9.6.2007 | 17:16
Níundi dagurinn - annar frídagur
Dagurinn í dag var ágætur en ekki jafn góður og gærdagurinn. Hann byrjaði bara á rólegu nótunum. Fór í sturtu borðaði gullkorn og epli. og kláraði að skrifa bloggið fyrir gærdaginn sem ég var of þreytt til að klára í gær, síðan tók ég smá örvæntingarkast því það er vinnudagur á morgun, og lesendur þessa bloggs vita hug minn til eldhúsjobbsinns. Ég er búin að hugsa svo mikið um þetta. Ég hef verið að hugsa, ég fæ annan sjens á Hafnía en síðan hugsa ég hvað ef sama kemur upp í hinu, þá verð ég bara að halda það út til enda sumars.. Ég hef líka komist að niðurstöðu í öllum þessum hugsunum mínum. niðurstaðan er: ég veit ekki hvað ég vil. Það er vandamál. Ég veit aðeins það að ég vil ekki vera áfram í eldhúsinu. Ég hef líka verið hugsa það að ég hef ekki nægan áhuga á eldhúsvinnu eða matreiðslu. Síðan poppar spurning, sem Birna spurði mig, reglulega upp í kollinum á mér. Hún spurði mig. Hvers vegna ég hefði komið til Færeyja, Var það vegna peninganna eða vegna þess að ég vildi sjá Færeyjarnar.. Ég bara hafði ekki svar við þessari spurningu. Ég er búin að velta þessum spurningum marg oft fyrir mér en ég bara veit ekki svarið. Ég get ekki beint sagt að ég viti hversvegna ég er hér. Ég bara er hér. Heilinn minn er að springa út af þessu. Síðan bætist samviskubit ofan á alla óvissuna. Samviskubitið er út af tveimur hlutum held ég. Fyrst það að mig langar til að vera ánægð með starfið sem ég fékk, en ég er það bara ekki. Ég get ekki bara sett upp platbros allt sumarið. Síðan er það hvað allir eru góðir við mig, sérstaklega Birna. Ég veit ég tauta það sama í hverju bloggi. En þetta mál tekur bara svo stóran hluta hugsanna minna. Ég hef líka hugsað stundum um það að væri kannski bara best að fara heim aftur til Íslands. Ég held ég hafi upplifað heimþrá í fyrsta skipti á ævi minni. Allan tíman í Danmörku, langaði mig ekkert til Íslands. Mig langaði náttúrulega oft að vera með fjölskyldunni, sérstaklega á aðventunni. En annars langaði mig ekkert til Íslands, Ég var búin að fá yfir mig sadda af því... Mig langar til að vera hamingjusamari, en ég bara veit ekki hvað það er sem mun gera mig ánægða. Ég var hamingjusöm í gær, en ég er ekki mjög hamingjusöm í vinnunni. Mér bara líður ekki vel í eldhúsinu. Æji ég verð að fara að gera upp hug minn og hætta að hugsa um þetta.
En hvað um það í dag eftir hádegi þegar ég var búin að klára bloggið frá í gær, notaði ég tækifærið til að fara á netkaffið á meðan það var opið. Það eru tvö netkaffi hér annað lokar klukkan klukkan hálf sex og hitt klukkan sex og þau eru bæði bara opin til 2 á laugardögum og ekkert á sunnudögum. Mér finnst þetta eiginlega fáránlegt. Mér finnst nú að netkaffi mættu vera opin eitthvað fram á kvöldin. En hvað um það. Ég ætlaði að vera í klukkutíma á netkaffinu og hlusta á þáttinn hennar mömmu í útvarpinu. en það var ekki hægt. Ekkert efni frá laugardeginum virkaði. Það var spæling. En ég var samt á netinu í klukkutíma. Eftir netkaffið fór ég í göngutúr aftur í skógræktinni og prófað nokkra nýja stíga þar sem ég hafði ekki prófað á þriðjudaginn. Það vara bara fínt. Góða veðrið er samt búið. Það var skýjað í dag. Ég var svona einn og hálfan tíma í göngutúrnum. En sat í dágóðann tíma á bekk að horfa á endur á tjörn. Eftir það um klukkan hálf fjögur fór ég heim, borðaði smá og horfði á video í tölvunni. Siðan klukkan hálf fimm fór ég að hitta Amöndu. Hún hafði ekki komið í gamlabæinn, svo við fórum þangað. Eftir það fórum við síðan út að vitanum, Skansin heitir staðurinn. Þar er fullt af fallbyssum og tvær risastórar. svaka virki. Ég man ekki fyrir hverjum færeyingar voru að verja sig.. Ég sagði Amöndu að það væri enginn íslenskur her og henni fannst það furðulegt. Og spurði hvað við gerðum ef einhvet tæki upp á því að ráðast á okkur. Ég spurði bara. Hver ætli hafi áhuga á Íslandi, sem flestir í heiminum vita ekki einu sinni að er til. Eftir þennan túr, fór Amanda heim. Ég fór hinnsvegar með henni í Statoil og leigði mér dvd mynd þar svo ég hefði eitthvað að gera í kvöld annað en að vola yfir ástandi mínu, eins og ég hef gert sum önnur kvöld. Ég horfði semsagt á myndina Spanglish fyrr í kvöld, Hún var eiginlega miklu betri en ég bjóst við. Þetta var dagurinn í dag. Ég kvíði fyrir því að fara í vinnuna á morgun en ég veit ég lifi það af. Það eru líka bara þrír dagar eftir.Ég held líka að tilhlökkunin við að hitta sænsku stelpuna á morgun sé sterkari en kvíðinn kvöld. Á meðan ég var úti í dag hefur Marjun komið með tvo stóla í littla eldhúsið, svo það er hægt að sitja við elshúsborðið núna.
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.