Áttundi dagurinn - búin að vera í viku

Ég trúi því ekki að ég sé búin að vera í viku í Færeyjum. Þetta virkar hafa verið miklu lengri tími. Kannski sérstaklega út af allri þessari angist minni í sambandi við eldhúsið. Bara þrír vinnudagar meir af prufuvikunni og þá verður framtíðin aftur rædd. Ég bara veit ekki hvað í ósköpunum ég á að gera. Ég vil helst ekki vera í eldhúsinu. Ég veit það. En það er restin sem ég veit ekki. hvort ég eigi að vera í uppvaski og vera að vinna svipaðan tíma á sömu launum eða vera í hreingerningum. Ég hallast að hreingerningum því mér þætti asnalegt að hafa verið í eldhúsinu og fara síðan í uppvask og vera fyrir framan sama eldhúsfólkið. Ég held að mér þætti það óþægilegt. Síðan er Birna, hún er svo elskuleg við mig, að það er næstum ekki til að hjálpa mér. Ég fæ samviskubit þegar ég hugsa um það. Hún hringir í mig til að spyrja, hvernig ég hafi það á frídeginum mínum. Ég hef aldrei vitað annað eins.

Dagurinn í dag er búinn að vera mjög góður. Hann byrjaði á sömu nótum og gærdagurinn. En samt framfarir. Það voru tvö epli sem voru borðuð í morgunmat í morgun. Það er plús. Síðan eftir sturtu og eplin fór ég síðan af stað í leiðangur, klukkan var rúmlega 11. Ég setti tónlistina á í ipodnum(eða sarpinum eins og ég sá það þýtt í Opruh) og gekk út. Fyrsta vers var að finna Norrænahúsið. það var góður göngutúr að finna það. Mikið fæ ég alltaf mikið kikk af því að sjá íslenska fánan blakta við hún í útlöndum, Mér finnst hann eiginlega bera af í fegurð miðað við hina norðurlandafánana. Mér finnst Dannebrog reyndar líka flottur. Síðan er grænlenski fáninn sem útlitslega séð passar ekki inn í samkvæmið. Þegar Norrænu fánarnir eru saman þá eru það oftast bara sá íslenski, sænski, danski, norski og finnski. En hér taka þeir alltaf færeyska fánann ( af skiljanlegum ástæðum), álandseyska fánan og grænlenska fánann með líka. Mér finnst það flott. Konan sem ég átti að tala við var ekki við, hún vinnur ekki á miðvikudögum og fimmtudögum, en í þessari viku eru þetta einmitt dagarnir sem ég get farið í Norrænahúsið. En ég talaði við aðra konu. ég þurfti að skrifa nafn og heimilisföng á blað og það verður eitthvað gert svo ég geti fengið færeyska kennitölu og stofnað bankareikning fyrir launin mín. Ég gat líka heilsað upp á Amöndu. Við ákváðum að hittast klukkan sex í bænum. Hún á nefnilega við sama vandamál og ég að stríða, að þekkja engan hér og hafa ekkert að gera kvöldin annað en bara að sitja í herberginu sínu og lesa.

Eftir Norrænahúsið fór ég síðan í SMS. Ég byrjaði í matvöruversluninni og síðan fór ég í expert. Á meðan ég stóð inni í Expert að skoða geisladiska þá hringdi síminn minn. Mér bregður næstum alltaf þegar síminn hringir því hann gerir það svo sjaldan. Það var Birna bara að segja hæ og spyrja mig hvernig ég hefði það í sólinni á frídeginum mínum. Mér finnst þetta svo ótrúlegt. Jú ég hafði það bara fínt, ég gat sagt henni það. Ég endaði með að kaupa disk í Expert. Disk með dúettum með Johnny Cash og June Carter. Ég ætla að hlusta á hann á morgun. Nú sit ég og hlusta á Sænska kántrí hljómsveit. Sænska útgáfan af Dixie Chicks. Þær heita Calaisa og tónlistin þeirra er svona kántrí-popp með írsku ívafi. Mér finnst þær fínar.

Eftir SMS fór ég síðan heim skilaði af mér vörunum. Ég ætlaði að fara á bókasafnið til að fara í tölvu með net. En þegar ég var komin á bókasafnið. Var bara ein manneskja að afgreiða og hún var að hjálpa einhverjum í gegnum símann. Hún talaði færeysku en ég náði að viðmælandinn er staddur í Danmörku. Þegar ég var búin að bíða í næstum 10 mínútur þá gafst ég upp á þessu og ákvað þá bara að halda áfram með planið mitt. Ég fór í upplýsingamiðstöðina að spyrjast þar fyrir um Þjóðminjasafn Færeyja mig langaði þangað. Maðurinn sem ég talaði við. Talaði sænsku við mig. Ég held að margir Færeyingar haldi að ég sé Svíi. Þeir heyra að ég er ekki Dani. Þeir heyra framburðinn hjá mér og þeim finnst hann vera sænskur. Ég vil frekar tala dönsku en sænsku. En hvað um það. Ég spurði hvað það kostaði mikið að fara á safnið. Því hraðbankinn vildi ekki leyfa mér að taka út pening og ég hafði áhyggjur að ég hefði ekki nóg. Síðan sagði maðurinn mér líka hvaða strætó ég ætti að taka. Ég fór síðan á stoppistöðina og var að skoða skiltið til að sjá hvenær vagninn kæmi, þegar Högni úr Norrænahúsinu, sá sem tók á móti mér fyrir viku kom og spurði hvert ég ætlaði. Ég sagðist ætla á safnið. Hann sagði mér hvar ég gæti farið úr vagninum. Það var nú góð tilviljun að hann skildi hafi átt leið þarna hjá akkúrat á þessu augnabliki. Mér finnst færeyskir strætóar skrítnir. Í fyrsta lagi eru þeir rauðir. síðan er líka skrítið að stíga bara upp í vagninn og setjast án þess að borga. og svo eru engar dyr aftast í vagninum, bara fremst og í miðjunni. En það var sport að fara með strætó verð ég að segja. Ég missti hinsvegar af stoppistöðinni sem Högni hafði sagt mér að fara út á og fór þá út á næstu stöð og þurfti að ganga tæpan hálftíma til baka. 20 mínútur á réttu stoppistöðina og tíu mínútur á safnið. Safnið var flott. Færeyingar hafa víst átt í samskonar viðræðum við Dani og við. Hellingur af færeyskum munum í færeyjum, en danir hafa verið tregið hingað til að láta þá af hendi. En auðvitað eiga færeyskar forminjar að vera í Færeyjum en ekki í geymslu í Danmörku. Svona eins og íslenskar minjar eiga að vera á Íslandi en ekki í Svíðþjóð eða Danmörku.. Það var fullt að skrítnum hlutum þarna. Það kom mér á óvart hvað færeyskar fornminjar eru margar öðruvísi en það sem ég hef séð á Íslandi. í fyrsta lagi er heill salur þarna fullur af öndvegissúlum. Síðan var eitt sem vakti athygli mína og það var barna göngugrind til að hjálpa börnum sem eru að taka sín fyrstu skref. Mér fannst gaman á safninu. En ég skoðaði ekki úti safnið því klukkan var að verða fjögur, ég var glorsoltin og átti eftir að fara aftur í bæinn. Safnið er sko útúrbænum. Það er í Hoyvík, það er rétt við Hvítanes. Staðurinn sem ég fór út á. var við Hvítanes. Eftir safnið fór ég út á stoppistöð og stuttu síðar kom vagninn. Mér finnst alltaf svo þægilegt að sitja í strætóum og rútum, það kemur alltaf einhver værð yfir mig. Ég var nú samt við það að fá nóg af rútum á Ítalíu með Snoghøj. Á leiðinni í bæinn sá ég svo kunnuglega sjón. Bónus grísinn. Jújú ég sá rétt, Bónus er hér í Þórshöfn. Merkilegt. Íslendingar og eignir íslendinga eru útum allt. Stórveldið Ísland á eftir að taka yfir Evrópu... Þegar ég var komin í bæinn gekk ég af stað aftur í SMS. í þetta sinn fór ég á Burger King og fékk mér hamborgara. Ég hafði sent mömmu sms og hún hringdi í mig. Þegar ég var á Hvítanesi fór ég að hugsa um Hvítanesgoða sem ég hef lesið um, en ég man bara ekki hvað hann heitir. Ég spurði mömmu að því, en hús mundi það heldur ekki. Hún segir að Færeyjabloggið mitt sé mun meira krassandi en Danmerkurbloggið, það er svo mikil dramatík og örvænting, sagði hún.

Eftir hamborgarann var klukkan fimm og þá ákvað ég að drífa mig í bæinn og fara á netkaffið í upplýsingamiðstöðinni áður en þeir loka.. Þeir loka klukkan hálf sex. Ég var kominn þangað og náði korteri á netinu. Það kostaði mig 15 krónur. Það verður ódýrara eftir því sem maður er lengur. Klukkan hálf sex fór ég síðan heim og lagði mig í smá stund áður en ég fór aftur út að hitta Amöndu. Ég hitti Amöndu í bænum á staðnum okkar, það er fyrir utan upplýsingamiðstöðina. Við fórum síðan á kaffihús sem er á móti Hótel Hafnía. Við fengum okkur köku þar. Við fengum okkur mismunandi svo við gætum fengið að smakka báðar. Við skiptum bara sneiðunum í tvennt þegar við fengum þær. Mig langaði í kók, en þetta kaffi hús er ekki með kók bara jolly. Ég ætla sko ekki að kaupa Jolly aftur þannig að ég fékk mér bara te í staðinn. Við vorum í klukkutíma bara að spjalla á kaffihúsinu. Ég sagði henni um daginn í fjallgöngunni þegar við sáum smá gljúfur að á Íslandi væri hægt að standa á milli Ameríku og Evrópu, hún var svo heilluð af þessu. Að ég er búin að lofa henni að fara með henni þangað þegar hún kemur næst til Íslands. Hún sagði mér líka að þegar hún hafði sagt mömmu sinni að vinkona hennar hér væri frá Íslandi, þá hafi mamma hennar beðið hana um að spyrja mig um Björk, hún er víst mikill aðdáandi Bjarkar. Amanda sagði að hún hefði sagt við mömmu sína að það væri ekkert víst að ég vissi nokkuð um Björk. Svo það var lukka þegar ég sagðist hafa séð Björk nokkrum sinnum og farið á tónleika. Og það að frænka mín hefði túrað um heiminn með Björk. Ísland er lítið land. Þó að maður geti ekki þekkt alla á Íslandi þá er miklar líkur á því að einhver þekki einhvern sem þekkir einhvern. Hún gat glatt mömmu sína með þessum upplýsingum. Mér finnst þetta bara svo fyndið. Fólk gerir sér grein fyrir því að Ísland er lítið land en það áttar sig ekki á því allir þekkja ekki alla á Íslandi. Þó er líkurnar alltaf miklar. Því það eru margir sem þekkja marga. Og síðan er fólk eins og mamma, sem þekkir og kannast við rosalega marga.. Eftir kaffihúsið vorum við bara að rölta í bænum í svona klukkutíma. Gengum í gegnum gamlan kirkjugarð sem við sáum.

En nú held ég að ég fari bara að sofa, klukkan er að ganga eitt hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held ég sé sammála mömmu þinni að þetta sé mun dramatískara blogg en Danmerkurbloggið, og ég er alltaf mjög spennt að lesa þegar kemur nýtt. Varstu að gráta yfir lauknum í gær eða útaf angistinni? Mér finnst algerlega nauðsynlegt að tárin komi út, hitt væri verra ef þau gerðu það ekki. Mig langar dáldið að vita hvað það er sem veldur vanlíðan þinni, þ.e. þegar þú ert í eldhúsinu að vinna hvað er það þá sem kveikir í angistinni. Þreyta? Skurðir á puttum? Birna er of góð? Leiðindi? Heimþrá? Ógleðin? Jeminn, þetta er of langur listi, það er ekki nema vona að það sé drama. En svo færðu greinilega marga frídaga líka og það er ekki svo slæmt.

Svo er önnur spurning, af hverju heldurðu að fólkinu í eldhúsinu sé ekki sama þó þú færir þig yfir í uppvask? Ekki myndi ég nenna í hreingerningar, það get ég sagt þér. Og svo vil ég líka fá að vita af hverju þér finnst uppvaskið betra. Er það nú tilætlunarsemi í mér : = (

Spurðu Amöndu hvort mamma hennar hafi heyrt Björk spila í Turku í Finnlandi, held ég sumarið 1998.

íííííí

Ímsí (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 18:50

2 identicon

Elsku Úlfhildur. Það er svo sannarlega fróðlegt og spennandi að fylgjast með  hvernig þér reiðir af í Færeyjum.  Þú átt svo auðvelt með að tjá þig á blogginu, ert svo einlæg í frásögn, að maður bíður spenntur eftir áframhaldi.  Í rauninni höfum við engar áhyggjur af áframhaldinu því þú ert áreiðanlega hjá góðu fólki þar sem Færeyingar eru.  Ætli Færeyjadvölin verði ekki bara flott framhald af Snoghöj-dvölinni.  Elsku stelpan okkar.  Vonandi verður þetta bæði lærdómsríkt og skemmtilegt sumar hjá þér.  Okkur líður vel en bíðum eftir hlýrra veðri.  Við hugsum oft til þín og vonum að þín bíði batnandi tíð.  

                                                                       Afi og amma.

Jon Hallsson (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 02:28

3 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Hæ skvísí

Höskuldur Þráinsson Hvítanesgoði var dóttursonur Hallgerðar Langbrókar Höskuldsdóttur - en Hvítanesið sem var goðorð hans er nú íslenskt.

En, mikið er gaman að lesa, og margt skemmtilegt í gangi hjá þér.  Heyrumst betur um helgina,

mamma

Bergþóra Jónsdóttir, 8.6.2007 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband