Ellefti dagurinn - uppgjör

Jæja, í dag er laugardagur og á morgun er dagurinn mikli. Ég er ekki búin að hugsa um allt það sem ég sagðist ætla að hugsa um í dag, í blogginu í gær. Ég hugsaði reyndar smá um það í hádeginu í dag. Þannig að klukkuna vantar tuttugu mínútur í tólf núna og ég er engu vísari. Ég veit ennþá ekki hvað ég vil. Þó að eldhúsið hafi skánað, þá er það ekki fyrir mig. Spurningin hennar Ímu hversvegna mér líður illa í eldhúsinu, er góð spurning og ég giska á að Magni og Birna munu spyrja mig þessarar spurningar á morgun. Svo ég er búin að vera að hugsa mest um það. En ég bara get ekki fundið ástæðuna eða alla veganna á ég í erfiðleikum með að orða þessa tilfinningu. Það bara koma upp hin og þessi ómerkileg smáatriði, sem skipta ekki svo miklu máli. Ég bara vei ekkert hvað ég á að segja. Ég er hins vegar viss um að þau munu reyna að fá mig til að halda áfram í eldhúsinu. Ég er samt held ég búin að útiloka uppvaskið. Ég ætla spyrja á morgun hvað það er nákvæmlega sem hreingerningarmanneskja gerir og hvort ég geti fengið að búa um rúm og þannig. Ég er alla veganna komin svo nálægt niðurstöðunni.

Dagurinn í dag var alveg ágætur. Hann byrjaði hinsvegar ekki svo vel, ógleðin enn og aftur, hún hverfur samt alltaf um leið og ég kem út eða er búin að vera úti í nokkrar mínútur. En ég harka þetta bara af mér og held áfram. Fyrsta einn og hálfa klukkutímann var ég að hjálpa Kop við að útbúa matpakka. Með samlokum ávexti og djús. 37 pakkar. Síðan skar ég smá paprikur, gúrkur, tómata og lauk. Eftir það var bara komin hádegispása. Hún var svona hálftími. Eftir hádegi var eiginlega ekkert að gera og ég var bara að baka smákökur. Kop rétti mér uppskriftabók og opnaði á smákökusíðunni og sagði að ég mætti velja. Ég fann valhnetukökur. Ég gerði þær. Það er greinilegt að þau hér hafa ekki bakað smákökur með dætrum Jóns og Kristínar, Bara tvöfölduð uppskrift og deigið hrært með höndunum. Ég man til þess að uppskrift að einhverjum smákökum í jólabakstri hafi verið margfölduð svo svakalega að náð var í vaskafat. Ég bakaði sem sagt valhnetukökur í dag. Ég smakkaði þær líka, mér fannst þær fínar hefðu samt getað verið betri. Þær voru betri á bragðið en þær litu út. nýi indverski kokkurinn var eitthvað að segja að smákökurnar hjá mér væru ekki alveg hringlaga. Ég sagði bara við hann það sem Nigella segir alltaf , Hún segir að henni finnist skipta meiru máli að hlutirnir bragðist vel en að þeir líti vel út. Ég er sammála henni. Síðan þegar ég var búin að þessu, var komið að næstu sort. Ég hafði líka alveg frjálst val um það. Þá urðu kaffikökur fyrir valinu. Það hafði enginn í eldhúsinu prófað þessa uppskrift áður. Svo öllum fannst þetta spennandi. Ég var búin að blanda öllu saman og hnoða deigið og var byrjuð að gera smá lengjur úr deiginu. Kop kom að skoða hjá mér og var og rúllaði eina lengju. Hún spurði mig hvort ég væri viss um að það ætti ekki kæla deigið eitthvað. Ég var handviss um að svo var ekki, stóð ekkert um það í uppskriftinni. Henni fannst þetta svo skrítið. Ég hélt áfram með lengjurnar og raðaði þeim jafn óðum á bökunarplötuna. Síðan þegar ég var búin að rúlla öllu upp skellti ég plötunni í ofninn og bakaði í 10 mínútur, það stóð 15 í bókinni en ofninn var bæði á meiri hita og var á blæstri líka. Þegar ég tók kökurnar út stoppaði kokkurinn Egil, mig og sagði að honum þætti eitthvað bogið við þetta, og spurði mig hvað þetta væri sem ég væri að baka. Ég sagði að þetta væru smákökur, ég ætti bara eftir að skera þær. Honum fannst þetta held ég spennandi og skrítnar kökur. Eftir það tók ég lengjurnar út og lét þær kólna smá. Þegar þær höfðu kólnað skar ég lengjurnar í bita og lagði aftur á plötuna. Það var heljarinnar verk. Síðan setti í plötuna aftur í ofninn og bakaði þá í 7 mínútur og þá voru kökurnar til Þá var klukkan bara orðin tíumínútur í fimm og ég fór í kvöldmatarpásu. Þurfti hinsvegar að bíða í hálftíma eftir kvöldmatnum en það var allt í lagi, ég sötraði bara kaffi á meðan. Þetta fólk drekkur sterkt kaffi, annað en Snoghoj kaffi, sem er reyndar miklu skárra en MH-sullið. Síðan var kvöldmaturinn til og kokkurinn sem hafði lagað matinn kom og settist hjá mér. Það er ungi indverski kokkurinn sem byrjaði í síðustu viku, hann er nýútskrifaður úr kokkaskóla á Indlandi. Við vorum bara að spjalla saman. Þegar kom í ljós að hann á við sama vandamál að stríða hér í Færeyjum og ég og Amanda að þekkja engan og hafa ekkert að gera og sitja bara heima að gera ekki neitt. Ég fékk símanúmerið hjá honum svo við getum öll gert eitthvað saman.

Annars kemur líka sænska stelpan á morgun. Ég fékk tölvupóst frá Lindu um það. Ég hlakka til að koma heim úr vinnunni á morgun, að vera hugsanlega búin að leysa vandamál mín og hitta stelpuna. Það verður áreiðanlega gaman að hafa einhvern að tala við á kvöldin.. En nú ætla ég að fara að sofa. ég erbúin að sitja í klukkutíma yfir þessu bloggi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband