Tíundi dagurinn

Ég byrjaði daginn á morgunmat hjá Marjun. Við vorum bara að spjalla. Hún sagði mér að hún hefði oft hlustað á Hauk Mortens, Hún spurði mig hvort ég hefði heyrt um hann. Jújú, eitthvað heyrt minnst á hann einu sinni.... hehe... Nei nei, ég hef hlustað á geisladiskinn hennar mömmu grilljón sinnum og ég veit ekki betur til en ég kunni öll lögin utan að. Ég man eftir að hafa setið inn í Nóatúni í fatahenginu og sungið með Hauki. Ég hef samt ekki hlustað á hann lengi.

 

Síðan fór ég í vinnunna. Ég þurfti að byrja á því að leita að hreinni skyrtu. Ég setti skirtuna mína í óhreinatauið á þriðjudaginn og það var ekki búið að þvo hana. Ég fann bara engar skyrtur sem voru með hnöppum. Síðan fann ég eina skærgula en það vara bara eitt vandamál hún er Large, en ég bara bretti upp ermarnar og lét hana nægja og setti svo á mig svuntu. Síðan tók grænmetið við. Ég byrjaði á því að skera mig á skrítnu gulrótarverkfæri, bara smá skeina samt. Ég skar gulrætur, paprikur og gúrkur. Síðan tók við að skera hálfan annan helling af lauk og þá tóku tárin að streyma niður kinnarnar. Hvað er það í lauk sem gerir þetta að verkum? Ég held að það hafi veri einhverstaðar þarna á milli sem ég fór á klóið og kom til baka og tók eftir því að vísifingurinn á mér var allur blóðugur. Ég þvoði mér og sá síðan að partur af skinninu á liðamótinu var laust frá. Ég lokaði bara sárinu og það hætti að blæða. Ég veit ekki hvernig þetta geriðist ég held að það hafi verið kannski klósetthurðin...en það er bara ágiskun. Ég bara tók ekkert eftir þessu. Svona eins og í Hvassó þegar ég sagaði í handarbakið á mér og ég tók ekki eftir því fyrr en Ágústa hljóðaði og sagði "Úlfhildur það blæðir úr handarbakinu á þér.". Ég steikti síðan laukinn og beikon bita. Síðan setti ég laukinn og beikonið í bökur sem voru síðan bakaðar. Þetta var allt fyrri part dags. Síðan um tvö leitið var hádegismatur. Það sem var, var eitthvað gums, með gulrótum og ananas sem mig langaði ekki til að borða þannig að ég fékk mér bara jógúrt og djús. Birna kom síðan og borðaði með okkur, Hún settist við hliðina á mér og sagði. "Mikið ert þú gul í dag" Ég útskírði fyrir henni að þetta hefði verið einaskirtan með hnöppum sem ég hefði fundið í morgun og að hún væri Large. Þetta fannst henni fyndið. Ég dróg matarhléið mitt. Ég sko tek ekki hádegishlé styttri en hálftíma. En það er líka allt í lagi. Fólk má taka sinn tíma í að borða. Eftir hádegi hjálpaði ég Kop við að gera kökur með súkkulaði það var svo góð lykt af þeim. Ég held reyndar að þetta hafi bara verið botnarnir.. Síðan fór ég í það að plokka skurn utan af soðnum eggjum. Það tók tímann sinn. þetta voru 50 egg og skurnin vildi ekki af þeim. Ég fékk að vita hversvegna skurnin er svona föst á. Jonly sagði mér að það væri vegna þess að eggin væru ný, þá eru þau oft svona. Maður þarf að gera þetta með extra varkárni. Ég held ég hafi staðið þarna yfir eggjunum í einn og hálfan tíma jafnvel lengur.  Þegar ég var loksins búin var klukkan  10 mínútur yfir fimm og kominn kvöldmatur og mínum vinnudegi lokið. Þegar ég var við það að taka mér disk. kallaði Magni í mig og spurði hvort hann gæti fengið mig lánaða í augnablik. Jújú, ég lét diskinn frá mér og elti hann fram í þvottaherbergi. Hann vildi tala við mig um starf mitt í eldhúsinu og framhaldið. Hann vildi vita hvar ég stæði í augnablikinu. Hann spurði hvernig mér gengi. ég svaraði því að að ég héldi að mér gengi ágætlega. Hann sagði að það væri gott að heyra. Ég sagði síðan bara hreint og beint við hann að ég væri ekki viss um hvort ég vildi halda áfram í eldhúsinu. Það var smá þögn. Ég vildi bara vera hreinskilin við hann. Magni spurði mig síðan hvort ég hefði ekki lært eitthvað. Ég er búin að læra það að maður sýður egg með sítrónum og salti og ég er búin að læra að skrautskera epli og fylla þau með kanel. Hann hló þegar ég sagði þetta með eplin og sagði "þá getur þú gert það heima". Ég sagði líka við hann að ef ég mundi borða einhverntímann á veitingastaðnum þá væri ég búin að ákveða að panta mér  kanelfyllt epli. En við töluðum líka frekar um það að ég mundi hætta í eldhúsinu. Ég sagði honum frá samning mínum við Birnu, að ég mundi vinna þessa helgi og tala svo við hana á sunnudaginn eftir vinnu. Ókey honum leist vel á það plan. Ég á semsagt fund  við þau bæði saman á sunnudaginn. Ég þarf virkilega að gera upp hug minn varðandi hvað ég vil gera áður en sá fundur verður.. Ég þarf líka að velta fyrir mér spurningunum sem Íma bar upp í athugasemd við blogg í síðasta holli. En ég velti því nú líka fyrir mér í síðasta bloggi, sem var ekki komið á netið þegar athugasemdin var skrifuð. Ekki það að ég hafi komið með svarið í blogginu... Ég ætla að pæla meira í þessu á morgun.. Og ég ætlað að vera komin með svör við öllum spurningunum mínum í bloggi annað kvöld eftir vinnu...
Ég borðaði síðan kvöldmatinn með Magna, hann fór að spyrja mig út í það afhverju ég væri svona góð í dönsku. Mér fannst gaman að heyra það að honum finnst það. Ég svaraði að það væri vegna þess að ég hefði búið í Danmörku í ár. Annars er það kannski ekki alveg öll ástæðan. Ég held að það sé engin aðal ástæða. Ég varð bara sjálfkrafa góð í dönsku. Ég fékk nánast fyrirhafnarlaust 9,5 á samræmdu prófi í dönsku.  Ég man að dönsku prófið var á mánudegi og ég man að ég sat í stofunni heima að horfa á sjónvarpið og mamma var ekki hrifin af því, fannst ég ætti frekar að vera að læra fyrir prófið. Ég man að ég var að horfa á hvali á Discovery Channel en horfði síðan á Forsvar á eftir. Ég er ekkert viss um að ég hefði verið 0,5 hærri hefði ég verið með nefið ofan í bók þetta kvöld. Maður á ekki að vera að læra kvöldið fyrir próf. Ef maður kann ekki hlutina þá, þá kann maður þá ekki, það finnst mér alla veganna. En ég held ég muni alltaf monta mig af þessari einkun 9,5.  Ég man líka að Brimrún var ánægð með mig. Hún hafði kvartað allan veturinn yfir því að ég læsi ekki nógu mikið. Ég var svona að vonast til þess að rekast á hana á meðan ég var heima í maí til að segja henni að ég væri búin að vera einn vetur í Damörku. Ég er viss um að hún hefði gaman af því að heyra það.

 

Klukkan sex var ég komin í úlpuna og upp í lobbí ég kíkti í tölvuna ör stund og þaut síðan út. Ég var svo spennt að hitta sænsku stelpuna. En varð hissa þegar ég kom heim. Hún var ekki komin. Mig minnir eins og ég hafi lesið í póstinum frá Lindu að stelpan kæmi á föstudegi,, en hún kemur örruglega núna um helgina. Leiðinlegt að misminna svona. Marjun sagði við mig í morgun að ég mundi fá pott og pönnu í eldhúsið og að fljótlega fengi hún lítinn ískáp fyrir eldhúsið líka. Og þegar ég kom heim í kvöld sá ég pottinn og pönnuna. Nú get ég semsagt eldað mér mat. Farið að borða eitthvað annað en súpur og núðlur. Ég setti líka upp skerminn sem hún hafði fengið fyrir loftsljósið í herberginu mínu. Skermurinn er appelsínugulur og birtan frá ljósinu er dálítið appelsínugul núna en mér finnst það bara þægilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Úlfhildur

Ég bíð spennt eftir að lesa fréttir dagsins. Það er augljóst að þér líkar ekki starfið í eldhúsinu, en ertu búin að hugsa hvort þú fáir garanterað eitthvað meira út úr uppvaskinu og hvað þá að búa um rúm? Ég les út úr skrifum þínum að bæði Birna og Magni eru þér góð og spyr líkt og Íma hvað valdi hugarangri þínu? Varla smá skurðir á puttunum? Ekki segja mér að það sé laukurinn eða eggin né eplin? Geturðu ekki fundið leið til að snúa þessum neikvæðu upplifunum upp í jákvæða og spennandi hluti? Vinnan er kannski ekki "þinn tebolli" en þú kynnist þessu góða fólki og átt alltaf þá hlýju viðkynningu í veganesti lífsins. Það er ekkert að því að halda áfram samskiptum við eldhúsfólkið þó þau hafi upplifað óánægju þína í upphafi! Þetta er hluti af lífinu, því að lifa og eiga samskipti við fólk. Það er ekki allt eins og maður vill að það sé og það veistu auðvitað klára stelpa. Þú spyrð þig hvað þú sért að gera í Færeyjum og þú fannst ekki svarið. Þarf að vera ákveðið svar? Þú lærir alltaf á dvölinni ytra og ástæða fyrir veru þinni þarna gæti t.a.m.verið að fá nýja sýn á lífið og tilveruna. Það er nú t.d. stórmerkilegur hlutur!...og gæti kannski veitt þér meiri hamingju? Elskaðu sjálfa þig (og okkur öll heima) og ræktaðu jákvæðar hugsanir og FAÐMAÐU HEIMINN!

Eitt gott LAUKRÉTT ráð í lokin:

Til að losna við eða minnka laukgrátinn má skera laukinn frá breiðari endanum (rótarendanum), prufaðu það næst!

Ég hvet þig til að gera það sem þú telur allrabest fyrir þig og vona innilega að allt fari á þann veg sem þú verður sátt við. Svo varðandi bloggið...þá gef ég handfylli stjarna fyrir líflegar lífslýsingar í Færeyjum.

Kysseknuuuuus og heill haugur af hvatningu ; )

Ólöf

Ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 12:59

2 identicon

Hæ og hó, ég bíð líka spennt að heyra um fundinn. Sammála Ólsu pólsu í því að þú þarft ekkert endilega að vita hvað þú vilt. Yfirleitt veit maður ekki hvað maður vill fyrr en maður hefur látið reyna á hlutina. Og það er ekki gott að gera aldrei neitt bara af því maður veit ekki hvað maður vill, maður verður bara að læra af reynslunni og gera gott úr hlutunum.

Það má kannski nefna hvað ég gerði á sumrin til að afla mér tekna. Það leiðinlegasta sem ég gerði var að passa börn og ég gerði það fyrst þegar ég var 12 ára. Svo fór ég í unglingavinnuna að reyta arfa og ekki var það nú mjög gaman heldur en það bætti úr skák að ég var í uppáhaldi hjá yfirmanninum sem gaf mér hærri laun fyrir vinnusemina. Nú svo kom bensínvinnan og það sem bjargaði því var allt skemmtilega og skrítna fólkið sem ég vann með. Mér fannst gaman að koma brosandi út til að dæla þegar bílarnir komu því það var horft á mig í forundran, Íslendingar voru ekki vanir þvílíkri gleði bensínafgreiðslufólksins, eða bara brosi yfir höfuð. Svo vann ég líka við að þrífa hjá fólki í gegnum Heimilishjálpina og það var nú ekki gaman heldur, en samt ekki svo slæmt. Með öðrum orðum þá held ég skemmtilegheit í sumarvinnu séu yfirleitt ekki aðalatriðið og hafa líklega aldrei verið, nema maður geri sitt besta til að svo verði. Þú ert auðvitað að afla þér tekna sem er nú aldeilis fínt ekki satt, og kannski þarf það að vera nóg í bili. Ég er handviss um að góðir hlutir eigi eftir að gerast í Færeyjum : )

KNÚÚÚÚÚS

ímsí (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband