Þriðji dagurinn 1. júní 2007 - Annar langur dagur

Ji minn, þessi dagur var sko langur. Dagurinn byrjaði klukkan 9. Ég mætti í vinnuna klukkan 10. Fyrir hádegi var ég mest bara að skola og skræla grænmeti og setja kartöflur í kartöfluvélina. Reyndar var ég líka að þessu mestan part eftirmiðdegisins.  Ég skrællaði gulrætur, og helling af næpum og plokkaði utan af laukum. Þetta tók svona fyrri part vinnudagsinns. Klukkan hálf sex var svo matarpása. Eftir pásuna var eiginlega ekkert fyrir mig að gera vera bara á "stand by". Það var kominn kvöldmatartími og mikið að gera. Svo svona sjö hálf átta kom yfirkokkurinn, Magni. Hann setti mig aftur í fiskinn. Ég get ekki sagt að mér hafi þótt þetta skemmtilegur dagur. Ég var í fisknum þangað til svona um hálf tíu, Magni var bara eitthvað að tala við mig þegar hann sá að augun í mér voru að verða rauð og eitt tár lak niður. Hann spurði mig hvað væri að. Hann dróg mig úr eldhúsinu til að tala saman. Hann hélt að þetta væri útaf fisknum. En ég sagði honum að ég héldi að eldhúsvinna væri ekki fyrir mig. Ég hafði mikið hugsað um þetta yfir daginn en ég ætlaði mér ekkert að ræða þetta í dag, ég ætlaði að reyna að þrauka.  En fyrst að þetta tár kom þarna, þá var þessi umræða bara komin á borðið. Hann spurði mig hvort ég vildi fara úr eldhúsinu, ég svaraði satt og sagði já og sagði að tveir dagar í eldhúsinu hafi verið nóg. Hann skildi mig alveg og var alveg rosalega góður við mig. Hann sagði mér bara að jafna mig og að ég mætti fara heim. Hann sótti síðan Birnu og þau komu síðan bæði að tala við mig. Þau sögðu að þetta væri ekkert mál og þetta mundi allt reddast, Síðan fór Magni en Brina varð eftir til að tala við mig. Hún sagði að það væru þrír möguleikar, uppvask, hreingerningar, ég man ekki hvað það þriðja var. Ég á að velja á milli þessara þriggja möguleika. Ég held ég hallist mest að hreingerningunum, skipta á rúmum og þannig. En ég veit ekki af hverju, kannski af því að það er ekki erfitt og ég kann það. En ég fer að hitta Birnu á morgun til að ræða þetta betur. Hún sagði að það kæmi ekki til mála þegar Magni sagði að það væri líka hægt að finna starf fyrir mig einhversstaðar annarstaðar í bænum. Þetta verður allt lagað. Ég er þá í fríi núna í dag, laugardag og líklegast á morgun líka.

 

Það var menningarnótt hér í gærkvöldi og eftir að ég fór frá hótelinu þá kíkti ég aðeins í bæinn. Allar búðirnar voru opnar og ég fór í upplýsingamiðstöðina að fá kort af bænum sem mig vantaði og kíkti svo líka í bókabúðina. Það kom mér á óvart að flestar bækurnar í búðinni voru á dönsku. Ég hélt að allar útlensku skáldsögurnar vinsælu eins og td. bækurnar eftir Dan Brown væru þýddar yfir á færeysku, en svo virðist ekki vera. Ég vildi nefnilega fá mér bók á færeysku til að lesa. En síðan loksins fann ég færeysku hilluna og hvað er það fyrsta sem ég sé. Íslandsklokkan eftir Halldór Laxness og við hliðina á henni. Tar som djævla oygjan dagar(ég hef ekki hugmynd um hvort ég hafi skrifað þetta rétt), eftir Einar Kárason...Þar sem djöflaeyjan rís. Mér fannst þetta kúl en samt ekki eins kúl og dansk íslenska og íslensk-danska orðabókin sem ég fann þarna. Ég fann líka íslensk-færeyska orðabók. En ég ákvað bara að skella mér á Íslandsklukkuna, því ég hef aldrei lesið hana. Ég ætla að æfa mig smá í færeysku.

 

En í dag held ég að ég ætli að hringja í Amöndu, finnsku stelpuna, þó það kosti pening, hún er bara með finnskt númer, og spurja hana hvort hún vilji gera eitthvað saman með mér. Ég veit nefnilega ekkert hvað ég á að gera.

 

Okey það er komið að partnum hennar mömmu. Skrítin færeysk orð. Þetta er ekki beint orð en skrítið og fyndið er það samt. Færeyingar tala stundum um Íslendinga sem Jáara, þetta sagði Birna mér. Þeim finnst við segja já svo mikið. Ég hafði aldrei hugsað út í þetta fyrr en hún sagði mér frá þessu. En eftir það hef ég verið að pæla í þessu og þetta er alveg rétt við notum orðið já mjög mikið held ég og við hin og þessi tækifæri. Sumt fólk svarar já í símann,(ég hef samt aldrei skilið það, mig langar alltaf mest til að svara "nei" þegar fólk svarar já í símana sína), við segjum t.d. "nú já" ,"jæja já" "já já" og bara já. Eftir að hafa hugsað um þetta þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að við skjótum "já" inn á furðulegustu stöðum en ekki bara þegar þegar við erum spurð já aða nei spurninga þar sem já er viðeigandi svar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband