Fjórði dagurinn 2. júní 2007 - Frídagur

Ég byrjaði daginn bara rólega, svaf út ég var líka algjörlega dauðþreytt eftir daginn í gær. Ég vaknaði um 10 leitið en hafði bara ekki orku til að fara framúr og lá bara vakandi þangað til um klukkan ellefu þegar mér tókst að setjast upp og þá eyddi ég hálftíma í að taka myndir af sárunum á höndunum. Ég hef ekki græna glóru um hvernig ég fékk flest þeirra. Eitt er skurður á óheppilegum stað á vísifingrinum á hægri hönd. Hann er innan á efsta liðamótinu svo það er ekki mjög þægilegt að beygja fremsta part fingursinns. Ég veit ekki hvernig mér tókst að skera mig þarna. En hvað um það. Ég var síðan bara að slæpast. Fór í sturtu og síðan skrifaði ég blogg fyrir gærdaginn þá var klukkan allt í einu orðin tvö og þá ákvað ég fara út.

 

Reyna að finna opna matvöruverslun. Það var ekkert mál. Færeyjingar eru greinilega ekki eins og Danir að hafa allt lokað eftir hádegi á laugardögum. Það var líf og fjör í verslunarmiðstöðinni, sem heitir SMS. Fæturnir á mér voru samt ennþá svo þreyttir eftir gærdaginn að það var átak að ganga upp allar brekkurnar. Ég held að það séu miklu brattari brekkur hér en í Reykjavík. Mér mundi allaveganna aldrei detta í hug að hjóla um hér. Þó að fæturnir hafi verið mjög þreyttir í þessari ferð í verslunarmiðstöðina voru þeir ekki jafn þreyttir og þeir voru fyrr um morguninn. Þá var nánast eins og ég væri máttlaus í fótleggjunum. Allaveganna gekk ég eins og ég væri full eða eins og ég hefði verið að snúa mér og væri með svima. En hvað um það. Ég byrjaði á því að fara í matvöruverslunina Miklagarð og komst að því að djús hillan þar er full af íslenskum Svala, öll brögð sem til eru. Þetta kom mér á óvart. Ég vissi ekki að Svali væri fluttur út. Mér finnst hann ekki góður sem djús en sem plat-djús er hann það besta. Ég var þyrst og keypti eina svalafernu, hún var ódýrari en danski plat-djúsinn sem var í minni fernum. Ég settist síðan á bekk fyrir utan búðina og drakk Svalann minn og skoðaði fólkið sem gekk framhjá. Eftir það ákvað ég að fá mér að borða. Það voru þrír veitingastaðir. Einn heitir Perlan, annar heitir Sunset boulevard og sá þriðji er Burger King. Fyrst ég var byrjuð, búin að drekka sykurleðjuna, Svala, þá ákvað ég að halda áfram í óhollustu og fór á Burger King.
Bæ ðe vei. Ég held að Færeyingar séu hrifnir af Jolly Cola. Það voru allar gerðir af Jolly Cola flöskum í búðinni og stórir staflar af þeim. Hvernig fólk getur drukkið þetta, er nokkuð sem ég skil ekki. Ég man eftir að hafa drukkið Jolly Cola þegar ég var lítil og fundist það gott og keypti því eittsinn eina flösku í Danmörku, ég tók tvo sopa og restin fór í vaskinn. Aldrei aftur skal ég drekka Jolly Cola!!! Eftir Burger King kíkti ég svo í búðirnar. Ég sá nokkrar búðir með alveg hreint frábærum nöfnum. Ég veit að Íslendingar og Danir eru ekki mjög hugmyndaríkir þegar kemur að nefna búðir, sérstaklega fatabúðir. Margar þeirra heita eitthvað eins og t.d.  Fatabúðin(eins og það sé bara til ein fatabúð), Glamúr eða Cosmopolitan. En tískuvöruverslunin í SMS heitir því flotta nafni Gellan. Mér finnst það alveg frábært. Svo var önnur búð líka með frábært nafn. Það er búð held ég með sportföt fyrir stráka. Sú verslun heitir Skúrkur.  Svo sannfærðist ég um það hversu mikið Skífan má skammast sín. Það er búð þarna sem selur hin og þessi raftæki og síðan geisladiska, dvd-diska og tölvuleiki. Þessi búð hér í Þórshöfn er með stærri hillu fyrir kántrí tónlist en allar Skífuverslanirnar samanlagt. Alveg hreint ótrúlegt.

 

Eftir þessa ferð var ég orðin aftur þreytt í fótunum og fór bara heim og settist upp í rúm og lagðist síðan með tölvuna fyrir framan mig og spilaði hvern kapalinn í tölvunna á fætur öðrum og hlustaði á tónlist í útvarpinu í símanum mínum Rás 2. Það var íþróttaleikur í beinni útsendingu á Rás 1 sem ég hafði engan áhuga á að hlusta á. Eftir svona einn og hálfan klukkutíma í kaplinum, hringdi mamma, þettta var langt samtal. Hún sagði mér að partur af afmælisveislunni hennar Kristínar Grétu hafi farið í skæl út af blogginu mínu. Það var nú ekki ætlunin með blogginu. Ég held að þetta samtal okkar hafi verið næstum klukkutími. Eftir það fór ég aftur í leikina í tölvunni en í þetta sinn var það PinBall en ekki kaplarnir. Ég sló hvert metið á fætur öðru. Svo um klukkan átta setti ég bíómynd afstað í tölvuna og nartaði í gullkorn á meðan, það var á tilboði í búðinni. Síðan í miðri myndinna hringdi mamma aftur til að láta mig vita að skórnir sem við gáfum Krístínu Grétu í afmælisgjöf hafi gert lukku. Síðan hélt ég áfram með myndina. Stuttu eftir myndina. Hringdi Amanda og sagðist bara hafa verið að sjá sms-ið sem ég sendi henni í dag fyrst núna. Hún spurði mig hvort ég vildi koma að sjá þjóðdansa annaðkvöld. Ég sagðist vilja það. Ég vil endilega gera eitthvað skemmtilegt. Svo við ætlum að hittast klukkan sjö annaðkvöld og fara síðan saman í þjóðdansana. Ég vona að það verði gaman. Síðan svona tveimur mínútum eftir að samtali mínu við Amöndu var lokið, fékk ég svo sms Birnu, hún spurði hvort ég væri nokkuð farin að sofa, þetta var um korter í ellefu(10:45 svo mamma miskilji ekki orðalagið hjá mér), ég svaraði því neitandi og þá hringdi hún. Við ætlum að ræða möguleika mína á hótelinu á morgun, ég á að mæta milli klukkan hálf eitt og eitt. Þá lauk símtölum dagsinns. Ég er núna búin að sitja hér við bloggið í um klukkutíma en ætla bráðum að fara að sofa.

 

Orð dagsinns: Hýruvognur. Ég var búin að sjá þetta orð á skilti á hverjum degi og alltaf velt því fyrir mér hvað það þýddi. Ég var búin að sjá þessi skilti á fleiri en einum stað. Það var hinnsvegar ekki fyrr en í dag á leiðinni heim úr verslunarmiðstöðinni að ég áttaði mig á því hvað hýruvognur væri. það var það að ég sá röð af leigubílum á bílastæði við svona skilti. Þá kom það, hýruvognur=leigubílar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það Hýr Vagn? Er að reyna að skilja lógíkina. Það er mjög skemmtilegt að fá svona færeysk orð til að skemmta sér að : )

Í

Ímsí (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 01:22

2 Smámynd: Úlfhildur Flosadóttir

er lókíkin ekki bara það að orðið "hýru" er skillt enska orðinu "hire". Þannig tendgi ég orðið hýruvognur eftir á.

Úlfhildur Flosadóttir, 4.6.2007 kl. 17:12

3 identicon

Aha, það hlýtur að vera rétt hjá þér, hitt meikar engan sens, ha ha.

Ímsí (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband