu til dæmis útúr því?

Baráttukveðja frá Boston...

...OG STÓRT KNÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚS

Ímsílíms

Ímsí (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 05:16

2 identicon

Elsku Úlfhildur. Baráttukveðjur frá Ó. Ég er sammála Ímu að það tekur tíma að komast inn í starf. Þú verður að meta þetta þegar einhver hefur gefið sér tíma til að kenna þér verkin og um að gera að biðja um aðstoð ef þeir hafa ekki skipulagt hana. Gefðu þessu tækifæri! Það verður forvitnilegt að heyra frá þér eftir daginn í dag. Gangi allt vel.

ps. Ég vona að enginn hafi talið þér trú um að Færeyjar væru veðurparadís!!

ps2.Bið að heilsa Brynju vinkonu þegar þú hittir hana!

kv. Ó.

Ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband