Sjötti dagurinn

Dagurinn byrjaði ágætlega. Ég fór í vinnuna með kvíða, mig langaði ekkert. En síðan var það að mestu bara ágætt. Ég var að hjálpa tælensku konunni í kalda eldhúsinu. Fyrri part vinnudags var ég að þvo kál og svo að skera paprikur og sveppi. Það kom hálftímalöng hádegispása þarna einhverstaðar á milli. Eftir hádegi var ég að plokka skurn utan af ótal eggjum. Síðan klukkan þrjú var fundur sem allir þurftu að fara á. eldhúsinu var lokað og ég var ein eftir. Ég dreif mig að klára að plokka af eggjunum og tók mér síðan 45 mínútna langa pásu þangað til hin komu til baka. Þá fór ég aftur að sinna mínu næsta verki sem var að taka utan af 10 kílóum af lauk. Ég var að því þangað til svona 10 mínútur yfir fimm og þá var bara kominn kvöldmatur fyrir okkur og mínum vinnudegi að ljúka. Mikið var ég nú fegin. Ég sat og borðaði til klukkan 6 og þá fór ég.  Ég mun ekki vinna lengur en átta tíma á dag aftur. Ég fór síðan í lobbíið og kíkti í tölvuna. 

 

Ég hringdi svo í Amöndu, við höfðum talað um það ganga upp á pínufjall(kannski betra að kalla það stóran klett) einhvern daginn. Það var svo gott veður í gær heiðskýrt og allt saman. Ég spurði hvort hún vildi fara í göngutúrinn núna, Jú hún var til í það. Við hittumst í bænum klukkan hálf átta. og síðan gengum við upp. ég var í ermalausum bol og ullarpeysunni yfir. Ég hélt að það mundi vera miklu kaldara en ég var bara að kafna úr hita.  Þegar toppnum var náð settumst við upp á stórann stein sem er á toppnum. Við horfðum yfir bæinn og kvöldsólina og spjölluðum saman. Eftir að hafa setið þarna í um hálftíma var farið að kólna og við héldum heim á leið. Við hittum hund sem tók upp á því að elta okkur. Hann hljóp á undan okkur en stoppaði síðan alltaf til að bíða eftir okkur. En svo skildu leiðir okkar Amöndu, ég og hundurinn héldum í bæinn. Hann fylgdi mér alla leiðina í bæinn. Þetta var svo furðulegt.

Í dag fer ég ekki í vinnuna fyrr en klukkan 4 og vinn þá til 10. Ég get ekki beint sagt að ég hlakki til.

Annars ligg ég núna upp í rúmi. Ég hef enga matarlist, Maginn í mér hefur verið bilaður hér. Það er stöðug hringiða og allt sem ég borða vill fara sömu leið til baka. Klukkan er hálf eitt núna. og allt sem ég hef getað borðað er eitt epli. Mér er bara óglatt. Ég held að þetta sé svona útaf  kvíða og óánægju með starfið. Önnur hver hugsun er um vinnuna og allt vesenið. Ég get ekki beðið þangað til á sunnudagskvöldið þegar þessi prufuvika verður loksins búin. Ég er að gefast upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Halló stelpan mín!  Nú er bara að bíta á jaxlinn bölva í hljóði og þrauka. Eldhúsvistin tekur enda, þú veist það þó, og nokkrir dagar eru ekki lengi að líða og þú getur þetta vel.  Farðu út úr sjálfri þér meðan þú ert að djöflast í grænmetinu og ekki leyfa hugsunum um það hversu óbærlegt þér finnst þetta, að taka völdin.  Settu fókusinn á hvuttann - fallegu náttúruna, þjóðdansana, Amöndu, Birnu, Marjun og allt það jákvæða og góða sem bíður þín um leið og klukkan slær:  vinna búin.  Önnur aðferð og jafnvel betri:  hugsaðu um hvað þessi tíu kíló af lauk eru heppin að lenda í höndunum sem hún mamma þín þreytist ekki á að segja hvað séu yndislegar, græðandi og góðar.  Gældu við þá í huganum, skerðu þá fallega og legðu alla þína ást í að þeim líði jafn vel í höndunum á þér og mömmu.  Mamma og laukurinn eiga það sameiginlegt að vilja vera meðhöndluð af þeirri hlýju alúð sem býr í höndunum þínum.  Þá verður þetta meir en bærilegt, og kannski bara stórskemmtilegt. 

Bergþóra Jónsdóttir, 6.6.2007 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband